Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ef þú átt íbúð.....

Og tókst 100% lán í banka og íbúðin lækkar að raunvirði um 30% ertu lentur í skuldafangelsi í eigin íbúð, getur ekki selt nema að borga með þér.   Svona dæmi hafa verið að koma upp í bílaviðskiptum að það hvílir meira á bílnum en ásett verð, en ástandið verður fyrst alvarlegt þegar þetta ástand fer að koma fram í viðskiptum með húsnæði.  Fólk á nógu erfitt með að borga ef einu húsnæði þó að það sé ekki að borga líka 25-30% af fyrra húsnæði.   Þetta er áskrift á fjöldagjaldþrot og ríkisstjórnin er eins og strúturinn með hausinn í sandinum og sér ekkert að.
mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa

Á þetta hefur verið bent margoft án þess að stjórnvöld hafi sýnt því mikinn lit að hlusta á rök.  En kannski er ljós í myrkrinu eftir allt saman.  Hvernig væri nú að líta til verðbólgumælinga og þess hvað er frábrugðið í mælingunni hér á landi miðað við það sem þekkist erlendis.  Fjárfesting í húsnæði sem er í raun sparnaður einstaklinga hefur verið mæld hér inni í vísitölu neysluverðs sem neysla.  Þetta hefur leitt til mikið hærri verðbólgu en ella hefði orðið og er ein ástæða þess að Seðlabankinn er komin í öngstræti með peningastefnuna.

Nú er kannski ekki rétti tíminn til að breyta þessu þar sem gera má ráð fyrir að lækkað húnsnæðisverð gæti dregið úr hækkun neysluvísitölu á næstu mánuðum.   Þar vega reyndar svimandi háir vextir einnig þungt svo að ekki er nú alveg víst að lækkað húsnæðisverð skilir sér til baka í lægri verðbólgu eins og æskilegt væri og í samræmi við áhrif hækkana á húsnæði í vísitölu undagenginna mánaða og ára.

Davíð Oddsson sagði fyrir örfáum mánuðum að hér á landi giltu sömu lögmál og á öðrum mörkuðum en samt beitum við öðrum mæliaðferðum á grundvallarstærðir í hagkerfinu.   Hvernig í ósköpunum getur þetta farið saman og að maður tali nú ekki um verðtrygginguna að auki sem skekkir allan samanburð enn frekar.

Ég held að hluti af vandanum í efnahagslífinu sé að menn séu að mæla vitlaust og lesa vitlaust og of seint úr þeim vísbendingum sem eru til staðar og þess vegna er ekki brugðist við með réttum hætti.

Ég kalla eftir rökstuðningi fyrir því af hverju hér er ekki beitt sömu mæliaðferðum og almennt er notast við öðrum löndum, og þá nægir ekki að segja að okkar aðferð sé betri.  Þeir sem erlendis eru og lesa úr þeim tölum sem Seðlabanki og Hagstofa gefa út bera þær saman við þær tölur sem þeir þekkja úr sínu umhverfi og eru þar að bera saman epli og appelsínur og það kann ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lagði lögreglan fram ný sönnunargöng

Eru fréttir ekki lesnar áður en þær eru settar í loftið?   Fyrirsögnin er tekin úr þessari frétt kl 11.29 11.04.2008
mbl.is Ný vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstýring að "sunnan"

Er ekki komin tími til að ?
mbl.is Lagst gegn fyrirhugaðri sameiningu heilsugæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstýrður krataismi

Er ekki komin tími til að breyta?

 


mbl.is Nær að sameina allar heilsugæslustöðvar í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæði sveitarfélaga.....

Við höfum nokkrir framsóknarmenn verið að kasta á milli okkar hugmyndum um róttækar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og ríkisins.  Breytingum sem ætlað er að auka sjálfsstæði sveitarfélaga og færa alla ákvörðunartöku nær fólkinu.  Þessum breytingar er líka ætlað að auka samkeppnishæfi sveitarfélagana þannig að þau geti keppt um fólk og atvinnutækifæri.

Samkeppnisstaða sveitarfélaga á landsbyggð við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu er stórlega skekkt.  Fjármagnið er allt dregið suður á suðvesturhornið og síðan er það skammtað til baka ef það er þá einhver afgangur þegar báknið "fyrir sunnan" er búið að fá sitt.

Leiðin til þess að snú þessu við gæti verið að sveitarfélögin fengju tekjuskatta einstaklinga og fyrirtæka að fullu og greiddu síðan útsvar til ríkisins t.d. fasta krónutölu pr. íbúa.   Þá hefðu sveitarfélögin val um það hvaða þjónustu þau kaupa af ríkisvaldinu umfram það sem þau fengju fyrir útsvarið, en því væri ætlað að standa undir til dæmir löggjafarvaldinu, dómsvaldinu, hátækni sjúkrahúsi, utanríkisþjónustu og háskólamenntun.  Ríkið gæti síðan boðið upp á framhaldsskólanám en sveitarfélög gætu valið um að reka framhaldsskóla sjálf (taka við skólum frá ríki) kaupa pláss í framhaldsskólum hjá ríkinu eða einkaaðilum eða sambland af þessu.

Sveitarfélögin hefðu svigrúm til að byggja upp atvinnutækifæri, bjóða sérstök kjör til fyrirtækja til að fá þau til sín og gætu keppt um fólk með mismunandi skattprósentu.  Sveitarfélögin hefðu val um það að taka þátt í aukinni uppbyggingu báknsins fyrir sunnan eða flytja störfin heim.

Sjálfstæðisbarátta íslendinga snérist um að fá forræði á eigin málum heim og stýra því sjálfir hvernig við forgangsröðum við uppbyggingu samfélagsins.   Þessari baráttu lauk aldrei, valdið fluttist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur en aðrir hlutar landsins búa enn við sama ósjálfstæðið og fyrr.

Er ekki orðið tímabært að ljúka sjálfstæðisbaráttunni og flytja ákvörðunartökuna til fólksins og fulltúra þess.


Nú skil ég............

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa sennilega sótt í smiðju haukanna í Hvíta húsinu og komist að því að allt muni batna í byrjun ágúst þegar barnabætur, vaxtabætur og aðrar tilfærslur skila sér í vasa launagreiðenda. 
mbl.is Paulson segir að kólnunin hafi verið hröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsenda þess að beita megi peningastefnunni til þess að bregðast við samdrætti í efnahagslífinu er að verðbólga sé hófleg

Fyrirsögnin er tekin úr stefnuyfirlýsingu Seðlabankans í Peningamálum sem út komu í dag.  Þarna viðurkennir bankinn að hann sé ráðalaus í stöðunni.  Hann hækkar samt vexti enn og boðar enn frekari vaxtahækkanir.  Það er alveg ljóst að bankinn einn getur ekki ráðið við þann vanda sem við er að etja.  Enda er í stefnuyfirlýsingunni ákall til ríkisstjórnar um útgáfu  ríkistryggðra innstæðubréfa (e. certifi cates of deposits – CDs) sem erlendir aðilar hefðu greiðan aðgang að.

Erlendir aðilar hafa haft greiðan aðgang að íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs undanfarin misseri og við framsóknarmenn höfum lagt til að Íbúðalánasjóður komi bönkunum til bjargar.  Það eru þung skref fyrir íhaldið þar sem að með því væru þeir að viðurkenna að stefna þeirra í málefnum Íbúðalánasjóðs undanfarin ár er kolröng.   Frekar skal halda andlitinu en að breyta um stefnu.  Og það þrátt fyrir að Seðlabankinn spái 30% raun verðlækkun húsnæðis sem mun leiða til fjöldagjaldþrots margra heimila í landinu.  En Flokkurinn hann kemur fyrst svo kemur fólkið.

 


Verðbólguna niður..........

Það þarf að grípa til ráðstafana sem efla trú og traust á íslensku hagkerfi.  Allir sem á markaði eru hafa kallað eftir aðgerðum og það strax t.d. segir Jón Ásgeir "Stórhættulegt ástand á gjaldeyrismarkaði" og kallar eftir aðgerðum strax.   Í sama streng hefur greiningardeild Glitnis tekið og allir vita að ríkissjóður er á athugunarlistum greiningardeilda vegna aðgerðarleysis.  Vandinn er þríþættur.  

Í fyrsta lagi þarf að efla trú og traust og þar höfum við framsóknarmenn lagt til að Íbúðalánasjóður kaupi upp húsnæðisbréf bankana til að laga lausafjárstöðu þeirra og bjarga þeim frá óábyrgri innkomu þeirra á húsnæðismarkaðinn sem er undirrót þeirra þenslu sem við er að etja.

Í öðru lagi leggjum við til að ákveðin gjöld t.d. á eldsneyti verði lækkuð til að lækka verðbólgumælingar sem hækka lán og verðlag og skapa víxláhrif sem verður að stoppa.

Í þriðja lagi þarf að draga úr fjármagni í umferð með aðgerðum sem hvetja til sparnaðar í samfélaginu, það er kannski að verða of seint eitt og sér en samhliða lækkun verðbólgu ætti að skapast svigrúm hjá fólki að leggja fyrir.

Vaknaðu Geir, eða farðu frá og hleyptu mönnum að sem ekki eru ráðalausir í stöðunni.


mbl.is Segir Seðlabankann kominn út í horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er vanþroskaður !!!!!!!!!

Hér kemur athugasemd frá Andra Snæ Magnasyni við blogg Friðriks Þórs Guðmundssonar má til með að birta þetta dæmi um pólitískan rétttrúnað þar sem allir eru fífl sem ekki eru sammála predikaranum sem mokar inn gróða á áróðrinum:

 

Hvað fær Friðrik til að hlakka yfir óförum íslenskrar náttúru og kannski óförum þess málstaðar sem Ómar hefur lagt ævina í að byggja upp og upplýsa almenning um. Það er sorglegt að ,,rannsóknarblaðamaðurinn" snýr gagnrýna auganu að févana hópi áhugamanna og horfir gagnrýnislaust upp á að af c.a 20 háhitasvæðum á landinu stendur til að raska þeim næstum öllum á einum áratug fyrir tvö álfyrirtæki (sem verða bráðum eitt).

Helguvík virðist ætlað nánast öll jarðhitaorka kringum höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið þykir ekki vel rekið, slysatíðnin er mest á norðurlöndum, og þeir sem eiga það eru skammtímafjárfestar sem munu selja um leið og þeir hafa fengið úthlutað ókeypis gæðum frá ríkisstjórn íslands, kolefniskvóta og síðan langtíma hagstæðum orkusamningum. Starfsmannaveltan er gríðarleg, bara í forstjórum c.a 300% árið 2007 og þannig er þetta miklu lakara fyrirtæki en til dæmis Straumsvíkurverksmiðjan. Þegar samningar eru í höfn verður fyrirtækið selt og eigendur munu innleysa kvótann og orkusamninginn og halda áfram að golfa úti í Kaliforníu.  

Alcoa á að fullnýta allan háhita norðanlands með ágengri nýtingu sömuleiðis, leggja undir sig allt svæðið frá Húsavík norður að Mývatni og verða ráðandi afl á Norður og Austurlandi. Á það horfir hann gagnrýnislaust án þess að upplýsa okkur um hvernig fyrirtækið fer með sitt vald annarsstaðar í heiminum. Það er sorglegt að horfa upp á hótfyndni í máli sem er alls ekki fyndið. Ál þarf 30 sinnum meiri raforku en stál í framleiðslu og bæði ferlin losa álíka mikið af gróðurhúsalofttegundum. Ef velja skal skrifborðsstól. Hvort er betra að velja stól úr áli eða stáli? Þegar 30 stóla væri hægt að gera úr stáli fyrir hvern einn úr áli? Hvaða rugl er það að heilvita menn á íslandi taka slíka afstöðu með einu hráefni sem á í harðri samkeppni við stál, gler, plast, timbur eða hreinlega betri nýtni eða sparnað.

Framboð segir þú: Demand. Það er mikil eftirspurn eftir bílnum þínum. Á ég þá að gera hann upptækan? Það er efturspurn eftir peningunum þínum. Á ekki að útdeila þeim til þeirra sem þurfa? Það er eftirspurn eftir nýranu þínu. Á að taka það af þér án endurgjalds? Ef þetta er raunin þá erum við að tala um algeran snúning á núverandi þjóðskipulagi og fyrirkomulagi eignarréttar og þá skulum við ræða málið á þeim vígvelli. Af hverju eru menn skyndilega eignaupptökukommúnistar þegar kemur að náttúru Íslands? Hvað borgaði Alcoa fyrir landið sem sparar þeim 20 milljarða á ári? Ekki kemur það fram í orkuverði, ekki beinu gjaldi til Íslendinga. Ekki í 20 milljón króna styrk í þjóðgarð. Í okkar þjóðskipulagi er ekkert sem segir að ef það er eftirspurn eftir einhverju þá sé það skylda þín að svara henni á hvaða verði sem er. Þú ræður hvort þú seljir eða ekki. Þú gætir bjargað mannslífum með því að flytja í 50 fermetra íbúð og senda lyf til Afríku fyrir mismuninn. Að öllu eðlilegu, með kolefnisgjaldi og orkuverði ætti að vera búið að verðleggja þennan málm út af einnota markaðnum. 700.000 tonna losunarkvóti til alcoa má verðleggja á hálfan milljarð árlega í meðlag.

Ein milljón tonna fara árlega af dósum á ruslahauga fram hjá endurvinnslu. Ef þú kannt að reikna - þá er það eins og TVÆR OG HÁLF MILLJÓN CESSNA flugvéla eins og Ómar Ragnarsson flýgur. Semsagt. Tvær og hálf milljón cessna 140 á ruslahaugana árlega - bara í gosdósum. Er það raunverulega siðferðileg skylda að svara þeirri eftirspurn vegna þess að annars verður álið brætt í Kína Samt segja menn að Ómar sé hræsnari fyrir að fljúga flugvél úr áli. Þessa röksemd má finna víða og er dæmigerð smjörklípa frá hálfvitum á blogginu sem má finna með einföldu gúggli. Þú ættir að vera hafinn yfir svona heimskulegan málflutning. 

Spurðu Gore frekar:

Telur þú að Íslendingar gætu aðstoðað ykkur við að reisa virkjanir í Yellowstone garðinum til að Alcoa geti reist álverið heima hjá sér og ráðið þá sem er nýbúið að reka?

Vissir þú að Alcoa sparar um 20 milljarða á ári í orkuverði hér heima miðað við meginlöndin?

 Það er til mikils að vinna. Þú hefðir gaman að því að sjá Ómar spreyta sig á spurningum þínum. Í guðanna bænum Ómar - eyddu tímanum í annað.

Dæmi um sóun í heiminum:

Öll nýtanleg vatnsorka á Íslandi myndi duga til að knýja helming þeirra raftækja sem ekki eru í notkun í Bandaríkjunum. Þau sem eru á hold, idle, slökkt sjónvörp en þó ekki. Það er að segja: Fullvirkjuð vatnsorka Íslands nægir til að knýja 50% af ENGU í Bandaríkjunum. Eða eins og segir í skýrslu Berkeley: „In all, consumer electronics consumed 110 TWh in the U.S. in 1999, over
60% of which was consumed while the products were not in use.“

Umræðan ætti að vera orðin þroskaðri en þetta og þú ættir að læra af Ómari og hætta að haga þér eins og red neck, sem nota bene - gengur eins og svartidauði um bloggheimana. 

hér er svo slóð á blogg Friðriks með athugasemdum og hvet ég menn til að lesa þetta í samhengi þar. 

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/499161/#comments


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband