Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Sparnaður

Mætti ekki spara með því að hætta monti og leikaraskap eins og t.d. ferð Varðskips upp á Mýrar sl. sunnudag?
mbl.is Okkur veitir ekki af peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í grænum sjó

Mikið var ég feginn þegar ég las Moggann í morgun, fyrst skammar Davíð Framsóknarflokkinn í Staksteinum og síðan er grein eftir Kristján Þór, sem ég var sérstaklega ánægður með, þar sem hann hæðist að Framsóknarmönnum.

Háðið eru rök rökþrota manns  nú erum við að vera á réttri leið Framsóknarmenn.


Hverra hagsmuna gætir Jóhanna

Í frétt á abcnyheter.no kemur fram að Jóhanna telur Íslendinga ekki hafa nokkra þörf á lánalínu á hagstæðari kjörum en okkur eru boðin í dag.  Bara algjör óþarfi að vera að leita eitthvað að betri kjörum.

 Í fréttinni er orðétt "

Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:

- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.

Er ekki komin tími til að forsætisráðherrann fari á Bessastaði og biðjist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti þannig að hægt sé að fólk að landsstjórninni sem er annt um hag lands og þjóðar?


Starfhæf og sterk ?

Það verður seint sagt um núverandi stjórn að hún sé starfhæf og sterk.  Allt sumarið fór í eitt mál, mál sem ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á.  Það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um IceSave samninginn, hann er afkvæmi þessarar ríkisstjórnar og þar ber Steingrímur mesta ábyrgð.

Það er ljóst að Bretar og Hollendingar samþykkja ekki fyrirvara Alþingis.  Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands verða að leggja fram trúverðugan samning fyrir sín þjóðþing og geta ekki fallist á neina afslætti.  Þetta er ástæða þeirrar pattstöðu sem málið er í og því fyrr sem stjórnin viðurkennir að hún kemst ekki áfram með þetta mál, því fyrr verður hægt að snúa sér að öðrum málum.

Við þurfum ríkisstjórn sem getur unnið að fleiri en einu máli í einu.   Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og það er fullreynt með þá sem nú situr.  Því fyrr sem hún fer frá því betra.


mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband