Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Ekki bara til kynningar......
30.4.2009 | 11:35
Hér var á ferðinni ein ómerkilegasta kosningabrella Íslandssögunar. Nú er talað um að þetta sé bara hugmynd til kynningar, en sú staðreynd týndist alveg í málflutningi ráðherrans þegar málið var kynnt.
Margir hafa áhuga á strandveiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óvönduð stjórnsýsla
29.4.2009 | 14:51
Er ráðherra ekki skylt að leita umsagnar hagsmunaaðila þegar hann tekur svona ákvarðanir. Dýralæknirinn sem eitt sinn var sjávarútvegsráðherra samþykkti svipaða breytingu og olli æðarbændum á Íslandi stórkostlegum skaða þar sem fuglar í hundruða tali fóru í net einstakra grásleppukarla.
Reglur um upphaf og lok grásleppuvertíðar voru ekki settar bara út í bláinn á sínum tíma, fyrir þeim voru gildar ástæður.
Er ráðherrann bara afgreiðslumaður fyrir frekustu hagsmunasamtökin? Steingrímur maður verður að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir eru teknar.
Viku bætt við grásleppuvertíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Velferðarbrú Samfylkingarinnar - A Bridge to nowhere
28.4.2009 | 22:37
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draumórar
27.4.2009 | 13:36
VG heldur ennþá að störf verði búin til úr engu. Þeir hafa ekki náð þeirri einföldu staðreynd að fjármagn er afl þeirra hluta sem gera skal. Hvernig á að finna fjármagn til að skapa störf í matvælaframleiðslunni? Á að leifa erlenda fjárfestingu í útgerð og fiskvinnslu?
Er veruleikaflóttinn svo mikill að þeir hafa ekki enn áttað sig á að vandamál efnahagslífsins er skortur á fjármagni og mikil skuldsetning. Á að nota þrjá milljarðanna sem fást með skattpíningu á millitekjur til þess að stofna hér ríkisútgerðir?
Bændur á Íslandi eru skuldum vafðir og eiga ekki fjármagn á lausu til að fara í uppbyggingu þó þeir fegnir vildu. Þar að auki tekur mörg ár að auka framleiðslu á kjöti og mjólk, það gerist ekki með því að klippa á borða eða ýta á takka.
Milliliðir í landbúnaði eru flestir gjaldþrota eða við gjaldþrot svo að varla búa þeir til störf án þess að til komi fjármagn. Er ekki kominn tími til að VG komi niður á jörðina til okkar hinna og fari að tala af raunsæi um leiðir út úr vandanaum og hætti að láta sig dreyma. Draumalandið er ekkert annað en draumóralandið.
Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefjum uppbygginguna strax
27.4.2009 | 11:25
Nú liggja kosningaúrslit fyrir og ljóst að ný ríkisstjórn þarf að taka til starfa sem allra fyrst. Það liggur fyrir að ástæður efnahagslegs hruns á Íslandi voru að peningamálastjórnin brást. Nefnd er að störfum til að greina ástæður og finna sökudólga. Látum nefndina um það en hefjumst handa við endurreisnina.
Í kosningunum létu VG og Sjálfsstæðisflokkur hjá líða að leggja fram trúverðuga peningamálastefnu en til þess að byggja upp þarf að móta nýja trúverðuga peningamálastefnu með bakhjarl sem getur stutt krónuna og íslendinga í uppbyggingunni í nánustu framtíð.
Það hafa engar hugmyndir aðrar en stöðuleikasamningur við Seðlabanka Evrópu og aðild að ESB verið bornar á borð sem leysa þann bráðavanda sem íslenskt efnahagslíf er í. Það er aðkallandi að nú þegar meirihluti er til staðar á Alþingi til að sækja um aðild að ESB að flokkarnir sameinist sem fyrst um að senda inn aðildarumsókn og hefja viðræður við ESB.
Ég tel réttast að Samfylking og Framsókn setjist nú niður og semji drög að stjórnarsáttmála og bjóði síðan VG og eða Borgarahreyfingunni aðild að viðræðunum á síðari stigum. Þeir flokkar geta þá valið um aðild að ríkisstjórn sem sækir um aðild að að verja hana falli.
Ríkisstjórnin myndi síðan grípa til nauðsynlegra ráðstafanna, m.a. að sækja um aðild að ESB og taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja. Síðan mætti hugsa sér að breyta stjórnarskránni næsta vetur og kjósa um aðild og til Alþingis á næsta vori.
Það yrði spennandi og skemmtilegt kosningavor þar sem kosið yrði á einu bretti ríkisstjórn og sveitarstjórnir og um væntanlegan aðildarsamning.
Það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjumst handa strax.
Kærar þakkir til DV
22.4.2009 | 21:54
Nú hefur DV komist yfir tölvupóst sem sendur er út til trúnaðarmanna í flokksstarfi Framsóknarflokksins. Blaðamaður DV sá samstundis fréttaefni í listanum og hefur verið að birta molana í dag.
Stóra fréttin er "Herráð" framsóknarflokksins sem er hópur venjulegs fólks sem hefur skoðanir og leggur á sig vinnu við að fylgja sannfæringu sinni um það hvernig við gerum Ísland betra.
Í herráðinu er venjulegt fólk sem vinnur sína vinnu í ýmsum stéttum samfélagsins og leggur saman sína reynslu og samfélagssýn til að vinna góðum málum lið.
En fréttin er að Baugsmiðlarnir hafa verið uppteknir af því að halda því fram að ónefndir auðmenn séu á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum. Nú hefur DV séð inn fyrir dyrnar og gert þjóðinni grein fyrir því að í innsta kjarna Framsóknar er venjulegt fólk eins og ég og þú og engir útrásarvíkingar eða auðmenn.
Össur og Svandís.... þjóðinni kemur það ekki við
22.4.2009 | 20:52
Korter í kosningar telja Össur Skarphéðinsson og Svandís Svavarsdóttir það aukaatriði fyrir þjóðina hvað flokkarnir ætla að gera. Þetta er einkamál flokkana og þjóðin á ekki að spyrja svona erfiðara spurninga... henni kemur þetta bara ekkert við.
Kunna þau ekki að skammast sín ?
Allt upp á borð fyrir kosningar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þráhyggja
21.4.2009 | 14:03
Hér er komin enn ein könnunin sem kemst að sömu niðurstöðu. Framsóknarmenn sem fóru með heilbrigðisráðuneytið á árunum 1995 - 2007 voru fyrir langa löngu búnir að komast að þessari niðurstöðu. bæði um hagkvæmni og staðarvalið. Síðan þá hefur Guðlaugur Þór og nú Ögmundur eitt yfir 1.000 milljónum í að kanna og kanna og kanna og kanna... til að kaupa sér aðra niðurstöðu.
Er ekki komin tími til að hætta að berja hausnum við steininn og framkvæma ?
Segja sameiningu spara 19 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Línurnar eru að skýrast
21.4.2009 | 09:39
Núna þegar 4 dagar eru til kosninga eru línur farnar að skýrast. Það er engin samsstaða í milli núverandi stjórnarflokka um framtíðarsýn fyrir Ísland. Þeir vilja fara í sitt hvora áttina.
Það hafa myndast tvær blokkir í ESB málinu. Annars vegar eru íhaldið til hærgri og vinstri og hins vegar eru flokkarnir sem fylgja hófsamari stefnu og vilja leita bestu lausna fyrir samfélagið.
VG og Sjálfsstæðisflokkur gætu hugsað sér að hafa þjóðartkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB. Kosningabaráttan mun þá snúast um mýtur og hálfsannleik þar sem enginn veit raunverulega um hvað er kosið.
Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfingin eru á því að fara eigi í aðildarviðræður við ESB og að þjóðin fái svo að hafa lokaorðið um það hvort gengið verði í ESB á grundvelli aðildarsamnings.
Samkvæmt skoðanakönnunum í morgun eru þessar fylkingar í Íslenskum stjórnmálum nánast jafnstórar. Íhaldsmennirnir með 32 þingmenn og þeir hófsömu með 31.
Það er ljóst að lokaspretturinn verður spennandi og ég krossa fingur og vonast til að hófsömu öflin verði ofan á og þjóðin hafni öfgunum til hægri og vinstri.
XB- fyrir okkur öll
Dólgsháttur að segja satt
20.4.2009 | 22:41
Björn Bjarnason er samur við sig. Nú er það dólgsháttur að leiðrétta bullið í frænda hans Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfsstæðisflokksins. Það er auðvitað þvílík ósvífni að efast um að goðið segi satt og rétt frá.
Það má í þessu sambandi rifja upp ummæli Björns Bjarnasonar þegar Valgerður Sverrisdóttir vakti máls á að taka einhliða upp Evru. Þá var það svo arfavitlaust að önnur eins hugmynd gat ekki komið frá neinum nema framsóknarmanni.
Nú er þessi "arfavitleysa" orðin að lífsstefnu Björns Bjarnasonar og það er hrein ósvífni og dólgsháttur að vekja máls á afmörkunum. Valgerður vildi bara kanna málið og komst að því þessi leið var ekki fær. Nú ætlar Björn að fá Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að snúa niður Evrópuþjóðirnar fyrir okkur og fá þær til að kokgleypa einhliða upptöku.
Menn muna kannski eftir erindinu sem fór til AGS frá ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar og hvarf í 10 daga á meðan Bretar og Þjóðverjar stoppuðu alla afgreiðslu. En núna eru Björn og Bjarni með þá í vasanum, og eina skýringin sem ég finn á því er að það er búið að reka Davíð Oddsson. Það hefur ekki mikið meira breyst síðan í haust.
Dólgsleg árás, segir Björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |