Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Björn ennþá úti að aka

Hann stendur greinilega enn í þeirri trú að hann hafi fengið Ísland í fermingargjöf og það verði að spyrja hann um allt sem gert er.
mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er kosið ?

Stjórnarflokkarnir stefna að áframhaldandi setu við kjötkatlana.  Þeir boða sársaukafullar aðgerðir í formi launalækkana og skattahækkana.   Millistéttin á Íslandi, Jón og Gunna, sem hafa náð sér í þokkalega vinnu, vinna bæði, og hafa tekjur örlítið yfir lágmarkstekjum.   Þau eiga að borga reikninginn fyrir vinstri stjórnina.

Það kreppir að, núverandi kreppa er ekki sú eina sem riðið hefur yfir heimsbyggðina.  Eldra fólk man kreppuna miklu sem hófst 1929.  Sú kreppa var bæði djúp, langvinn og markaði spor í einstaklingana sem upplifðu hana og í þjóðarsálina.  Það er almennur skilningur um heim allan að kreppan mikla varð óþarflega djúp vegna mistaka sem áttu sér stað í hagstjórninni.

Mistökin voru þau að hækka skatta og lækka laun.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum fór þessa leið aftur og aftur en samt dró alltaf úr tekjunum.  Lægri laun og hækkaðir skattar leiddu til minni veltu í samfélaginu.  Fleiri fyrirtæki fóru í þrot, fleiri misstu vinnu, og ríkið þurfti að sjá fyrir fleirum í formi bóta. 

Þessi vítahringur hélst áfram þangað til það urðu stjórnarskipi og Demókratar komust til valda og dældu fjármagni í arðsamar framkvæmdir, drógu út skattheimtu og fengu þannig hjólin til að snúast.

Í þessu voru mistökin fólgin 1930 - 1934.  Nú ætla Vinstri Grænir með fjármálaráðherrann og menntamálaráðherrann í broddi fylkingar að feta þessa leið.  Kannski eru VG svo sannfærðir um að Íslendingar séu öðruvísi og betri og að lögmál markaðarins virki ekki á sama hátt á þennan yfirburðar kynstofn sem byggir Ísland að það megi bara blása á reynslu annarra.

Ég vona að kjósendur kynni sér tillögur VG og jafnframt horfi til sögunnar og svari því hver og einn fyrir sig hvort það sé líklegt að markaðslögmálin virki öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar.  Voru ekki stóru mistökin í góðærinu að menn töldu sig geta lifað á lánum og það þyrfti ekkert að vera að standa í einhverri verðmætasköpun.   Draumóramennirnir í VG kölluðu það meira að segja draumalandið.

Viljum við draumóramenn við stjórn landsins ?   Það er raunhæft að hér verði mynduð Evrópustjórn það vantar til þess aðeins 4 menn til Framsóknar og Samfylkingar í samkvæmt síðustu könnunum.  Látum reyna á það hvað fellst í aðild - setjum X við B.

sjá jafnframt ágætan leiðara hér.


Nefnd og aftur nefnd

Það er fullreynt með nefndir til að breyta stjórnarskránni.  Það er ekkert annað en sóun á fjármunum og tíma.  Það er enginn vilji hjá íhaldinu til að hlusta á þjóðina. 

Við viljum stjórnlagaþing án þátttöku stjórnmálamanna.


mbl.is Ekki samkomulag í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi veldur ekki verkefninu

Nú er orðið ljóst að Alþingi er ekki fært um að viðhalda stjórnarskránni í takt við tímann.   Þingsköp eru misnotuð til að koma í veg fyrir að vilji meirihlutans á þingi nái fram að ganga og ljóst að þrátt fyrir skýran vilja til dæmis til að setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum tekst það ekki.  

Það hefur verið á stefnuskrá Framsóknarflokksins undanfarin ár að setja þetta ákvæði inn til að tryggja að ekki myndist óafturkræfur eignarréttur á fiskveiðiauðlindinni og jafnframt til að tryggja stöðu auðlinda í þjóðareigu.

Sjálfsstæðisflokkurinn stóð að stjórnarmyndunum með Framsóknarflokknum þar sem gert var ráð fyrir þessari breytingu.  Sjálfsstæðisflokkurinn stóð einnig að stjórnarmyndum með Samfylkingu þar sem gert var ráð fyrir samskonar breytingu.  Sjálfsstæðisflokkurinn hefur aldrei ætlað sér að standa við þessa stjórnarsáttmála.  Það sést glöggt á vinnubrögðum Sjálfsstæðismanna á Alþingi í dag.

Íhaldið er tilbúið til að fótumtroða lýðræðið í grímulausri hagsmunagæslu.  Þeir snúa út úr og rangfæra  álit sem send eru Alþingi til að fegra málsstaðinn.  Það skiptir engu þó ákvæði um þjóðaratkvæði til að breyta stjórnarskrá sé samþykkt.  Valdið liggur eftir sem áður hjá Alþingi og þar sitja Þeir og hafa eftir sem áður málþófið sem vopn til að koma í veg fyrir að stjórnarskránni sé breytt í takt við breytta tíma.

Á meðan ekki er hægt að treysta Sjálfsstæðisflokknum í samstarfi er hann óstjórntækur. Það breytist ekki nema að hann sýni það í verki að flokkurinn sé tilbúinn að hlusta á fólkið í landinu og virða leikreglur lýðræðisins.

Stjórnarskráin kveður á um þrískiptinu valdsins og valdahlutföll á milli löggjafar- framkvæmda- og dómsvalds.   Það má færa fyrir því gild rök að það sé eðlilegt að þjóðin taki ákvörðun um grundvallar leikreglur samfélagsins en ekki Alþingi sem ein af þremur grunnstoðum samfélagsins.  

Ég tel því að að Framsóknarmenn verði að halda baráttunni áfram og næsta skref sé að sett sé í stjórnarskrá ákvæði um stjórnlagaþing sem haldið sé ekki sjaldnar en á 20 ára fresti til að endurskoða stjórnarskrána.

Upp er risinn hreyfing sem kennir sig við borgara.  Þeir tala fyrir því að slembiúrtak úr þjóðskrá sé notað til að manna stjórnlagaþing.  Það mun leiða til þess að sérfræðingaræðið verður algert og þingið algjörlega háð sérfræðingum.  Það er ekkert annað en önnur birtingarmynd varðhundanna sem ekki vilja færa valdið til fólksins.

Vinnubrögð Sjálfsstæðismanna staðfesta þá bjargföstu skoðun Framsóknarmanna að stjórnlagaþing er nauðsynlegt.  Alþingi er ekki fært um að breyta stjórnarskránni og þess vegna verður að færa fólkinu í landinu valdið til að breyta stjórnarskránni.


Styrkir !!!!!!!!!

Ég var að horfa á sjónvarpsauglýsingu frá FL-okknum.  Auglýsingu sem líklega er greidd fyrir mútuféð frá Hannesi Smára og Björgúlfsfeðgum, eða ávöxtun af því.   Þar er vitnað í niðurlag langrar umsagnar frá lögmannafélagi Íslands um stjórnarskránna.   Þar eru tvær setningar teknar úr öllu samhengi notaðar til að afsaka andstöðu við sjálfsagða kröfu þjóðarinnar um nýjar leikreglur.   Múturnar eru notaðar til að fjármagna auglýsingaherferð til að verja Ísland árgerð 2007.  Ísland þar sem íhaldið og kolkrabbinn fóru sínu fram óháð siðferði, lögum og reglum
mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skreyta liðugt

FL-okkurinn dróst með í þá vegferð að setja lög um stjórnmálaflokka.  Nú heitir það að hann hafi beitt sér fyrir því.   Svona falsa menn söguna hjá íhaldinu.  Nákvæmlega eins og þegar þeir ætluðu að eigna sér fæðingarorlofslögin korter í kosningar 2003.

Formaður nefndar sem samdi frumvarp til laga um fjármál stjórnmálaflokkana var Sigurður Eyþórsson þáverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.  Nefndin var skipuð af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.   Ef ekki hefði verið fyrir aulahátt íhaldsins hefði það verið gert miklu fyrr. 

Það vita allir hvernig þeir hafa dregið lappirnar í því að setja siðareglur fyrir þingmenn og ráðherra.  Nú horfir þjóðin á það hvernig þeir draga lappirnar þegar koma á stjórnlagaþingi sem setur nýjar leikreglur fyrir samfélagið.  T.d. um skipan dómara.   

Þeir verja spillinguna og völdin fram í rauðan dauðann og réttast að þingið sitji til hádegis 25 apríl þeir gera þá ekkert meira af sér á meðan.


mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir heimilanna

Úr stefnuskrá Samfylkingarinnar um lausnir handa heimilum í vanda.   Feitletrun er mín og rautt eru mínar athugasemdir. 

Skuldir heimilanna

14. Að leitað verði sanngjarnra leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni milli lántakenda og lánveitenda vegna efnahagshrunsins og hækkunar verðtryggðra lána því samfara.  Engar lausnir bara endalaus leit.

15. Heildstæðar aðgerðir stjórnvalda til að brúa tímabil erfiðleika fyrir heimilin. Slíkar aðgerðir eiga að byggja á forsendum jafnaðar og forgangsröðunar takmarkaðra fjármuna til þeirra sem helst þurfa á að halda. Meðal þeirra aðgerða eru:

a. Greiðslujöfnun.                        -         Ein leið til að fresta vandanum ... bara ef við fáum stólana.

b. Hækkun vaxtabóta.                 -         Vaxtabætur eru tekjutengdar ... og fáir njóta þeirra í dag.

c. Lenging lána.                         -          Eignamyndun engin og menn greiða til áttræðs.

e. Greiðsluaðlögun.                    -          Ný vísitölufjölskylda  =  Hjón, tvö börn og tilsjónarmaður

f. Lausn fyrir heimili með gengisbundin lán og lán með ákvæðum um endurskoðun vaxtaprósentu.

Í hverju er lausnin fólgin ???????????

g. Aukin réttarvernd skuldara.  Í hverju felst hún?   Auðveldara gjaldþrot ?

h. Aukið tillit til skuldara við innheimtuaðgerðir af hálfu hins opinbera.  Þeim verði gert kleyft að safna upp meiri vanskilum áður en nokkuð er gert

i. Að tryggja samþætta ráðgjöf allra fjármálafyrirtækja við lausn á greiðsluvanda.   Vísa vandanum á aðra.. engar lausnir

Er það nema furða að þeir forðist málefnalega umræðu.


Starfslokagreiðsla ?

Er þetta verðið fyrir þögn Ingu Jónu um það hversvegna hún gekk úr stjórn FL-Group.   Það mætti þá velta fyrir sér hvaða verði þögn þingmanns Sjálfsstæðisflokksins sem missti minnið fyrir rétti var greidd.

Mafía er það og mafía skal það heita.


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna !!!!!!!!!

Ekki semja af þér.  Við viljum stjórnlagaþing og þjóðaratkvæði.  Aðrar breytingar geta beðið eftir stjórnlagaþinginu.
mbl.is Koma til móts við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og........

Er ekki eitthvað spennandi í sjónvarpinu í kvöld sem íhaldið má ekki missa af ?
mbl.is Óskað eftir lengri tíma til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband