Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Hafa þingmenn VG sannfæringu ?
9.6.2009 | 14:20
Eða er Hraðlýginn J Sigfússon með þá alla í vasanum ?
Valtur meirihluti í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
spurning dagsins !!!!
8.6.2009 | 19:30
Sett fram í tilefni af fréttum dagsins.
Hvað er einn Langreyður þungur ef 150 dýr gefa af sér 6.000 tonn af kjöti ?
Til að gera einfalt má flólið gerum við ekki ráð fyrir beinum eða innmat eða einhverju sem flækir málið.
Þeir sem geta svarað þessu geta kannski líka sagt mér hver er greindarvísitala íslenskra fréttamanna ?
Landráð ??
5.6.2009 | 15:30
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú hefur hann fengið umboð til að klára málið á þessum nótum og fagnar því.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
Steingrímur fær fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ragnar Reykás
5.6.2009 | 15:17
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú heitir þetta stórkostlegur árangur í samningum við Breta og Hollendinga.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver segir satt ?
5.6.2009 | 13:42
Er nauðsynlegt að boða aukafund í ríkisstjórninni til þess að fara yfir stöðu þreifinga ?
Finnst einhverjum það líkleg skýring ?
Er verið að segja allan sannleikann ?
Er þetta opin stjórnsýsla í boði VG ?
Niðurstaða eða ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
hmmm mætir Róbert alltaf á réttum tíma á þingið?
4.6.2009 | 12:39
Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er að bregðast ?
4.6.2009 | 11:56
Steingrímur J Sigfússon sagði ítrekað í gær að Seðlabankinn hefði undir höndum upplýsingar um væntanlegar aðgerðir stjórnvalda. Upplýsingar sem myndu tryggja að hér yrði myndarleg stýrivaxtalækkun. Skúli Helgason endurtók þessi skilaboð á Alþingi í morgun.
Hver er að bregðast?
Fær peningastefnunefnd ekki upplýsingarnar?
Er peningastefnunefnd ekki læs á upplýsingar stjórnvalda ?
Eða eru boðaðar aðgerðir stjórnvalda ekki merkilegri en það að nefndin telur ástæðu til að setja alla karasamninga landsmanna í uppnám vegna boðaðs aðgerðarleysis hjá stjórnvöldum?
Svari nú hver fyrir sig.
Ákvörðun Seðlabanka olli vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur að sjá ljósið
3.6.2009 | 15:10
Nú er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vaknaður af værum blundi. Hann er byrjaður að vinna nauðsynlega heimavinnu til þess að geta staðið rétt að undirbúningi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Eftir þessari vinnu hafa Framsóknarmenn kallað lengi, en allir flokkar daufheyrst við því að undirbúa þurfi málið og læra af reynslu annarra.
Nú bregður svo við að menn halda ekki vatni yfir utanferð ráðherra til Möltu. Ég verð að segja að mér finnst löngu tímabært að Samfylkingarfólk geri sér grein fyrir því að ekki verður kastað til höndunum í undirbúningi aðildarumsóknar. Þar er samráð við alla aðila mikilvægt og ef niðurstaðan á að vera samningur sem þjóðin sættir sig við er mikilvægt að rödd sem flestra heyrist.
Það eina sem ég hef við utanferð ráðherra að athuga er að þegar Samfylkingin vaknar er farið í sameiginlega sjóði til að greiða fyrir vinnuna í stað þess að nota milljónirnar frá Baugi. Mega aðrir þeir sem að málinu koma og veita umsagnir og taka virkan þátt í undirbúningi aðildarumsóknar vænta þess að ráðuneyti utanríkismála greiði fyrir þá nauðsynlegan fararkostnað ?
Er ekki allt í lagi ?
3.6.2009 | 14:08
Hvaða vinnu þarf að leggja í það að áframsenda einn tölvupóst til fjölmiðla með viðeigandi skýringum? Fyrir venjulegan mann tekur það c.a. 2 mínútur en fyrir verklausa ríkisstjórn daga og vikur ?
Hvað skildu margir koma að þessari vinnu ?
Þjóðverjar hafa ekki hótað Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er boltinn hjá Degi
2.6.2009 | 15:49
Dagur hlýtur í ljósi þessara yfirlýsinga að segja almenningi frá því hvar hann vill skera niður í rekstrinum. Það er liggur fyrir að ef Orkuveitan er tekin út er hagnaður á öðrum rekstri svo líklega vill Dagur skera niður hjá Orkuveitunni meira en þegar hefur verið gert til að bæta niðurstöðuna.
Ég bíð spenntur eftir því að einhver fjölmiðlamaður spyrja Dag nú um hans tillögur.
Reikningar Reykjavíkurborgar kynntir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |