Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Það er engin ástæða til bjartsýni

Forsætisráðherra er ekki að hugsa um fólkið í landinu.  Hann verður sér til skammar í útlöndum með yfirlýsingum sem eru úr öllum takti við raunveruleikan.  Talar um við og okkur án þess að tilgreina hverjir erum við, en það gerir Pétur Gunnarsson ágætlega hér.

 Ég legg til að við komum íhaldinu frá, því fyrr því betra.


mbl.is Væntingavísitalan lækkar um 17,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum íhaldinu frí

Sjá nánar hér og hér
mbl.is Krónan veikist um 0,36%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kall tímans II

Er það kall tímans að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum?   Forsætisráðherra situr í London og talar um sveigjanleikann sem fólginn er í krónunni.   Á sama tíma er meðalfjölskylda á Íslandi að greiða 200.000 krónur í beinan kostnað við að viðhalda sveigjanleikanum fyrir forsætisráðherra. Það er mikill lúxus fólginn í því að geta leikið sér með annarra manna afkomu.  En hvenær hefur sveigjanleikinn verið nýttur almenningi til hagsbóta? 

Hvað ætlar þessi þjóð að láta bjóða sér svona vinnubrögð lengi?  Hvað ætlar Samfylkingin að sitja lengi og taka þátt í að verja sérhagsmuni fjármagnseigenda og rétt þeirra til að arðræna almúgann í landinu?  

Á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni sagði Ólafur Ragnar forseti frá því þegar hann sumarið 1988 las stöðuna þannig að rétt væri að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.  Ríkisstjórnin sem tók við kom á þjóðarsáttarsamningum og lagði grunn að langvarandi stöðuleika og hagvexti og undirbjó inngöngu Íslands í ESB.

Þora forystumenn VG og Framsóknar að feta í fótspor forsetans og ganga á fund utanríkisráðherra og leggja til við hann nýja stjórn þriggja flokka.  Stjórn sem hefði aðild að ESB á stefnuskrá og beitti sér fyrir stöðuleikasamningi við Seðlabanka Evrópu og stöðvaði þá rússíbanareið sem Íslenskt hagkerfi gengur í gegnum?

Gefum stjórn fjármagnsins frí og komum á stjórn fólksins í landinu fyrir fólkið í landinu.


Kall tímans ?

Á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum flutti forseti Íslands ávarp.  Þar kom m.a. fram að sumarið 1988 gekk hann þá sem formaður Alþýðubandalagsins á fund Steingríms sem var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og bauð honum stuðning Alþýðubandalagsins við að mynda nýja ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar.

Við hlið mér sat innanbúðarmaður í VG og hnippti hann í mig og sagði í gríni, er þetta ekki kall tímans í dag?   Auðvitað er réttast að ríkisstjórnin þrífi upp eftir sig ósóman í efnahagslífinu, en hefur hún burði og getu til þess?   Ég efast um það.   Það er því skylda þeirra sem sitja á Alþingi í dag að velta við hverjum steini í leit að starfhæfum meirihluta sem er tilbúinn að axla ábyrgð í efnahagsmálum og taka á almenningi og fyrirtækjunum til heilla.   Það er kall tímans í dag.


Þetta var viðbúið

Ríkisstjórnin grípur, allt of seint,  til aðgerða á húnæðismarkaði til að koma þar í veg fyrir algjört hrun og viðskiptaráðherra mætir í fréttir og lýsir því yfir að nú sé bara búið að redda öllu.  Gengið hækki og verðbólga og vextir fari niður.   Markaðurinn er auðvitað agndofa yfir ráðherranum að hann skuli halda því fram að aðgerðirnar í síðustu viku hafi þessi víðtæku áhrif.  

Svo mætir fjármálaráðherra í fréttir og segir að um lántöku til eflingar gjaldeyrisvarasjóði gildi alveg sérstakar reglur.   Hvaða endemisbull er þetta, hvaða aðrar reglur gilda um þessa lántöku en hverja aðra lántöku ríkissjóðs?   Ef það hefði verið alvöru fréttamaður á alvöru fréttastofu sem tók viðtalið hefði ráðherrann ekki komist upp með þetta bull, en á bláskjá komast þeir upp með hvað sem er.

Nú er gengisvísitalan komin yfir 170 og það stefnir í annað verðbólguskot og verðbólgu yfir 20%.   Það eru nöturlegar kveðjur til Steingríms Hermannssonar sem beitti sér fyrir þjóðarsátt til að  kveða niður verðbólguna.   Vonandi fer ríkisstjórnin frá áður en verðbólgan fer yfir 30%. 


mbl.is Lækkun krónunnar 3,58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

told you so.....

Framsóknarmenn lögðu til þessar aðgerðir strax í byrjun apríl.    Það er búið að kosta heimilin og fyrirtækin í landinu umtalsverða fjármuni þessi bið eftir ríkisstjórninni.   Sú árátta íhaldsins að vilja Íbúðalánasjóð feigan og dauðaleit þeirra að einhverjum öðrum úrræðum í efnahagsmálum hefur verið íslensku samfélagi dýr.  

Nú kemur fram í blöðum í morgun að Landsbankinn er ósáttur við aukin umsvif Íbúðalánasjóðs, nú vinna flestir forystumenn stuttbuxnadeildar íhaldsins hjá Landsbankanum  svo að ég velti því fyrir mér hvort kemur á undan eggið eða hænan?  

Er Landsbankinn að enduróma stefnu stuttbuxnadeildarinnar eða er íhaldið að hlaupa erinda Landsbankans?

Jóhanna á hrós skilið fyrir að standa í lappirnar og verja hagsmuni almennings.  Framsóknarmenn þekkja það af eigin raun hvað ásókn frjálshyggjunnar í allt sem getur gefið þeim ríku stærri hlut af kökunni getur verið hatrömm.


mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þessu gengisfalli var spáð í mín eyru fyrir tveimur á hálfum mánuði.  Sjá nánar hér


mbl.is Sveiflur á gengi krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róm brennur og þjóðin horfir á fótbolta

Því var spáð í mín eyru í byrjun apríl eftir að gengið hafði tekið fallið síðustu dagana í mars að við myndum upplifa sömu þróun aftur í júní.   Það virðist allt vera að koma fram, gengið gefur eftir dag eftir dag.   Greiningardeildir bankana spila á þjóðarsálina og segja ástæðuna vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. 

Aðgerðarleysið hrópar og það má eflaust kenna því að hluta til um ástandið, en sá sem spáði því í apríl að aftur kæmi svipuð lækkunarhrina seinnipart júní bar fyrir sig að þá kæmi aftur að ársfjórðungsuppgjöri banka og fyrirtækja. Þá hentar það fjármagnseigendum á Íslandi að fella þá gengið til að tölurnar litu betur út á blaðinu.

Seðlabanki og ríkisstjórn hafa hvorki vilja né burði til að takast á við vandan og spyrna við fótum með hagsmuni almennings að leiðarljósi.   Auðvitað er ýmislegt sem þeir gætu gert en láta ógert sennilega til þess að halda nú fjármagnseigendunum góðum en láta ógert.  Ekki vantar ríkisstjórnina þingstyrkinn til að koma málum í gegn. 

Hvað veldur aðgerðarleysinu?  Er það litlaus ákvörðunarfælinn forsætisráðherra sem bannar allar óþægilegar umræður í Flokknum?  Er það jafnaðarmannaflokkurinn sem telur jöfnuð felast í því að færa lífskjör niður á við í stað þess að toga þá upp sem eftir hafa setið og að sumir eigi að vera svolítið jafnari en aðrir?  Eða er ástæðan sú að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn geta ekki komið sér saman um stefnuna og að stjórnarsáttmálinn snúist bara um að sitja en ekki að stjórna?  Svari nú hver fyrir sig.

Það hefur jú komið í ljós undanfarna daga að forystumenn stjórarflokkanna komu sér saman um að salta stór mál eins og sjávarútveg og evrópuumræðu.  Þetta minnir óþægilega á ástandið í henni Reykjavík þar sem stefna Sjálfstæðisflokksins er að sitja og standa eins og Ólafur F vill næstu tvö árin og sjá svo til. 

Í stað þess að hér sé upplýst umræða um ástandið er allt umlukið þögn.  Forsætisráðherra svara fréttamönnum með skítkasti og skætingi ef þeir spyrja eðlilegra spurninga um ástandið.  Útvarpsstjóri bláskjás hefur sent alla umræðuþætti í sumarfrí og ber við fótbolta.   Forsætisráðherra boðar að nú þurfi fjölskyldunnar að spara.  Þegar ég skoðaði heimilisbókhaldið mitt blasti við að eðlilegast væri að segja upp Stöð-2 og Mogganum.  En þá er ég ofurseldur bláskjá áróðursstöð íhaldsins, en á Stöð-2 er þó enn að finna smá vott um þjóðfélagsumræðu,  svo ekki er að nú góður kostur.  

Varðandi Moggann þá hélt ég það nú út að lesa hann á meðan Styrmir ritstjóri og Agnes skósveinn skrifuðu linnulausan áróður fyrir íhaldið og valin fjármálaöfl og ég hét mér því að gefa nýjum ritstjóra amk. hálft ár áður en ég gæfi blaðið upp á bátinn.


Þarf þetta að koma á óvart ?

Það eru allir orðlausir yfir ákvörðunarfælni ríkisstjórnarinnar.  Á þeim bæ er ekkert gert, hausnum stungið í sandinn og kíkt upp á tveggja vika fresti til að athuga hvort vandamálið sé ekki farið.

Getulaus forsætisráðherra verður að fara frá með sitt hafurtask.


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þora, eða þora ekki

sjá hér
mbl.is Eini kosturinn í stöðunni að aflífa dýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband