Hefjum uppbygginguna strax

Nú liggja kosningaúrslit fyrir og ljóst að ný ríkisstjórn þarf að taka til starfa sem allra fyrst.  Það liggur fyrir að ástæður efnahagslegs hruns á Íslandi voru að peningamálastjórnin brást.   Nefnd er að störfum til að greina ástæður og finna sökudólga.  Látum nefndina um það en hefjumst handa við endurreisnina.

Í kosningunum létu VG og Sjálfsstæðisflokkur hjá líða að leggja fram trúverðuga peningamálastefnu en til þess að byggja upp þarf að móta nýja trúverðuga peningamálastefnu með bakhjarl sem getur stutt krónuna og íslendinga í uppbyggingunni í nánustu framtíð.

Það hafa engar hugmyndir aðrar en stöðuleikasamningur við Seðlabanka Evrópu og aðild að ESB verið bornar á borð sem leysa þann bráðavanda sem íslenskt efnahagslíf er í.  Það er aðkallandi að nú þegar meirihluti er til staðar á Alþingi til að sækja um aðild að ESB að flokkarnir sameinist sem fyrst um að senda inn aðildarumsókn og hefja viðræður við ESB.

Ég tel réttast að Samfylking og Framsókn setjist nú niður og semji drög að stjórnarsáttmála og bjóði síðan VG og eða Borgarahreyfingunni aðild að viðræðunum á síðari stigum.  Þeir flokkar geta þá valið um aðild að ríkisstjórn sem sækir um aðild að að verja hana falli.

Ríkisstjórnin myndi síðan grípa til nauðsynlegra ráðstafanna, m.a. að sækja um aðild að ESB og taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja.   Síðan mætti hugsa sér að breyta stjórnarskránni næsta vetur og kjósa um aðild og til Alþingis á næsta vori. 

Það yrði spennandi og skemmtilegt kosningavor þar sem kosið yrði á einu bretti ríkisstjórn og sveitarstjórnir og um væntanlegan aðildarsamning.

Það er ekki eftir neinu að bíða.  Hefjumst handa strax.


Kærar þakkir til DV

Nú hefur DV komist yfir tölvupóst sem sendur er út til trúnaðarmanna í flokksstarfi Framsóknarflokksins.  Blaðamaður DV sá samstundis fréttaefni í listanum og hefur verið að birta molana í dag.

Stóra fréttin er "Herráð" framsóknarflokksins sem er hópur venjulegs fólks sem hefur skoðanir og leggur á sig vinnu við að fylgja sannfæringu sinni um það hvernig við gerum Ísland betra.

Í herráðinu er venjulegt fólk sem vinnur sína vinnu í ýmsum stéttum samfélagsins og leggur saman sína reynslu og samfélagssýn til að vinna góðum málum lið.

En fréttin er að Baugsmiðlarnir hafa verið uppteknir af því að halda því fram að ónefndir auðmenn séu á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum.  Nú hefur DV séð inn fyrir dyrnar og gert þjóðinni grein fyrir því að í innsta kjarna Framsóknar er venjulegt fólk eins og ég og þú og engir útrásarvíkingar eða auðmenn.


Össur og Svandís.... þjóðinni kemur það ekki við

Korter í kosningar telja Össur Skarphéðinsson og Svandís Svavarsdóttir það aukaatriði fyrir þjóðina hvað flokkarnir ætla að gera.  Þetta er einkamál flokkana og þjóðin á ekki að spyrja svona erfiðara spurninga... henni kemur þetta bara ekkert við.

Kunna þau ekki að skammast sín ?


mbl.is Allt upp á borð fyrir kosningar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja

Hér er komin enn ein könnunin sem kemst að sömu niðurstöðu.  Framsóknarmenn sem fóru með heilbrigðisráðuneytið á árunum 1995 - 2007 voru fyrir langa löngu búnir að komast að þessari niðurstöðu.  bæði um hagkvæmni og staðarvalið.  Síðan þá hefur Guðlaugur Þór og nú Ögmundur eitt yfir 1.000 milljónum í að kanna og kanna og kanna og kanna... til að kaupa sér aðra niðurstöðu.

Er ekki komin tími til að hætta að berja hausnum við steininn og framkvæma ?


mbl.is Segja sameiningu spara 19 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línurnar eru að skýrast

Núna þegar 4 dagar eru til kosninga eru línur farnar að skýrast.  Það er engin samsstaða í milli núverandi stjórnarflokka um framtíðarsýn fyrir Ísland.  Þeir vilja fara í sitt hvora áttina.

Það hafa myndast tvær blokkir í ESB málinu.  Annars vegar eru íhaldið til hærgri og vinstri og hins vegar eru flokkarnir sem fylgja hófsamari stefnu og vilja leita bestu lausna fyrir samfélagið.

VG og Sjálfsstæðisflokkur gætu hugsað sér að hafa þjóðartkvæðagreiðslu  um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.  Kosningabaráttan mun þá snúast um mýtur og hálfsannleik þar sem enginn veit raunverulega um hvað er kosið.

Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfingin eru á því að fara eigi í aðildarviðræður við ESB og að þjóðin fái svo að hafa lokaorðið um það hvort gengið verði í ESB á grundvelli aðildarsamnings.

Samkvæmt skoðanakönnunum í morgun eru þessar fylkingar í Íslenskum stjórnmálum nánast jafnstórar.  Íhaldsmennirnir með 32 þingmenn og þeir hófsömu með 31. 

Það er ljóst að lokaspretturinn verður spennandi og ég krossa fingur og vonast til að hófsömu öflin verði ofan á og þjóðin hafni öfgunum til hægri og vinstri.

XB- fyrir okkur öll


Dólgsháttur að segja satt

Björn Bjarnason er samur við sig.  Nú er það dólgsháttur að leiðrétta bullið í frænda hans Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfsstæðisflokksins.   Það er auðvitað þvílík ósvífni að efast um að goðið segi satt og rétt frá. 

Það má í þessu sambandi rifja upp ummæli Björns Bjarnasonar þegar Valgerður Sverrisdóttir vakti máls á að taka einhliða upp Evru.  Þá var það svo arfavitlaust að önnur eins hugmynd gat ekki komið frá neinum nema framsóknarmanni.

Nú er þessi "arfavitleysa" orðin að lífsstefnu Björns Bjarnasonar og það er hrein ósvífni og dólgsháttur að vekja máls á afmörkunum.  Valgerður vildi bara kanna málið og komst að því þessi leið var ekki fær.  Nú ætlar Björn að fá Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að snúa niður Evrópuþjóðirnar fyrir okkur og fá þær til að kokgleypa einhliða upptöku.

Menn muna kannski eftir erindinu sem fór til AGS frá ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar og hvarf í 10 daga á meðan Bretar og Þjóðverjar stoppuðu alla afgreiðslu. En núna eru Björn og Bjarni með þá í vasanum, og eina skýringin sem ég finn á því er að það er búið að reka Davíð Oddsson.  Það hefur ekki mikið meira breyst síðan í haust.


mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn ennþá úti að aka

Hann stendur greinilega enn í þeirri trú að hann hafi fengið Ísland í fermingargjöf og það verði að spyrja hann um allt sem gert er.
mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er kosið ?

Stjórnarflokkarnir stefna að áframhaldandi setu við kjötkatlana.  Þeir boða sársaukafullar aðgerðir í formi launalækkana og skattahækkana.   Millistéttin á Íslandi, Jón og Gunna, sem hafa náð sér í þokkalega vinnu, vinna bæði, og hafa tekjur örlítið yfir lágmarkstekjum.   Þau eiga að borga reikninginn fyrir vinstri stjórnina.

Það kreppir að, núverandi kreppa er ekki sú eina sem riðið hefur yfir heimsbyggðina.  Eldra fólk man kreppuna miklu sem hófst 1929.  Sú kreppa var bæði djúp, langvinn og markaði spor í einstaklingana sem upplifðu hana og í þjóðarsálina.  Það er almennur skilningur um heim allan að kreppan mikla varð óþarflega djúp vegna mistaka sem áttu sér stað í hagstjórninni.

Mistökin voru þau að hækka skatta og lækka laun.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum fór þessa leið aftur og aftur en samt dró alltaf úr tekjunum.  Lægri laun og hækkaðir skattar leiddu til minni veltu í samfélaginu.  Fleiri fyrirtæki fóru í þrot, fleiri misstu vinnu, og ríkið þurfti að sjá fyrir fleirum í formi bóta. 

Þessi vítahringur hélst áfram þangað til það urðu stjórnarskipi og Demókratar komust til valda og dældu fjármagni í arðsamar framkvæmdir, drógu út skattheimtu og fengu þannig hjólin til að snúast.

Í þessu voru mistökin fólgin 1930 - 1934.  Nú ætla Vinstri Grænir með fjármálaráðherrann og menntamálaráðherrann í broddi fylkingar að feta þessa leið.  Kannski eru VG svo sannfærðir um að Íslendingar séu öðruvísi og betri og að lögmál markaðarins virki ekki á sama hátt á þennan yfirburðar kynstofn sem byggir Ísland að það megi bara blása á reynslu annarra.

Ég vona að kjósendur kynni sér tillögur VG og jafnframt horfi til sögunnar og svari því hver og einn fyrir sig hvort það sé líklegt að markaðslögmálin virki öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar.  Voru ekki stóru mistökin í góðærinu að menn töldu sig geta lifað á lánum og það þyrfti ekkert að vera að standa í einhverri verðmætasköpun.   Draumóramennirnir í VG kölluðu það meira að segja draumalandið.

Viljum við draumóramenn við stjórn landsins ?   Það er raunhæft að hér verði mynduð Evrópustjórn það vantar til þess aðeins 4 menn til Framsóknar og Samfylkingar í samkvæmt síðustu könnunum.  Látum reyna á það hvað fellst í aðild - setjum X við B.

sjá jafnframt ágætan leiðara hér.


Nefnd og aftur nefnd

Það er fullreynt með nefndir til að breyta stjórnarskránni.  Það er ekkert annað en sóun á fjármunum og tíma.  Það er enginn vilji hjá íhaldinu til að hlusta á þjóðina. 

Við viljum stjórnlagaþing án þátttöku stjórnmálamanna.


mbl.is Ekki samkomulag í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi veldur ekki verkefninu

Nú er orðið ljóst að Alþingi er ekki fært um að viðhalda stjórnarskránni í takt við tímann.   Þingsköp eru misnotuð til að koma í veg fyrir að vilji meirihlutans á þingi nái fram að ganga og ljóst að þrátt fyrir skýran vilja til dæmis til að setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum tekst það ekki.  

Það hefur verið á stefnuskrá Framsóknarflokksins undanfarin ár að setja þetta ákvæði inn til að tryggja að ekki myndist óafturkræfur eignarréttur á fiskveiðiauðlindinni og jafnframt til að tryggja stöðu auðlinda í þjóðareigu.

Sjálfsstæðisflokkurinn stóð að stjórnarmyndunum með Framsóknarflokknum þar sem gert var ráð fyrir þessari breytingu.  Sjálfsstæðisflokkurinn stóð einnig að stjórnarmyndum með Samfylkingu þar sem gert var ráð fyrir samskonar breytingu.  Sjálfsstæðisflokkurinn hefur aldrei ætlað sér að standa við þessa stjórnarsáttmála.  Það sést glöggt á vinnubrögðum Sjálfsstæðismanna á Alþingi í dag.

Íhaldið er tilbúið til að fótumtroða lýðræðið í grímulausri hagsmunagæslu.  Þeir snúa út úr og rangfæra  álit sem send eru Alþingi til að fegra málsstaðinn.  Það skiptir engu þó ákvæði um þjóðaratkvæði til að breyta stjórnarskrá sé samþykkt.  Valdið liggur eftir sem áður hjá Alþingi og þar sitja Þeir og hafa eftir sem áður málþófið sem vopn til að koma í veg fyrir að stjórnarskránni sé breytt í takt við breytta tíma.

Á meðan ekki er hægt að treysta Sjálfsstæðisflokknum í samstarfi er hann óstjórntækur. Það breytist ekki nema að hann sýni það í verki að flokkurinn sé tilbúinn að hlusta á fólkið í landinu og virða leikreglur lýðræðisins.

Stjórnarskráin kveður á um þrískiptinu valdsins og valdahlutföll á milli löggjafar- framkvæmda- og dómsvalds.   Það má færa fyrir því gild rök að það sé eðlilegt að þjóðin taki ákvörðun um grundvallar leikreglur samfélagsins en ekki Alþingi sem ein af þremur grunnstoðum samfélagsins.  

Ég tel því að að Framsóknarmenn verði að halda baráttunni áfram og næsta skref sé að sett sé í stjórnarskrá ákvæði um stjórnlagaþing sem haldið sé ekki sjaldnar en á 20 ára fresti til að endurskoða stjórnarskrána.

Upp er risinn hreyfing sem kennir sig við borgara.  Þeir tala fyrir því að slembiúrtak úr þjóðskrá sé notað til að manna stjórnlagaþing.  Það mun leiða til þess að sérfræðingaræðið verður algert og þingið algjörlega háð sérfræðingum.  Það er ekkert annað en önnur birtingarmynd varðhundanna sem ekki vilja færa valdið til fólksins.

Vinnubrögð Sjálfsstæðismanna staðfesta þá bjargföstu skoðun Framsóknarmanna að stjórnlagaþing er nauðsynlegt.  Alþingi er ekki fært um að breyta stjórnarskránni og þess vegna verður að færa fólkinu í landinu valdið til að breyta stjórnarskránni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband