Óskhyggja

Álitið er upp fullt af óvissuþáttum.  Ef heimavinnan hefði verið unnin áður en samningurinn var undirritaður í skjóli nætur hefði eflaust aldrei komið til undirritunar.  Menn teygja sig ansi langt í forsendum til að rökstyðja það að kannski sé hægt að standa við skuldbindingarnar.  

Það virðist heldur ekkert rætt um aðrar skuldbindingar sem þarf að standa við á sama tíma og IceSave.  Þessi samningur er ekki eina erlenda skuld þjóðarbúsins heldur ein af mörgum og það þarf að skoða allar skuldbindingarnar og segja þjóðinni hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu fer í að greiða alla gjalddaga á hverju ári en ekki bara vegna IceSave.

Svo má setja stórt spurningamerki hvort hlutfall af þjóðarframleiðslu segi nokkuð til um hvort við getum staðið við greiðslur í erlendri mynt. 

Að lokum vantar inn í þessa greinargerð alla vinnu við mismunandi þróun eftir því hvernig krónan þróast á tímabilinu og hvaða afleiðingar það hefur ef við tökum upp Evru eða aðra mynt.  Hvaða áhrif hefur skuldastaðan á væntanlegan stöðuleikasamning sem gerður verður sem hluti af aðildarsamningi við ESB?

Það blasir við að þetta er pöntuð niðurstaða þar sem menn forðast að spyrja erfiðra spurninga og tipla á tánum í kringum hlutina í þeirri von að enginn fréttamaður fari nú að grafa dýpra.


mbl.is Skuldin 340 milljarðar 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurkapp

Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru svo kappsfullir að falla inn í kultúrinn og fjöldann við Austurvöll að þeir fara fram úr sjálfum sér í klækjastjórnmálum.  Borgarahreyfingin slær fjórflokknum þarna algjörlega við.
mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga til auðvelda lestur skjala frá Seðlabankanum.

Þegar Seðlabanki Íslands gerir menn út af Örkinni til þess að fara á fund þingnefndar og gefa þar álit er eðlilegt að gera ráð fyrir að valdir séu til fararinnar menn sem njóta trausts bankans og að bankinn hafi lesið yfir og gefið samþykki sitt fyrir þeim gögnum sem þeir leggja þar fram.

Í ljósi þessarar uppákomu hlýtur Seðlabankinn að gefa út lista yfir þá starfsmenn sem tala fyrir hönd bankans og hverjir eru aðeins að lýsa einkaskoðunum þegar þeir koma fram fyrir hönd bankans. 

Það væri líka æskilegt að til væru  tveir bréfshausar í bankanum, einn fyrir raunverulega skoðun bankans og annar fyrir skjöl sem innihalda bara einkaskoðanir starfsmanna bankans.  Það mætti hafa þá eins en í sitt hvorum lit.  Þó er mikilvægt að á öllum blöðum frá bankanum komi fram að ef liturinn er t.d. blár þá er það einkaskoðun þess sem skrifaði skjalið en ef hann er rauður þá er það viðurkennd skoðun bankans.

Ríkisstjórnin gæti svo tekið upp svipuð vinnubrögð þannig að skjöl í stjórnarráðinu verði auðkennd t.d. með rauðum haus ef það er skoðun Samfylkingarinnar sem þar kemur fram og með grænum ef það er skoðun VG.


mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar áleitnar spurningar

Var ríkisstjórnin of sein að senda pöntun um niðurstöðu til Seðlabankans?  

Hver hafði samband við yfirlögfræðinginn og bað um bréf til utanríkismálanefndar? 

Hversvegna tekur það bankann vikur að reikna út skuldastöðu ríkissjóðs? 

Er bókhaldið ekki í lagi við Arnarhól?

Hvaða forsendur leggur bankinn til grundvallar þegar hann reiknar út þjóðarframleiðslu?

Hvert er álverðið, fiskverðið, gengið, launaþróunin  í þeim útreikningum?

Hver velur forsendurnar?

Er það hagdeild Samfylkingarinnar (ég meina ASÍ) ?

Er ekki hægt að gefa upp skuldastöðu ríkissjóðs í krónum (eða evrum)  í stað þess að tala um hlutfall af ímyndaðri þjóðarframleiðslu?

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða

Núna ræða þingmenn aðild að ESB á Alþingi og er það vonum seinna.  Fyrir örfáum árum var gert grín að formanni Framsóknarflokksins þegar hann talaði um að við ættum að sækja um aðild að ESB í styrkleika en ekki í veikleika.  Núna efast engir um að væntanleg aðildarumsókn verður send ESB þegar Ísland stendur veikt í komandi samningaviðræðum.

Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að tryggja að á bak við væntanlega umsókn sé pólitískur vilji til að gæta að hagsmunum Íslands.  Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins með þeim skilyrðum sem í henni felast er einmitt sett fram til þess að tryggja að staðið verði vörður um hagsmuni þjóðarinnar í aðildarviðræðum.

Þegar og ef samninganefndin kemur til baka með aðildarsamning á eftir að bera hann undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá mun hvíla sú skylda á stjórnmálaflokkunum að veita pólitíska leiðsögn í málinu.  Það þýðir að flokkarnir munu fjalla um samninginn og annað hvort mæla með að hann verði samþykktur eða felldur.

Kjósi Alþingi að samþykkja fyrirliggjandi þingsályktun eins og hún kemur frá utanríkismálanefnd án þess að kveða með skýrum hætti á um ófrávíkjanleg og mælanleg skilyrði til samninganefndarinnar er mikil hætta á því að þeir flokkar þar sem efasemdir eru um aðild munu leggjast gegn samningum.

Það eitt og sér getur ráðið úrslitum í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er því mikilvægt að menn leggi til hliðar karp stjórnar og stjórnarandstöðu og leiti leiða til þess að skapa sem breiðasta samstöðu um samningsmarkmiðin.   Ef þjóðin hafnar væntanlegum aðildarsamningi má gefa sér að það líði 20 ár áður en reynt verður aftur að sækja um aðild.  Það er reynsla Norðmanna en allir vita að þeir hafa fellt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu tvisvar sinnum.

Það hvílir því sú skylda á þeim sem telja aðild að ESB mikilvægt hagsmunamál Íslendinga í dag að þeir leggi svolítið á sig til að byggja brýr og nauðsynlegt bakland sem þarf til þess að niðurstaðan verði ásættanleg og líkleg til að hljóta brautargengi hjá þjóðinni.

Ég skora á stjórnarflokkana að leita nú leiða til að skapa breiðari sátt og samstöðu um væntanlega aðildarumsókn og skoða með opnum huga framkomna breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur á þingskjali 266. 


Tvennt í stöðunni

Breyta lögunum strax þannig að það sé hafið yfir allan vafa að greiða megi laun, eða setja þessa stjórn af og skipa nýja sem stendur ekki í lögfræðilegum hártogunum og stríði við fyrrverandi starfsmenn.
mbl.is Slitastjórn Spron heldur fast við sína túlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ Össur

Ert þú þá nokkuð fær um að taka afstöðu til samningsins?   Er ekki þá réttast að þú sért einu sinni til tilbreytingar sjálfum þér samkvæmur og sitjir bara hjá?
mbl.is Svarar ekki fræðilegum spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möllerinn gerir ekkert fyrir Borgfirðinga

Þeir eru ekki í réttu kjördæmi.
mbl.is Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið........

Ef lögfræðiálitið breytir engu, hversvegna stakk Össur því þá undir stól ?
mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að Gylfi svaraði eftirfarandi spurningum

Gjaldeyrisafgangur af viðskiptum við útlönd á einu ári hefur aldrei náð því að verða helmingur þess sem vænta má að þurfi að greiða í afborganir og vexti af IceSave á ári í 8 ár. 

Ríkisstjórnin þarf því að svara eftirfarandi: 

  • Hvernig á að ná nægum afgangi á viðskiptum við útlönd að 7 árum liðnum til að standa undir afborgununum og vöxtum?
  • Hvernig á að viðhalda þeim árangri í 8 ár til að tryggja að ekki verði greiðslufall?
  • Hvernig ætlar ríkið að ná í sinn hlut öllum tekjuafgangi af viðskiptum við útlönd til þess að hafa þann gjaldeyri sem þarf til að greiða af samningum?
  • Hvernig á að greiða af öðrum skuldbindingum ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja á sama tíma og greitt er af IceSave samningnum?
  • Hvert verður gengi krónunnar ef ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki berjast um allan gjaldeyri sem til fellur til þess að standa við sýnar skuldbindingar?

Þessar upplýsingar geta varla verið neitt leyndarmál.


mbl.is Verður þjóðinni ekki ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband