Vandasamt !!!!
16.6.2009 | 14:33
Hvernig dettur Steingrími J í hug að þingmenn greiði atkvæði um ríkisábyrgð á samning sem þeir hafa ekki fengið að sjá?
Þeir sverja eið að stjórnarskránni og það væri ekkert annað en eiðrof að samþykkja ríkisábyrgðina án þess að öll gögn málsins liggi fyrir. Þó Steingrímur sjálfur sé kannski til í að rjúfa eiðinn til að halda stólnum gera aðrir þingmenn vonandi meiri siðferðiskröfur til sjálfs sín en hann.
![]() |
Enn leynd yfir Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljótt ef satt er
16.6.2009 | 13:17
Gatið sem brúa þarf er sagt vera 20 milljarðar og það er allt brúað með því að auka byrðarnar á fjölskyldurnar og fyrirtækin. Ekkert gert til að líta í eigin barm og draga úr ríkisútgjöldum.
Ríkisstjórnin fær fólkið í landinu ekki með í þessa vegferð ef hún tekur ekki almennilega til í rekstri ríkissjóðs. Það mætti byrja á að taka til baka fjölgun ráðherra sem varð þegar stjórnin varð meirihlutastjórn. Tilgangurinn með fjölguninni virðist aðeins hafa verið að friða tvo eða þrjá þingmenn.
Einfaldar aðgerðir í sparnaðarátt gætu verið að sameina sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti í eitt ráðuneyti og fækka þar um einn ráðherra og heila yfirstjórn í einu ráðuneyti.
Næsta aðgerð væri svo að sameina dóms og kirkjumál við samgöngu og sveitarstjórnarmál í einu innanríkisráðuneyti og þar væri búið að fækka um aðra heila yfirstjórn í ráðuneyti.
Svona aðgerðir eru líklegar til að fá fólkið með og sína í verki að ríkisstjórnin skilur vandan og er tilbúin til að taka til hendinni.
Önnur aðgerð væri svo að segja upp öllum spunameisturunum sem eru komnir á spena hjá ríkissjóði í þeim eina tilgangi að forsvarsmenn ráðuneyta og stofnanna þurfi ekki að horfast í augu við fjölmiðla og almenning og svara erfiðum spurningum.
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spillt íhaldið.......
15.6.2009 | 22:43
![]() |
Sjálfstæðismenn enn á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafa þingmenn VG sannfæringu ?
9.6.2009 | 14:20
Eða er Hraðlýginn J Sigfússon með þá alla í vasanum ?
![]() |
Valtur meirihluti í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
spurning dagsins !!!!
8.6.2009 | 19:30
Sett fram í tilefni af fréttum dagsins.
Hvað er einn Langreyður þungur ef 150 dýr gefa af sér 6.000 tonn af kjöti ?
Til að gera einfalt má flólið gerum við ekki ráð fyrir beinum eða innmat eða einhverju sem flækir málið.
Þeir sem geta svarað þessu geta kannski líka sagt mér hver er greindarvísitala íslenskra fréttamanna ?
Landráð ??
5.6.2009 | 15:30
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú hefur hann fengið umboð til að klára málið á þessum nótum og fagnar því.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
![]() |
Steingrímur fær fullt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ragnar Reykás
5.6.2009 | 15:17
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú heitir þetta stórkostlegur árangur í samningum við Breta og Hollendinga.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver segir satt ?
5.6.2009 | 13:42
Er nauðsynlegt að boða aukafund í ríkisstjórninni til þess að fara yfir stöðu þreifinga ?
Finnst einhverjum það líkleg skýring ?
Er verið að segja allan sannleikann ?
Er þetta opin stjórnsýsla í boði VG ?
![]() |
Niðurstaða eða ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
hmmm mætir Róbert alltaf á réttum tíma á þingið?
4.6.2009 | 12:39
![]() |
Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er að bregðast ?
4.6.2009 | 11:56
Steingrímur J Sigfússon sagði ítrekað í gær að Seðlabankinn hefði undir höndum upplýsingar um væntanlegar aðgerðir stjórnvalda. Upplýsingar sem myndu tryggja að hér yrði myndarleg stýrivaxtalækkun. Skúli Helgason endurtók þessi skilaboð á Alþingi í morgun.
Hver er að bregðast?
Fær peningastefnunefnd ekki upplýsingarnar?
Er peningastefnunefnd ekki læs á upplýsingar stjórnvalda ?
Eða eru boðaðar aðgerðir stjórnvalda ekki merkilegri en það að nefndin telur ástæðu til að setja alla karasamninga landsmanna í uppnám vegna boðaðs aðgerðarleysis hjá stjórnvöldum?
Svari nú hver fyrir sig.
![]() |
Ákvörðun Seðlabanka olli vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |