Össur að sjá ljósið

Nú er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vaknaður af værum blundi.  Hann er byrjaður að vinna nauðsynlega heimavinnu til þess að geta staðið rétt að undirbúningi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.  Eftir þessari vinnu hafa Framsóknarmenn kallað lengi, en allir flokkar daufheyrst við því að undirbúa þurfi málið og læra af reynslu annarra. 

Nú bregður svo við að menn halda ekki vatni yfir utanferð ráðherra til Möltu.  Ég verð að segja að mér finnst löngu tímabært að Samfylkingarfólk geri sér grein fyrir því að ekki verður kastað til höndunum í undirbúningi aðildarumsóknar.  Þar er samráð við alla aðila mikilvægt og ef niðurstaðan á að vera samningur sem þjóðin sættir sig við er mikilvægt að rödd sem flestra heyrist.

Það eina sem ég hef við utanferð ráðherra að athuga er að þegar Samfylkingin vaknar er farið í sameiginlega sjóði til að greiða fyrir vinnuna í stað þess að nota milljónirnar frá Baugi.  Mega aðrir þeir sem að málinu koma og veita umsagnir og taka virkan þátt í undirbúningi aðildarumsóknar vænta  þess að ráðuneyti utanríkismála greiði fyrir þá nauðsynlegan fararkostnað ?


Er ekki allt í lagi ?

Hvaða vinnu þarf að leggja í það að áframsenda einn tölvupóst til fjölmiðla með viðeigandi skýringum?   Fyrir venjulegan mann tekur það c.a. 2 mínútur en fyrir verklausa ríkisstjórn daga og vikur ?  

Hvað skildu margir koma að þessari vinnu ?


mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er boltinn hjá Degi

Dagur hlýtur í ljósi þessara yfirlýsinga að segja almenningi frá því hvar hann vill skera niður í rekstrinum.  Það er liggur fyrir að ef Orkuveitan er tekin út er hagnaður á öðrum rekstri svo líklega vill Dagur skera niður hjá Orkuveitunni meira en þegar hefur verið gert til að bæta niðurstöðuna.

 Ég bíð spenntur eftir því að einhver fjölmiðlamaður spyrja Dag nú um hans tillögur.


mbl.is Reikningar Reykjavíkurborgar kynntir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sýndarmennska

Krafan lendir aftast í löngum lista af kröfum á Glitni og verður því aldrei greidd.  Væri ekki nær að sekta gerendurnar en ekki fallítt fyrirtæki ?
mbl.is Glitnir sektaður um 4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það

Hvar var nýja starfið hans Einars Karls auglýst ?   Í fréttabréfi Samfylkingarinnar ?
mbl.is Almenna reglan að auglýsa störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bylting svarið ?

Nú leggur ríkisstjórnin til nýjar álögur á almenning og fyrirtækin í landinu.   Tilgangurinn er göfugur. það á að stoppa upp í fjárlagagatið til þess að ekki þurfi að senda börnum okkar og barnabörnum reikninginn. 

Ég tæki þessar álögur á mig barnanna vegna með glöðu geði, ef ekki fylgdi böggull skammrifi.  Skattarnir eiga að færa ríkissjóði 2,7 milljarða króna, en það hækkar neysluvísitöluna um hálft prósent og verðtryggð lán landsmanna um 8 milljarða.  

Fjölskyldur og fyrirtæki þurfa því að borga fjármangseigendum 8 milljarða til þess að geta fært ríkissjóði 2,7 milljarða.  Er heil brú í þessari vitleysu?  Væri þá ekki bara nær að leggja skatt á afborganir lána sem gæfi 2,7 milljarða á ári í tekjur og sleppa okkur við þessa 8 auka milljarða og leyfa okkur að draga fellihýsin um landið á gamla bensín verðinu, fá okkur rauðvínstár með grillmatnum og öl yfir góðum leik ?

Það fer að koma tíma á byltingu.


Skynsamur Steingrímur

Er þá nokkuð í veginum að ræða forsendur og málsmeðferð fyrst eins og stjórnarandstaðan leggur til og taka síðan upplýsta ákvörðun í framhaldinu?

Hversvegna dregur stjórnin ekki til baka ályktun Össurar sem gengur út á að taka ákvörðun og skoða svo málið?


mbl.is Minni ágreiningur en ætla mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitölubull

Nú þegar húsnæðisliður vísitölunnar hækkar hlýtur sú krafa að koma fram að Hagstofan gerir grein fyrir því hvað það eru margir kaupsamningar sem liggja til grundvallar þegar húsnæðisliðurinn er reiknaður út.  Jafnframt þarf að gera grein fyrir umfangi þeirra bílaviðskipta sem urðu til þess að hækka vísitöluna.  Það gengur ekki að hækka skuldir landsmanna um hundruð milljóna án þess að allar forsendur séu uppi á borðinu.

Ég skora á blaðamenn að leggjast í rannsóknarvinnu og afla þessara upplýsinga.


mbl.is Veðhæfi húsnæðis haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgumæling

Nú er komin út hin mánaðarlega verðbólgumæling.  Það sem vekur athygli mína þar er að einn af þeim liðum sem hækka vísitöluna milli mánaða er verð á bílum.   Mánaðarhækkun vísitölunnar er 0.98% og áhrif af 4,9% hækkun á verði bíla vegur tæpan fimmtung í þessari hækkun. 

Hver er að kaupa bíla núna?   Þjóðin sparar og heldur í við sig.  Það álpast svo einhverjir 3 nýríkir inn í bílaumboð og kaupa bíl og það hækkar lán allra landsmanna um aldur og ævi.  Er ekki komin tími til að hætta svona bulli ?


Dæmalaust plagg - fyrstu viðbrögð.

Fram er komin þingsályktunartillaga um aðildarumsókn að ESB.   Um hana verður ekki annað sagt en að fjallið tók sótt og það fæddist lítil mús.

Ályktunin hljóðar svo :

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Ekki er gert ráð fyrir því að settir séu nokkrir einustu fyrirvarar í aðildarviðræðunum og farið í raun fram á umboð Alþingis til að semja eins og ríkisstjórninni sýnist.  Það er heldur ekki fjallað um málsmeðferð málsins í ályktuninni.

Síðan eru settar fram athugasemdir sem fylgja á þingskjalinu og hljóða þær svona:  (ég set mínar athugasemdir inn með rauðu í textann)

"

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.

Ekki eru þetta merkileg rök fyrir því að sækja um.  Enginn efnahagsleg, félagleg eða pólitísk rök heldur aðeins talað um að tilgangurinn sé að fá spennandi kosninganótt.


    Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar.  

Ætlar ríkisstjórnin ekki að láta hug fylgja máli og sækja málið af fullum þunga heldur aðeins að kanna landið?

Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.
    Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.

Engin skilgreindur samráðsvettvangur heldur er ráðherra í sjálfvald sett hvernig samráðinu er háttað, hverjir kallaðir að borðinu og hvenær.  Samráð í málefnum sjávarútvegsins hefur verið með þeim hætti undanfarnar vikur að sporin hræða.

Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar.

Kannað verði og skoðað verði!!!  Á ekki að setja það skilyrði þegar viðræðuáætlun er gerð að stöðugleikasamningur við Seðlabanka Evrópu hafi forgang og náist hann ekki er tilgangslaust að halda áfram* 

Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.
    Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.

Opin stjórnsýsla og upplýsingagjöf hefur nú ekki verið sterkasta hlið ríkisstjórnarinnar.  Hvers vegna ætti það að breytast ? 

Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Veit Evrópusambandi af því að við ætlum að skilgreina það upp á nýtt í aðildarviðræðunum ?


    Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.

Hverjir eru málsaðilar?  Er hér átt við þingflokk VG ?

    Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
    *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
    *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
    *      Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
    *      Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
    *      Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
    *     Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt. 

Hvernig á að gæta þessara grundvallarhagsmuna?  Hvað er ásættanlegt og hvað er ekki ásættanlegt? Til hvaða  ákvæða í lögum, reglum og aðildarsamningum ESB á að vísa?

    Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB.  "

Og enn á að stefna að einhverju í stað þess að ákveða hlutina.  Ekkert sem gefur tilefni til að treysta stjórnvöldum til að efna þetta.  En ýmislegt mætti benda á sem gefur fullt tilefni til að tortryggja að þetta verði gert eða að nefndin hafi þau tæki og tól sem til þarf.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband