Skítavinnubrögð

Þessi frétt er í megin atriðum ósönn en kannski ekki við öðru að búast af Mogganum tveimur dögum fyrir kosningar. Það er íhaldið sem tapar manni en ekki Framsókn. Þetta er dæmi um fréttamann sem segir ekki fréttir heldur ber drauma sína á torg í fréttasnepli.  Þetta er lýsandi dæmi fyrir fjölmiðla á Íslandi í dag.  Þeir hafa ekkert lært af hruninu og sannleikurinn er ennþá aukaatriði.

Núna hefur fréttin verið leiðrétt seint og um síðir. Kannski fannst einhver í Hádegismóum sem skammaðist sín fyrir vinnubrögðin.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú veit ég ekki hvernig Mogginn hefur matreitt þessa frétt í byrjun, en fjölmiðlarnir hverjir sem þeir eru ættu að sjá sóma sinn í því að nota fagleg vinnubrögð.

Þú getur t.d. kvartað yfir því að einn bæjarfulltrúinn lét rífa hús, sem skyggði örlítið á hús foreldra bæjarfulltrúans.

  1. Þessi sami bæjarfulltrúi reyndi að lauma inn framlengingu á leyfi fyrir hænsnabúi upp við Elliðavatn rétt fyrir kosningar, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða.

Þessi sami bæjarfulltrúi þóttist vera heiðarleikinn uppmálaður, þegar hann hafði verið sakaður um lögbrot sem stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar.

Um allt þetta þegir Mogginn svona rétt fyrir kosningar. Það er ekki að ástæðulausu að bæjarbúar sakni Sigurðar Geirdal.

Að halda inni manni finnst mér vera sigur, miðað við að Framsóknarflokkurinn hafnar Gísla Tryggvasyni og velur núverandi bæjarfulltrúa.

Sigurður Þorsteinsson, 27.5.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband