Áhyggjuefni
9.10.2007 | 12:04
Það hlýtur að valda þjóðinni áhyggjum þegar Dómsmálaráðherrann opinberar með þessum hætti skilningsleysi á frjálsu markaðshagkerfi. Það segir sig sjálft að sameinaðir stöndum við miklu betur að vígi en sundraðir. Styrkurinn liggur í stærðinni og þekkingunni. Til þess að ná árangri á í útrásinni þarf að hafa aðgang að fjármagni og bestu mögulegu þekkingu. Þetta allt fæst með því að leggja saman kraftana. Þetta sjá börnin í leik sínum á róluvellinum, þau ná betri árangri saman en sitt í hvoru lagi, en þetta sér blessaður ráðherrann ekki. Ég hef stundum velt fyrir mér einstökum ráðstöfunum Björns Bjarnasonar í hans ráðuneytum, en hafði aldrei látið mér detta það í hug að þær væri til komnar vegna þess að ráðherrann skyldi ekki gildi samvinnunnar og hvernig markaðurinn vinnur. Þegar menn verða blindir á frelsi einstaklingsins með þessum hætti þá kann það ekki góðri lukku að stýra.
Segist ekki skilja þörf á samruna útrásarfyrirtækja í jarðhitanýtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segðu mér þar sem þú veist svona mikið um verðið á GGE í sameiningunni, hver er munurinn á verðinu sem fyrirtækið er metið á inn í REI og þvi verði sem fjárfestar voru að borga fyrir hlutinn fyrir örfáum vikum?
G. Valdimar Valdemarsson, 9.10.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.