Skrýtið fréttamat
9.5.2008 | 12:35
Á sama tíma og allir vefmiðlar eru uppfullir af fréttum af ummælum aðalhagfræðings Seðlabankans í viðtali við Þýskt blað þegir mbl þunnu hljóði. Ef fréttin samrýmist ekki skoðunum ritstjórans er hún ekki frétt og kemur þar af leiðandi lesendum mbl ekkert við.
Þetta gerist á sama tíma og allir eru sammála um þörfina fyrir dýpri og málefnalegri umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þá þegir mbl. Það er ekki skrýtið að lesturinn fari niður, þjóðin hefur aðgang að upplýstri umræðu og lætur ekki lengur mata sig á fréttum og fréttaskýringum sem henta skoðunum afdankaðra ritstjóra.
fréttir af umælum Arnórs Sighvatssonar má sjá hér og hér og hér svo dæmi séu tekin.
Krónan veikist um 2,21% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Valdi, hér er nokkuð gömul athugasemd. Var þessi frétt ekki della? Voru þetta ekki rangtúlkuð ummæli eftir seðlabankamanninum? Og vitleysur í þýðingu úr þýsku yfir á ensku og svo yfir á íslensku?
Og eiga íslenskir fjölmiðlar alltaf að skrásetja það sem haft er eftir íslenskum embættismönnum í fjölmiðlum í útlandinu?
Ætli það reynist ekki sagnfræðilega best að Morgunblaðið og mbl.is hafi látið þessa frétt eiga sig? Er kannski skrýtna fréttamatið hjá þeim fjölmiðlum sem segja fréttina?
Af hverju hefurðu Moggann á hornum þér?
Með bestu kveðjum, gamli vinur
Ágúst Ásgeirsson, 16.5.2008 kl. 11:59
Sæll Ágúst og takk fyrir kveðjuna, gaman að heyra frá þér.
Ég hef ekki orðið var við að hagfræðingurinn hafi borið fréttina til baka, en aftur á móti séð vitnað til fyrri ummæla hans í sömu veru. Ég er ekki að halda því fram að fjölmiðlar eigi að hlaupa eftir öllum ummælum embættismanna í útlöndum, en hér var nú ekki verið að tala um daginn og veginn heldur var aðal-hagfræðingur Seðlabankans að lýsa efasemdum um íslensku krónuna og það er að sjálfssögðu frétt.
Ég hef kannski meira horn í síðu skoðana mbl en Morgunblaðsins sjálfs, og tilburði þess til ritskoðunar sem ég hef upplifað t.d. þegar ég hef sent inn greinar til blaðsins. Morgunblaðið hefur haldið úti grímulausum áróðri og hálfsannleik um framsóknarflokkinn í mörg ár, kannski í trausti þess að við framsóknarmenn erum seinþreyttir til vandræða, en ég kýs að svara í sömu mynt.
Kær kveðja
Valdi
G. Valdimar Valdemarsson, 16.5.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.