Geir fer með gamanmál
21.5.2008 | 14:49
Vilji Alþingis til hvalveiða er skýr og kemur fram í þingsályktun. Það er hlutverk ríkisstjórnar ( í heild ) að fara að og framfylgja vilja Alþingis. Þegar gripið var til niðurskurðar á þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári lögðu vísindamenn eindregið til að hluti mótvægisaðgerða væru auknar hvalveiðar. Ríkisstjórnin kynnti mótvægisaðgerðir síðastliðið haust og þar kom fram að auknar hvalveiðar ættu að vara hluti mótvægisaðgerða. Nú er komið í ljós að hálf ríkisstjórnin hirðir ekki um meirihlutavilja Alþingis og stendur ekki við boðaðar mótvægisaðgerðir.
Um þetta telur forsætisráðherrann rétt að segja bara brandara.
Þetta er vanvirðing við þingræðið í landinu
Tvær ríkisstjórnir við völd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnin flýtur áfram að feigðarósi enda er hún stjórnlaust flak.
Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.