Samfylkingin og Sovét

Á mínum skólaárum skrifaði ég ritgerð um það hvernig valdhafar í Kreml stýrðu almenningsáliti og komu í veg fyrir að óæskilegar fréttir rötuðu fyrir almenningssjónir.    Í heimildaöflun fór ég í sendiráð Sovét á Íslandi og fékk m.a. lánaðar sögubækur þar sem vantaði blaðsíður og kafla inn í bækurnar.  Það var ekkert verið að fela ritskoðunina, bara látið nægja að prenta yfir með svörtu svo að síða varð ólæsileg.

Samfylkingin er heldur ekkert að fela það þegar hún lætur gera fyrir sig skoðanakönnun um störf borgarfulltrúa að ekkert er spurt um Óskar Bergsson.   Hann gæti skyggt á Dag og dagurinn má ekki við að lenda í skugga.  Ef að Samfylking ætlar að bera það á borð að hér sé um mistök að ræða þá er það aumt yfirklór.  Þeir tala um tjarnarkvartettinn á tyllidögum, en ekki um tríó svo þeim er fullkomlega ljóst að Óskar er með þeim í minnihlutanum.  

Störf Óskars hafa líka verið með þeim hætti að þeir geta ómögulega hafa gleymt honum, þetta er vísvitandi tilraun til að hafa áhrif á skoðanir almennings og það á að reyna að tryggja eftir föngum að enginn skyggi nú á goðið.

Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni og hér eru tekin upp gömlu Sovét vinnubrögðin, enda eitthvað sem þeir kunna vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband