Sammála

það eru engar tilviljanir þegar maður verður fyrir því æ ofan í æ í sömu versluninni að það er ekki sama verð á kassa og í hillu.   Það eitt er nógu slæmt þó svo að ekki komi til óverðmerktar vörur eða verðmerkingar á hillu sem áttu við vörurnar sem voru í hillunni fyrir 6 mánuðum síðan.

Nú eru komnar rafrænar verðmerkingar sem auka enn á óöryggi þar sem það er engin trygging fyrir því að vara hækki ekki frá því að þú tekur hana úr hillunni og þar til þú kemur á kassann, og þú á í engri aðstöðu til að tala fyrir máli þínu þar sem verð breytist á hillumerkingu um leið og á kassa.

Það vantar alveg nýjar reglur sem annaðhvort bannar verðbreytingar á opnunartíma eða gerir þá kröfu að þær verðbreytingar séu loggaðar og að viðskiptavinir hafi aðgang að logginu og geti þannig séð hvort og hvenær verði var breytt.

Eins og ég sagði í upphafi það eru engar tilviljanir þegar gerð er tilraun til að svindla á fólki æ ofan í æ og því full ástæða til að setja strangar reglur sem vernda neytendur fyrir óprúttnum verslunareigendum.


mbl.is Vill nefna verslanir sem verðmerkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er óþolandi að búðir merki ekki vörurnar. Eigendum búðanna að kenna. Það á að sekta þannig að viðskiptavinur megi bara EIGA vöruna fyrst hún er sýnd ókeypis uppi í hillunni.

Ólafur Þórðarson, 6.6.2008 kl. 14:22

2 identicon

Sæll.

Ekki láta stafrænu merkingarnar (eins og t.d. í Krónunni) plata þig.  Þær eru ekki samtengdar kassakerfinu.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

halló... hversvegna eru stafrænar verðmerkingar í hillu ekki tengdar kassakerfi?  Er það til þess að geta haft misræmi þar á milli, eða eru þetta kerfi frá sitthvorum framleiðandanum sem ekki geta talað saman?

G. Valdimar Valdemarsson, 9.6.2008 kl. 10:34

4 identicon

Hafandi unnið við forritun veit ég að þetta væri alveg hægt.  Hinsvegar hefur mér verið sagt að þessir stafrænu gaurar séu ekki tengdir við neitt.... að til að breyta verðinu verði að taka þá af hillunni og ýta á einhverja takka á þeim sjálfum til að breyta verðinu.

Ef það er rétt gætu þeir alveg eins tússað bara verðið á hilluna með svona tússi sem hægt er að þurrka út og breyta svo.

En allavega... tilgangurinn með þessari ábendingu minni var að benda einfaldlega á að þarna á milli er nákvæmlega engin tenging og t.d. var ákveðin djústegund (reyndar bara einn undirflokkur) merktur vitlaust í hillu í allavega þremur Krónuverslunum í hálft ár.  Á hillunni og kassanum munaði rétt um hundrað kalli.  Skekkjan var sú sama alls staðar.  Það mætti einhver útskýra fyrir mér hvernig þetta getur verið óvart.  Út úr hvaða kerfi eru verðin eiginlega prentuð sem starfsfólkið er látið merkja hillurnar eftir?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband