told you so.....
20.6.2008 | 13:18
Framsóknarmenn lögðu til þessar aðgerðir strax í byrjun apríl. Það er búið að kosta heimilin og fyrirtækin í landinu umtalsverða fjármuni þessi bið eftir ríkisstjórninni. Sú árátta íhaldsins að vilja Íbúðalánasjóð feigan og dauðaleit þeirra að einhverjum öðrum úrræðum í efnahagsmálum hefur verið íslensku samfélagi dýr.
Nú kemur fram í blöðum í morgun að Landsbankinn er ósáttur við aukin umsvif Íbúðalánasjóðs, nú vinna flestir forystumenn stuttbuxnadeildar íhaldsins hjá Landsbankanum svo að ég velti því fyrir mér hvort kemur á undan eggið eða hænan?
Er Landsbankinn að enduróma stefnu stuttbuxnadeildarinnar eða er íhaldið að hlaupa erinda Landsbankans?
Jóhanna á hrós skilið fyrir að standa í lappirnar og verja hagsmuni almennings. Framsóknarmenn þekkja það af eigin raun hvað ásókn frjálshyggjunnar í allt sem getur gefið þeim ríku stærri hlut af kökunni getur verið hatrömm.
Íbúðalánasjóður til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú kannast ég við framsókn! Vonandi ertu ekki einangraður með þessa skoðun í Framsóknarlandi.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:27
Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar er vafasamar í meira lagi. Með þessu þá er ríkisstjórnin að festa í sessi meira en 10% verðbólgu. Þetta þýðir að íbúðarverð á eftir að hækka. Það fer allt á stað aftur, ég vona að hækkanirnar verði ekki eins miklar og þegar ríkisstjórnin, með framsókn innanborðs, setti fasteignarverð af stað sumarið 2004.
Það á að vera kappsmál fyrir ríkisstjórnina að draga úr verðbólgunni. Það gerir hún ekki með því að dæla enn meiri peningum út í þjóðfélagið í gegnum íbúðarlánasjóð. Nú neyðist Davíð að hækka stýrivexti, stýrivexti sem kemur mjög illa við marga hér á landi.
Ólafur Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 13:34
Ég held að það verði að skoða þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að gengið var komið aftur í frjálst fall. Ef ekkert hefði verið að gert núna hefði gengisvísitalan farið 170-180 og verðbólgan yfir 20%. Ég tel það afskaplega hæpna ályktun hjá Ólafi hér að ofan að hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs um 2 milljónir í 20 verði til þess að húsnæðisverð á Íslandi hækki.
Það hefur ekkert liðkast fyrir um aðgang að lánsfé til að brúa það sem uppá vantar frá 20 milljónum og t.d. upp í 30 eða 40 eins og algengt verð á húsnæði er. Ég get því ekki komið auga á þann hækkunar hvata sem í þessum aðgerðum er fólginn.
G. Valdimar Valdemarsson, 20.6.2008 kl. 13:55
Sæll
Enda er þetta hárrétt hjá þér, ef íhaldið fengi að sjá íbúðalánasjóð feigan þá er víst að staða margra heimila væru enn verri en þau eru í dag.
Kveðja
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 20.6.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.