Þetta var viðbúið

Ríkisstjórnin grípur, allt of seint,  til aðgerða á húnæðismarkaði til að koma þar í veg fyrir algjört hrun og viðskiptaráðherra mætir í fréttir og lýsir því yfir að nú sé bara búið að redda öllu.  Gengið hækki og verðbólga og vextir fari niður.   Markaðurinn er auðvitað agndofa yfir ráðherranum að hann skuli halda því fram að aðgerðirnar í síðustu viku hafi þessi víðtæku áhrif.  

Svo mætir fjármálaráðherra í fréttir og segir að um lántöku til eflingar gjaldeyrisvarasjóði gildi alveg sérstakar reglur.   Hvaða endemisbull er þetta, hvaða aðrar reglur gilda um þessa lántöku en hverja aðra lántöku ríkissjóðs?   Ef það hefði verið alvöru fréttamaður á alvöru fréttastofu sem tók viðtalið hefði ráðherrann ekki komist upp með þetta bull, en á bláskjá komast þeir upp með hvað sem er.

Nú er gengisvísitalan komin yfir 170 og það stefnir í annað verðbólguskot og verðbólgu yfir 20%.   Það eru nöturlegar kveðjur til Steingríms Hermannssonar sem beitti sér fyrir þjóðarsátt til að  kveða niður verðbólguna.   Vonandi fer ríkisstjórnin frá áður en verðbólgan fer yfir 30%. 


mbl.is Lækkun krónunnar 3,58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband