Kall tímans ?

Á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum flutti forseti Íslands ávarp.  Þar kom m.a. fram að sumarið 1988 gekk hann þá sem formaður Alþýðubandalagsins á fund Steingríms sem var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og bauð honum stuðning Alþýðubandalagsins við að mynda nýja ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar.

Við hlið mér sat innanbúðarmaður í VG og hnippti hann í mig og sagði í gríni, er þetta ekki kall tímans í dag?   Auðvitað er réttast að ríkisstjórnin þrífi upp eftir sig ósóman í efnahagslífinu, en hefur hún burði og getu til þess?   Ég efast um það.   Það er því skylda þeirra sem sitja á Alþingi í dag að velta við hverjum steini í leit að starfhæfum meirihluta sem er tilbúinn að axla ábyrgð í efnahagsmálum og taka á almenningi og fyrirtækjunum til heilla.   Það er kall tímans í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband