Kall tímans II

Er það kall tímans að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum?   Forsætisráðherra situr í London og talar um sveigjanleikann sem fólginn er í krónunni.   Á sama tíma er meðalfjölskylda á Íslandi að greiða 200.000 krónur í beinan kostnað við að viðhalda sveigjanleikanum fyrir forsætisráðherra. Það er mikill lúxus fólginn í því að geta leikið sér með annarra manna afkomu.  En hvenær hefur sveigjanleikinn verið nýttur almenningi til hagsbóta? 

Hvað ætlar þessi þjóð að láta bjóða sér svona vinnubrögð lengi?  Hvað ætlar Samfylkingin að sitja lengi og taka þátt í að verja sérhagsmuni fjármagnseigenda og rétt þeirra til að arðræna almúgann í landinu?  

Á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni sagði Ólafur Ragnar forseti frá því þegar hann sumarið 1988 las stöðuna þannig að rétt væri að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.  Ríkisstjórnin sem tók við kom á þjóðarsáttarsamningum og lagði grunn að langvarandi stöðuleika og hagvexti og undirbjó inngöngu Íslands í ESB.

Þora forystumenn VG og Framsóknar að feta í fótspor forsetans og ganga á fund utanríkisráðherra og leggja til við hann nýja stjórn þriggja flokka.  Stjórn sem hefði aðild að ESB á stefnuskrá og beitti sér fyrir stöðuleikasamningi við Seðlabanka Evrópu og stöðvaði þá rússíbanareið sem Íslenskt hagkerfi gengur í gegnum?

Gefum stjórn fjármagnsins frí og komum á stjórn fólksins í landinu fyrir fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband