Stjórnmálamaður eða Seðlabankastjóri.
8.10.2008 | 11:26
Seðlabankastjóri var í athyglisverðu viðtali í sjónvarpinu gær. Hann koma fram og sagði á mannamáli hvaða hugsun lægi að baki þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. Þetta er auðvitað eitthvað sem stjórnmálamenn hefðu átt að vera búnir að gera fyrr. Þarna kom í ljós hvað Geir Haarde er langt frá því að fara í skóna hans Davíðs sem stjórnmálamaður.
Það var samt ýmislegt sem gerði mig hugsi eftir þetta viðtal. Davíð Oddsson talaði í líkingum um slökkvilið og brennuvarga. Hann sagðist hafa varað við brennuvörgunum fyrir 12 mánuðum síðan. Ef slökkviliðsmaður finnur brunalykt og heyrir í reykskynjara í 12 mánuði án þess að aðhafast getur hann varla gert ráð fyrir að þegar hann loksins mætir til slökkva eldinn séu bara eintóm húrra hróp.
Ef Davíð hafði áhyggjur af umsvifum bankana hversvegna voru stjórntæki Seðlabanka til að draga úr umsvifum þeirra ekki notuð? Hversvegna var bindiskylda bankana ekki aukin til að draga úr fjármagni í umferð og hefta þá í hömlulausri útrás?
Hegðan Davíðs í gær var nánast ekkert rædd í Kastljósinu, hann komst mjög ódýrt frá því öllu saman. En því má líkja við að hann hafi sprautað á eld með bensín í slöngunni í stað vatns. Davíð talar persónulega við sendiherra Rússa um lánveitingu. Hann hirðir ekkert um að leita staðfestinga á orðum sendiherrans, hann ber fréttatilkynningu bankans ekki undir sendiherrann áður en hún er send út. Davíð, eflaust í sigurvímu yfir láninu, festir gengið við vísitöluna 175 við opnun markaða. Klukka 10:55 gefur Seðlabankinn út vísitöluna 182, í gærkvöldi stærði Davíð sig af því að vísitalan væri 200 og taldi það árangur. Sigmar auðvitað nikkaði og meðtók stóra sannleikan gagnrýnislaust.
Vinnubrögð Davíðs gengu frá öllu trausti á bankann og er það staðfest í fréttum í morgun þar sem fram kemur að það er 94% munur á raungengi krónu í dag og óskhyggju Seðlabankastjóra. Svo reynir hann að bera það á borð fyrir þjóðina að krónan sé hluti af lausn vandans. Gjaldmiðill sem verður varla gjaldgengur utan Íslands næstu árin.
Seppi Davíðs Björn Bjarnason stekkur fram og geltir í gærkvöldi eftir að húsbóndinn hafði talað og lýsti eftir nýjum rökum þeirra sem telja daga krónunnar talda. Ég skal koma með ein einföld rök. Eftir aðgerðir fjármálaeftirlits verður fákeppni á Íslenskum bankamarkaði og nauðsynlegt að fjölga starfandi bönkum á Íslandi. Krónan hefur verið sá þröskuldur sem hefur komið í ver fyrir innkomu erlenda banka á markað héri og nú verður hún að víkja.
Munurinn á Geir og Davíð kristallast í ástandinu í augnablikinu. Geir boðar blaðamannafund, sennilega til tala Geirskýrt við þjóðina. Nú er fundinum frestað og allir mæna hver á annan og spyrja hvað er nú að gerast? Geir er einkar laginn við að skapa óróa og óvissu, uppnám og vanlíðan hjá fólki. Geir hefur sagt þjóðinni ósatt ítrekað undanfarið og ætlast svo til að honum sé trúað þess á milli.
Hann eins og Davíð verða að axla ábyrgð á stöðunni þegar um hægist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.