Lokum sjoppunni

Það er ljóst að þráhyggja íhaldsins við að viðurkenna staðreyndir eins og stöðu krónunnar hefur kostað samfélagið milljarðatugi.   Björn Bjarnason lýsti eftir rökum fyrir því að hafa hér ekki krónu.

Ef að Björn sér ekki ljósið í núverandi ástandi þar sem pund kostar 410 krónur, evra 320, dollar 235 og dönsk króna 43 þá þýðir ekkert að rökræða við hann.

Davíð Oddsson hefur haft gjaldeyri á útsölu í tvo daga með engum árangri.  Björn Bjarnason kom undan borði  og gelti í gærkvöldi þegar húsbóndinn hafði talað.   Það stendur upp á Sjálfstæðisflokkinn að koma með lausnir.  Ekki okkur hin sem bendum á lausnir. 

Það er komin tími til að loka sjoppunni og selja Valhöll.


mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á hvaða gengisskrá ert þú að horfa? Pundið 410 krónur? Þú ert að rúmlega tvöfalda núverandi gengi. Akkúrat núna er það í kringum 195 hjá Kaupþingi og 216 krónur í Landsbankanum (hmmm... hvar ætti maður að kaupa pund?) og hefur að mér best vitandi aldrei farið hærra hjá Kaupþingi en í kringum 205 krónur. Hvenær stökk það svona upp?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gengið var skráð á þessu verði erlendis í gær hjá svissnenska bankanum UBS

G. Valdimar Valdemarsson, 9.10.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband