Um 3,5% í staðin fyrir niður í 3,5% ?

Var þetta ekki bara prentvilla?  Hvað er það í íslensku efnahagslífi í dag sem réttlætir 12% stýrivexti?   Þessari spurningu verður Seðlabankinn að svara.    Það er talað um að störf hafi horfið, eftirspurn hnignað og væntingar séu með daufasta móti.  Búast má við verulegum samdrætti, var þetta ekki allt tilgangurinn með háu stýrivöxtunum og nú er þetta komið fram og samt eiga vextirnir að vera áfram með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli.

Svona ákvarðanir án nokkurs haldbærs rökstuðnings er aðalástæða þess að Seðlabankinn nýtur ekki trausts þjóðarinnar eða markaðarins.   Rökin fyrir hækkunum langt umfram tilefni á undanförnum árum voru að bankinn væri að horfa fram í tímann.   Almenningur var ekki í aðstöðu til að rengja bankann á þeim tíma.  Síðan kemur tímabil þar sem bankinn boðar samdrátt og að verðbólgumarkmiði verði náð á næstu 12-18 mánuðum og samt er haldið áfram að hækka.  Þar skyldi á milli og menn fengu ekki alveg botn í rök bankans og það á við bæði lærða og leikmenn.

Núna þegar bankinn viðurkennir að samdrátturinn sé staðreynd, nokkuð sem allir vita, þá er stýrivöxtum samt haldið áfram í hæstu hæðum og núna er ekki einu sinni gerð tilraun til að koma með vitrænan rökstuðning lengur.  


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband