Aum er sú útgerð

Ég skrapp í sveitina seinnipartinn í gær sem er kannski ekki í frásögur færandi.  En þar varð ég vitni að því hvernig komið er fyrir ríkissjóði í dag.

Ég fylgdist með varðskipi dóla sér á milli skerjanna okkar og skreppa í land svona hér og þar.  Það er ansi aum útgerð sem ekki á fyrir kosti handa áhöfninni og sendir hana í stað þess milli skerja til að ræna hreiður bænda.

Þetta er ljótur ósiður og margar frásagnir til af þessum siðum gæslunnar.  Ég batt vonir við að þetta væri liðin tíð, en svo virðist ekki vera.

Þetta er kannski nýtt form af skattheimtu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband