Biðleikur !!

Í Kópavogi var leikinn biðleikur í kvöld til að gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.  Þeir verða að leggja öll spilin á borðið varðandi viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans.

Það þarf að koma fram hver heildarkostnaður bæjarins við útgáfu og kynningarmál er á ári.  Jafnframt yfirlit yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið greidda reikninga sem falla undir útgáfa og kynningarmál. 

Síðan þarf að gera samanburð á kostnaði Kópavogsbæjar af útgáfu og kynningarmálum annarsvegar og hinsvegar sambærilegum sveitarfélögum eins og t.d. Akureyri og Hafnarfirði. Æskilegt væri að þessi samanburði væri skipt upp eftir sviðum bæjarins til að hægt sé að átta sig á mismun ef einhver er.

Að lokum þarf að koma fram hlutfall viðskipta við Kópavogsbæ af heildarveltu fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar.

Allar þessar upplýsingar ættu að vera auðfáanlegar ef ekkert verið að fela.  Ég bíð því spenntur eftir því að íhaldið leggi spilin á borðið.  Verði það ekki gert er ljóst að það er óhreint mjöl í pokahorninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband