Þrír kostir Sjálfstæðismanna í Kópavogi
20.5.2009 | 13:50
Sjálfstæðismenn í Kópavogi verða að horfast í augu við þá staðreynd að embættisfærslur bæjarstjórans eru á mjög gráu svæði og líklega brot á stjórnsýslulögum.
Þeir hafa að mínu mati þrjá kosti í stöðinni.
a) Að gera hreint fyrir sínum dyrum og sína með óyggjandi hætti að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga. Til þess duga ekki skýrslur endurskoðenda heldur þarf einnig að koma fram lögfræðiálit (frá óvilhöllum lögfræðingum) um lögmæti þess að bæjarstjórinn standi fyrir hönd bæjarins í viðskiptum við dóttur sína. Takist þetta er ekkert við málið frekar að athuga og engin ástæða til að slíta meirihlutanum.
b) Ef ekki verður hafið yfir allan vafa lögmæti og siðferði þeirrar stjórnsýslu sem framkvæmd hefur verið þurfa Sjálfstæðismenn að grípa til viðeigandi ráðstafana og skipta um oddvita og bæjarstjóra til að tryggja áframhaldandi meirihlutasamstarf.
c) Sjálfstæðismenn geta valið að standa og falla með sínum manni og þá verður það mat bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og þeirra sem sitja í fulltrúaráði flokksins í Kópavogi sem ræður örlögum meirihlutans.
Sá á kvölina sem á völina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.