Þetta er siðlaust

Nú þegar komið hefur fram að lögfræðingurinn sem gaf stjórn Kaupþings álit um lögmæti þess að láta niðurfellingu kúlulána til starfsmanna falla niður var sjálfur með kúlulán upp á heilar 450 milljónir fallast manni hendur.

Hvernig dettur stjórnarmönnum í hug að fara fram á álit frá þessum manni?  Þetta lögfræðiálit hefur síðan móta alla umræðu um niðurfellinguna og menn talað um það eins og stóra dóm.  Nú hlýtur stjórnin að fara frá og nýir aðilar að koma að málinu og kalla til óháða lögfræðinga hellst erlenda og verkefni þeirra á að sjálfsögðu að vera að leita leiða til að innheimta þessi lán.

Það ber líka að skoða tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skatta á eftirgjöf lána í nýju ljósi.  Gerir ríkisstjórnin ekki ráð fyrir neinu þaki á þessa niðurfellingu?  Viðvaranir um að hér myndi grassera spilling þar sem gert yrði upp á milli einstaklinga áttu greinilega fyllilega við tök að styðjast.

Þekkir einhver dæmi þess að Jón Jónsson hafi getað gengið inn í bankann sinn og fengið höfuðstól af láninu sínu færðan niður þó ekki væri nema kannski um 1 - 2 milljónir til að geta staðið skilum með afborganir?

Tillögur Framsóknarmanna um almenna niðurfærslu voru settar fram til þess að allir sætu við sama borð og til að komast hjá svona spillingu.  Þetta er ekkert annað en spilling og tekur í raun öllu fram sem átti sér stað í góðærinu.  Græðgi þess fólks sem tók hundruð milljóna að láni til þess að hagnast og lifði eins og enginn væri morgundagurinn ætlar engan enda að taka. 

Okkur hinum er sendur reikningurinn.   Nú er mál að linni.


mbl.is Vanhæfi Helga breytir ekki lögmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband