Það er ekki upp á þá logið

Peningamálastefnan á að taka mið af lyktum ESB málsins.  Segjum nú að lyktirnar verði að við sækjum um.  ESB segist ekki geta talað við okkur fyrr en að ári liðnu.  Samningaviðræður gætu tekið eitt ár svona til að vera bjartsýnn.  Þó svo að nýjustu fréttir um að fyrirvara Íslands í sjávarútvegsmálum muni þvælast fyrir gefi ekki tilefni til bjartsýni.  Nema þá að Samfylkingin ætli sér að fórna þeim hagsmunum.

Miðað við ýtrustu bjartsýni má því gera ráð fyrir að einhverskonar svar verði komið um ESB á árinu 2011.  Þá á eftir að breyta stjórnarskrá og kjósa um aðildarsamningin í þjóðaratkvæði og þá fyrst vitum við hvort og hvenær við erum að ganga í ESB.

Þangað til ætlar Samfylkingin ekki að hafa peningastefnu, sennilega til að svelta þjóðina til að segja Já við hvaða samningi sem kæmi frá Brussel.


mbl.is Peningamálin í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband