Steingrímur Joð

Steingrímur Jóhann Sigfússon fyrsti flutningsmaður á þingsályktun á Alþingi í 2002-2003:

Alþingi ályktar að fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla, þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum til Alþingis 10. maí nk. um hvort ráðist skuli í byggingu Kárahnjúkavirkjunar eða ekki.

Og áfram í sama máli:

Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það.

Steingrímur Jóhann Sigfússon á Alþingi í júlí 2004 um fjölmiðlalögin:

Spurði Steingrímur hvort forseti Alþingis hefði skoðað hvort það frumvarp ríkisstjórnarinnar væri þingtækt og hvort ekki fælist í því óþingleg ætlan um að fara á svig við stjórnarskrána og að hafa með brögðum af þjóðinni réttinn til að kjósa um málið í samræmi við ákvæði 26. grein stjórnarskrárinnar.

Steingrímur Jóhann Sigfússon, um ESB í leiðtogaumræðum í Sjónvarpinu 26. apríl 2009

 „Það verður örugglega gæfulegast fyrir okkur að virkja hér leiðir lýðræðisins og láta þjóðina sjálfa ákveða sín örlög í þessu stóra máli eins og öðrum.“

Steingrímur Jóhann Sigfússon, um þjóðaratvæð i um Icesave-samninginn í DV 7 júní 2009

„Jújú. En vel að merkja þá er það oftast þannig í löndum sem hafa lög um þjóðaratkvæðagreiðslur að það eru undanskilin viss mál sem framkvæmdavaldið verður að bera ábyrgð á eins og fjárlög, af því það er almennt ekki talið mögulegt fyrir stjórnvöld að bera slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf alltaf að huga að því hvers eðlis málin eru [...] Ég sé ekki annað en að ríkisstjórn og Alþingi verði að axla ábyrgð á því að klára þetta mál eins og til þess var stofnað og ákveðið var á Alþingi í vetur.“

Hann slær Ragnari Reykás við  - veit hann hvort hann er að koma eða fara ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband