Nýja peningamálstefnu !!!
17.7.2009 | 09:49
Núna þegar Ísland er að verða umsóknarríki um aðild að ESB er rétt að skoða hvaða möguleikar fylgja þeirri nýju stöðu. Viðskiptaráðherra hefur boðað að hann óski eftir fundi og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu til að endurreisa stöðuleika og koma efnahagslífinu aftur á fæturna.
Væri ekki rétt að ræða í leiðinni við Seðlabanka Danmerkur og kanna möguleikana á því að taka upp danska krónu á Íslandi og að við fylgjum svo Dönum inn í Evruna þegar þeir ákveða að taka hana upp.
Það væri alvöru aðstoð frá bæði Seðlabanka Evrópu og vinum okkar Dönum.
Útiloka ekki hækkun stýrivaxta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu. Við hefðum átt að skoða dönsku krónuna fyrir amk ári síðan. En þá var ekki hlustað.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, 17.7.2009 kl. 09:53
Hvernig dettur þér þetta í hug??
Nýráinn Seðlabankastjóri er HÖFUNDUR VERÐBÓLGUMARKMIÐA vaxtastefnu og flotgegnisstefnu SÍ.
Það var ekki Davíð sem réði þessu. Aðal Hagfræðingur (núverandi Seðlabankastjóri) sagði við bankastjórana og ráðherrana.
Faglet mat er bla bla bla bla ; og svo The computer says NO
Mibbó
er í hláturkrampa.
Bjarni Kjartansson, 17.7.2009 kl. 10:22
Mibbó: Ég fæ bara stundum svona flugur í höfuðið og stundum læt ég þær flakka til að kanna viðbrögðin. Ég skil þig svo að þér finnist þetta svo skynsamlegt að þú efast um að Seðlabankinn sé tilbúin til að framkvæma það. Er það ekki rétt skilið ?
G. Valdimar Valdemarsson, 17.7.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.