Starfhæf og sterk ?

Það verður seint sagt um núverandi stjórn að hún sé starfhæf og sterk.  Allt sumarið fór í eitt mál, mál sem ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á.  Það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um IceSave samninginn, hann er afkvæmi þessarar ríkisstjórnar og þar ber Steingrímur mesta ábyrgð.

Það er ljóst að Bretar og Hollendingar samþykkja ekki fyrirvara Alþingis.  Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands verða að leggja fram trúverðugan samning fyrir sín þjóðþing og geta ekki fallist á neina afslætti.  Þetta er ástæða þeirrar pattstöðu sem málið er í og því fyrr sem stjórnin viðurkennir að hún kemst ekki áfram með þetta mál, því fyrr verður hægt að snúa sér að öðrum málum.

Við þurfum ríkisstjórn sem getur unnið að fleiri en einu máli í einu.   Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og það er fullreynt með þá sem nú situr.  Því fyrr sem hún fer frá því betra.


mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband