Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Jafnaðarmennska?

Nú er ríkisstjórnin að efna kosningaloforðin við aldraða og þar er aðeins horft til þess hverju Sjálfstæðismenn lofuðu og það er ekki mikil jafnaðarmennska á bak við þessa lagabreytingu.  Þeir sem eru frískir og á vinnumarkaða, eða hafa aðra þá aðstöðu að geta skammtað sér einhverjar tekjur eftir að 70 ára aldri er náð fá 560-700 milljón króna kjarabót úr ríkissjóði.  Hinir geta etið það sem úti frýs.  Þeir sem ekki hafa vinnu, eða heilsu til að stunda vinnu eftir sjötugt þeir fá ekkert.  Ekki heldur þeir sem hafa náð 67 ára aldri og hafa t.d. dregið úr atvinnuþátttöku, heilsu sinnar vegna eða til að njóta þess að aflokinni langri starfsæfi að eiga tíma til að sinna áhugamálunum meðan heilsan leyfir... þeir fá ekki neitt.   Þetta er jafnaðarmennska í verki.  Sumir eru nefnilega miklu jafnari en aðrir.
mbl.is Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera eitthvað eða telja sig vera að gera eitthvað

Kristján Möller samgönguráðherra hefur verið upptekinn við það undanfarna daga að éta ofan í sig yfirlýsingar sínar úr kosningabaráttunni og úr ræðu stól á Alþingi á síðasta kjörtímabili.   Hann kemur því samt í fréttir RÚV í dag að hann "TELUR SIG VERA AÐ VINNA AÐ VAÐLAHEIÐARGÖNGUM" hann er samt ekki alveg viss um að hverju hann er að vinna.   Er ekki betra að ráðherrann komist nú að því hvað hann er að gera áður en hann hleypur í fréttir til að slá ryki í augu kjósenda í norðaustur kjördæmi.  Hann segir það líka í anda jafnaðarmennsku að ekki verði greitt gjald í göngin frekar en fyrir aðrar framkvæmdir sem standa fyrir dyrum.  Væri ekki nær að jafnaðarmennirnir sem leiða lista Samfylkingarinnar í NV- og NE kjördæmi taki nú höndum saman og byrji á því að fella niður gjald í Hvalfjarðargöng.   Það er öll aðstaða til staðar til að telja bíla sem fara í gegnum Hvalfjarðargöng og flokka þá eftir stærð.  Þar ættu að vera nægar upplýsingar til þess að Spölur geti innheimt gjaldið beint úr ríkissjóði sem skuggagjald.  En það er sú leið kölluð ef ríkissjóður greiðir framkvæmdaraðila fyrir notkunina í stað þess að þeir sem fara um göngin greiði gjaldið.   Eru kjósendur Kristjáns Möller í NE-kjördæmi nokkuð jafnari en aðrir?  Ég skora á ráðherrann að bretta nú ermarnar og vinna að niðurfellingu gjalds í Hvalfjarðargöng....... og vinna nú, en ekki að telja sig vera að vinna... það gerir ekkert gagn

Það er þörf á róttækum aðgerðum

Sjá hugmynd http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/237742


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur á mótorhjólum

Enn berast fréttir af hraðakstri á mótorhjólum.  Það er ljóst af fréttum að það er mjög einbeittur brotavilji hjá hópum mótorhjólafólks og ljóst það verður að grípa til róttækra ráðstafana til að vernda okkur hin í umferðinni fyrir þessu fólki.

 Ég legg til að við fyrsta eða annað brot verði settur gervihnattasendir í hjól á svipaðan hátt og er í lögreglubílum þannig að hægt sé að fylgjast með ferðum og hraða þeirra sem brjóta gegn lögum um hámarkshraða.  Eftir brotalausan feril t.d. í 3 eða 5 ár eftir eðli og þyngd brots má fjarlægja sendinn.

 Þetta snýst ekki um persónufrelsi þeirra sem eiga hjólin heldur um öryggi okkar hinna og það verður að grera eitthvað róttækt til að stöðva þessa þróun.


Eldfim hugmynd

Útgerðir sem leigja frá sér kvóta gera það vegna þess að framlegð af leigum tekjum er meiri þannig, en ef þeir sækja fiskinn sjálfir.  Sem segir mér að leigjandinn sækir fiskinn á hagkvæmari hátt - ekki satt?

(horfum framhjá meintu brottkasti leigutaka til að sækja aðeins verðmætasta fiskinn)

Er þá ekki eðlilegt að þær útgerðir sem ekki hafa veitt sýnar aflaheimildir taki á sig 75% væntanlegrar skerðingar og hinar sem sækja á hagkvæmari hátt fiskinn í sjóinn verði aðeins skertar um 25% og þannig flutt til aflahlutdeild varanlega til leiguliða?

Hver ýtir undir kvótasvindlið leiguliðinn eða eða sá sem leigir frá sér?


Manngildi ofar auðgildi

Nú hafa talsmenn auðhyggju frjálsa markaðarins talað og þeir kenna Íbúðalánasjóði  um hátt vaxtastig á Íslandi.   Þeir segja að það sé ekki hægt að stjórna eftirspurninni á meðan sjóðurinn láni fólki til kaupa á íbúðarhúsnæði á kjörum sem nálgast það að vera sambærileg við það sem gerist í öðrum löndum.   Þeir segja að samkeppni Íbúðarlánasjóðs og bankanna dragi úr hagvexti og vilja samkeppnina burt?    Þar hitti skratti ömmu sína.  Frjálsi markaðurinn og frjálshyggjan telur að samkeppnin á húsnæðismarkaði sé af hinu vonda.  Það má ekki keppa við auðmennina sem eiga bankana, þeir eiga að fá að skammta sér af vöxtum heimilanna eins og af vöxtum af öllum öðrum fjárfestingum hér á landi.   Framsóknarflokkurinn háði harða baráttu í ríkisstjórn til að standa vörð um Íbúðarlánasjóð, nú reynir á Samfylkingu, ef hún gefur tommu eftir í þessari baráttu er ljóst að áhyggjur þeirra sem héldu því fram að nú væri komin hægri frjálshyggjustjórn á Íslandi hafa verið á rökum reistar.   Ég skora á vinstri menn í Samfylkingu að láta markaðsöflin og frjálshyggjuna ekki verða ofan á, ef þetta vígi fellur hvað verður þá næst?  Einkavæðing Landsvirkjunar?

Er mbl að förlast

Fyrirsögn í engu samræmi við innhald fréttar - hvað er að?
mbl.is Óhjákvæmilegt að bregðast við tilmælum fiskifræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband