Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Athyglisvert
31.3.2008 | 20:38
![]() |
Frétt um Ísland fjarlægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engu svarað !!!!
31.3.2008 | 16:35
![]() |
Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
31.3.2008 | 04:10
Vantraust og ráðleysi
29.3.2008 | 11:27
![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það má lengi böl bæta að benda á eitthvað annað
29.3.2008 | 11:19
Félagsmálaráðherra skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag og telur upp ýmiss afrek sýn til þess gerð að bæta stöðu aldraðra og öryrkja. Þetta gerir hún á sama tíma og samtök aldraðra og öryrkja fara fram á að ríkisstjórnin standi við fyrirheit sem gefin voru í sambandi við kjarasamningana. Jóhanna félagsmálaráðherra hefur verið spurð um efndir t.d. varðandi loforð um aðgerðir húsnæðismálum sem gefin voru af sama tilefni. Þá sagði hún að það yrði að samþykkja samningana og þá stæði ekki á efndunum. Nú hafa samningar verið samþykktir og engar eru efndirnar. Engar aðgerðir komnar í húsnæðismálum, engin lækkun eða niðurfelling á stimpilgjöldum. Og nú síðast kemur fram að ekki er staðið við gefin loforð til aldraðra og öryrkja. Samningurinn er ekki pappírsins virði í augum ráðherra. Allt svikið.
Aldraðir og öryrkjar hafa skrifað og ályktað um það að kjörin hafi ekki batnað þrátt fyrir kosningaloforð Samfylkingarinnar. Það á sér einfalda skýringu, Samfylkingin datt beint í pytt íhaldsins og eyddi þeim fjármunum sem bætt var í málaflokkinn til að bæta enn stöðu þeirra betur settu og létu þá verst settu sitja á hakanum. Þorri fjármagnsins fór til þess að draga úr eða afnema tekjutengingar en ekki til þeirra sem höfðu minnst úr að spila. Það er rót þeirrar óánægju sem er í röðum þessa fólks. Jafnaðarmennskan varð að víkja fyrir friðnum á stjórnarheimilinu og sálin var seld. Hagur þeirra betur settu bættur enn á kostnað hinna.
Hvað er að á Mogganum
28.3.2008 | 13:24
![]() |
Íslensk hlutabréf í alþjóðlegum skammarkrók? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vaxtahækkunin var tilgangslaus
28.3.2008 | 12:13
Seðlabankar þeirra landa sem Seðlabanki Íslands hefur haft sem fyrirmynd hafa lækkað vexti undanfarið til þess að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti í efnahagslífi og til að tryggja að hjól atvinnulífs stöðvist ekki. Seðlabankar annarra landa horfa fram í tímann og grípa til ráðstafana sem ætlað er að hafa áhrif eftir eitt ár eða jafnvel síðar. Þess vegna eru þeir að lækka vexti núna þrátt fyrir bæði verðbólgu og í sumum tilfellum þenslu. Þeir sjá nefnilega augljós merki þess að það eru yfirgnæfandi líkur á samdrætti þegar horft er lengra fram.
Þetta sér auðvita Seðlabanki Íslands, en hann er hættur að hugsa um hagstjórn og hag heimila og atvinnulífs. Það á bara að verja handónýta stefnu og stórlaskaða krónu hvað sem það kostar. Heimilin, einyrkjar og lítil fyrirtæki skulu borgar brúsann og tryggja hagfræðingunum og bankastjórnum áfram mjúka stóla að sitja á við Arnarhól.
Forsætisráðherra situr sem leppur fyrrverandi formanns Sjálfsstæðisflokksins og sýnir ekkert pólitískt frumkvæði í stöðunni og heldur bara blaðamannafundi til að undirstrika ráðleysi og getuleysi sitt og ríkisstjórnar. Samfylkingu er of annt um stólana sýna til að hafa skoðun á efnahagsmálum og fara bara um landið með fundarherferð til að telja fólki trú um að allt sé í góðu lagi. Almenningur veit betur.
![]() |
Mikil velta á skuldabréfamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enginn árangur
28.3.2008 | 10:36
![]() |
Hlutabréf og króna á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pissað í skóinn
28.3.2008 | 10:30
Það sýnir sig að stýrivaxtahækkun Seðlabankans gerir ekkert til að laga gengi krónunnar. Hún réttir sig aðeins í einn og hálfan dag og sígur svo aftur niður sama far og hún fór lægst. Eftir sitja heimilin og atvinnulífið með reikninginn af tilrauninni. Þegar Seðlabankinn var að hækka stýrivesti hér fyrir svona þremur árum og var gagnrýndur fyrir voru rökin þau að það væri verið að horfa til lengri tíma. Stýrivextirnir færu ekki að bíta fyrr en eftir um það bil 18 mánuði og að Seðlabankinn verði alltaf að horfa fram á veginn og miða við efnahagsástandið eins það verði eftir eitt til eitt og hálft ár. Síðan þegar vextirnir voru komnir í hæstu hæðir gleymdust þessi rök bankans og núna er bara horft til dagsins í dag, kannski viku fram í tímann og ekkert verið að velta fyrir sér eða taka með í reikninginn hvernig ástandið verður að sama tíma á ári eða síðar.
Röksemdir hagfræðingana og bankastjórana við Arnarhól eru ekki einu sinni tækar sem brandari, þær eru illskiljanlegar þeim sem fylgst hafa með þróun mála undanfarin ár og eru með lengra minni en meðal fréttamaður. Bankinn skuldar þjóðinni mikið betri skýringar á peningamálastefnunni en hann hefur borið á borð hingað til, ekki að furða þó íslenskt hagkerfi njóti ekki trausts erlendis þegar það er ekkert samræmi í skýringum og ástæðum vaxtastefnunnar milli mánaða og ára.
![]() |
Krónan veikist um 1,57% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það verður að þora að ræða sjávarútvegsmál.
27.3.2008 | 12:00
Ég fanga frumkvæði Gests Guðjónssonar hér að umræðu um sjávarútvegsmál. Ég get tekið undir með honum að það er ekki hægt að stinga áliti mannréttindanefndar SÞ bara undir stól og láta sem það hafi aldrei komið. Sjávarútvegsumræðan er viðkvæm og erfitt að finna málamiðlanir svo öllum líki en að stinga álit mannréttindanefndar undir stól væri sem olía á eld og kynnti undir óánægjuröddum sem heyrst hafa. það er því mikilvægt að finna lausn sem ekki kollvarpar kerfinu heldur kemur á móts við þær athugasemdir sem fólgnar eru í álitinu. Ég held að hugmyndir þær sem Gestur setur fram séu til þess fallnar.
Ég vil bæta einni hugmynd við en það er að sett verði í lög að allur fiskur veiddur á íslandsmiðum verði annaðhvort unninn eða seldur á Íslandi. Þannig gefum við íslenskri fiskvinnslu ákveðið forskot að fiskinum og það er fullkomlega réttlætanlegt að setja svona kvaðir á þar sem fiskur héðan er seldur á fiskmörkuðum erlendis sem eru meira og minna byggðir og reknir fyrir styrki frá EB eða viðkomandi landi.
Með þessu styrkjum við fiskvinnslu á Íslandi og gefum henni ákveðið forskot á að kaupa fisk veiddan á íslandsmiðum. Erlendir aðilar yrðu jú að bjóða hæsta verð og bæta síðan flutningskostnaði ofan á til þess að vera samkeppnisfærir. Þetta gæti jafnvel orðið til þess að einhver vinnsla á íslenskum fiski sem í dag fer fram erlendis myndi flytjast heim.