Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

allt gott og blessað

En gefið upp kostnaðinn, hversvegna er hann leyndarmál?
mbl.is „Ferðamáti ráðamanna skoðist í víðara samhelgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég stend með vörubílstjórum

Hvers eiga vörubílstjórar að gjalda?  Aðal útgjaldaliður þeirra er dísel olía á bílana og hún hefur hækkað um 30% á undanförnum mánuðum.   Vörubílstjórum er gert að gera tilboð í flest verk sem þeir taka að sér og ljóst að það er þeim mjög erfitt að taka á sig þessar hækkanir.  Vörubílstjórar eru atvinnuvegur sem orðið hefur fyrir þungum búsifjum vegna þessara hækkana.   Ef um væri að ræða nánast hvaða annan atvinnuveg hefðu stjórnvöld gripið til aðgerða.  það er auðvelt að breyta lögum þannig að þeir sem falla undir tilkynningarskylda flutningsstarfssemi geti fengið hluta olíugjald endurgreiddan.  þetta er t.d. gert með almenningsvagna.  Fyrir Alþingi liggur frumvarp í svipaða veru fá Höskuldi Þórhallssyni.  Leiðin er einföld, greið og hefur verið farin áður.   Það má í þessu sambandi nefna að vörubílstjórum er gert að gera tilboð í flest verk unnin fyrir opinbera aðila, hversvegna ekki læknum?   Þeir vinna bara eftir sinni gjaldskrá og taka sjúklinga í gíslingu ef það verða kostnaðarhækkanir og pína þá þar til stjórnmálamenn gefast upp.   Held að það að taka nokkra vegfarendur í gíslingu í örfáar mínútur á hverjum degi sé mun mildari aðgerð.
mbl.is Hætta aðgerðum í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einfaldur útreikningur !!!

Ég get alveg fallist á það með forsætisráðherra að það getur verið hagkvæmara að flytja sendinefnd á afskekkta staði með leiguflugi en í áætlunarflugi.  En sem skattgreiðandi á ég rétt á að sjá þá útreikninga sem þarna liggja að baki.  Það eru eingin rök í málinu að leigjandi flugvélar vilji ekki að verð sé gefið upp.  Það er verið að fara með almannafé og almenningur á rétt á að vita hvernig með það er farið.   Ég skora á fjölmiðlamenn að fara fram á upplýsingar um heildarkostnað og kostnað við áætlunarflug sem hlýtur að hafa legið fyrir þegar ákvörðunin var tekin og birta almenningi.  Jafnframt beini ég því til þingmanna í fjárveitingarnefnd að þeir skoði ofan í kjölinn hvort þarna sé um bruðl að ræða.  Hvað greitt var fyrir flugvélina varðar ekki þjóðaröryggi og því að vera uppi á borðinu.
mbl.is Geir: Ekki þörf á endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spuni hverra?

Ég held að þetta séu ekki óvönduð vinnubrögð blaðamanns heldur hluti af spuna Moggans til að hafa áhrif á almenningsálitið.  Mbl lýtur frekar á það sem hlutverk sitt að reka áróður í anda gömlu Prövdu í Sovét en að flytja vandaðar og góðar fréttir.
mbl.is Er Ísland víti til varnaðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstra íhaldið

Enn sannar Vinstra íhaldið að þeir eru ekki stjórntækir.  Ráðherra fer að lögum og úrskurðar í samræmi við það og fulltrúar vinstra íhaldsins á löggjafarsamkundunni eru ósáttir og hvetja til lögbrota.
mbl.is VG harmar ákvörðun umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræðustjórnmál í praxís

Eftirfarandi samtal er hreinn og klár uppspuni og ekki nokkur fótur fyrir því að það hafi átt sér stað:

Kona: Sæll Geiri minn, Solla hér.

Karl: Blessuð. Ég ætlaði einmitt að fara að taka upp tólið og hringja í þig. Ég var ekki ánægður með að heyra af ræðunni þinni áðan. Þú ert alltaf með einhverjar hugmyndir og vilt alltaf vera að gera eitthvað. Veistu ekki að það er yfirleitt best að gera ekki neitt? Þá gerir maður ekki nein mistök. Þetta er ég búinn að gera í mörg ár og sérðu bara í hvaða stöðu ég er!

Kona:   Það er lúxus sem þú kemst upp með í þínum flokki. Hjá okkur er þetta ekki svona einfalt því fólk hefur jú sjálfstæðar skoðanir hjá okkur. Þess vegna verðum við að hafa þann háttinn á að tala mikið og útlista alls kyns hugmyndir. Þá heldur fólk             alltaf að við ætlum raunverulega að gera eitthvað og styður áfram við bakið á      okkur. Þetta eru samræðustjórnmálin. Þú manst að við sömdum um þetta á Þingvöllum. Við áttum að fá að tala til að sýna muninn á stjórnarflokkunum. Það þýðir ekkert að vera pirraður á þessu núna.

Karl:     Þótt við höfum samið svona þá þýðir það ekki að þú getir gengið svona langt. Manni getur nú sárnað. Hvað varstu t.d. að þvæla um aðgerðir í efnahagsmálum þegar þú veist að við erum ráðalaus og ættum því bara að spila þetta cool og blöffa? Og eftirlaunafrumvarpið, þetta er í stjórnarsáttmálanum og við þurfum að klára það saman áður en svona yfirlýsingar fara í loftið. Eins og Valgerður Bjarnadóttir sé ekki búin að skaða okkur nóg. Einar K. er líka brjálaður út af             tollalækkuninni sem þú fórst að tala um. Ég bjó þó við næg vandræði í því kjördæmi vegna Sturlu. Þú manst að hann var ekki beint sáttur við að fá ekki að vera ráðherra áfram?

Kona:   Já, auðvitað. Það er samt óþarfi að fara í fýlu. Þetta var nú samt bara saklaus ræða. Þú veist að ég segi oft svona hluti. Við þurfum auðvitað ekkert að gera þetta. Við      hlógum að nákvæmlega því sama þegar við skrifuðum stjórnarsáttmálann. Manstu ekki eftir brandaranum um samráðið við utanríkismálanefnd? Og Evrópunefndin - þú tókst bókstaflega bakföll af hlátri þegar ég pikkaði það inn. Þið eruð svo heldur ekki alsaklausir sjálfir. Það er pirringur mín megin vegna Árna Matt og Þorsteins og út af veseninu í Keflavík. Er ekki bara best að Björn fái meiri pening og hætti við?

Karl:     Nei, það má ekki gerast. Hann fékk víst andskotans nóg þegar sá stóri réði öllu.            Einhvers staðar verður að stoppa. Við eyddum líka svo miklu í fjárlagagerðinni í haust að við megum ekki við frekari útgjöldum - það var nú ekki síst þínu fólki að kenna.

Kona:   Slakaðu bara á. Við reddum þessu. Þú mátt heldur ekki vera of trekktur fyrir fundinn í Búkarest. Talandi um hann - varstu búinn að fá svar frá RÚV? Það er allt klárt mín megin.

Karl:     Nei, held að Palli sé í einhverri fýlu vegna þess að hann er í vandræðum með Tóta. En það er allavega nóg pláss í þotunni. Heldurðu að það verði eitthvað vesen með hana?

Kona:   Nei, blessaður vertu. Við segjum bara að þetta sé ódýrara. Það dugar. Það nennir hvort sem er enginn að tékka á því. Við förum bara á fundinn og tökum því rólega. Það er ágætt að sleppa frá þessu argaþrasi hér heima og umferðarhnútunum.

Karl:     Jæja þá. En þú verður að lofa mér að fara ekki svona bratt í hlutina næst. Siggi Kári og strákarnir eru brjálaðir.

Kona:   Ok, Geiri minn. Ég reyni að draga úr þessu. Ég hef nú náð að hemja Össur og næturbloggið svo þú getur ekki kvartað yfir öllu sem ég geri.

Karl:     Nei, sem betur fer er sú vitleysan hætt. Ég var farinn að missa sjálfur svefn yfir þessari vitleysu alltaf í honum. En ég verð að hætta núna. Frúin er byrjuð að pakka niður og þarf einhverja aðstoð. Við sjáumst á morgun.

Kona:   Ok, Geiri minn. Slakaðu bara vel á í dag og reyndu bara að gera ekki neitt. Ég skal sjá um að þetta endi allt vel.

Karl:     Allt í lagi. Segjum það í bili. Bless.

Kona:   Bless Geiri minn.


Hvað er þá verið að fela

Ef að það munar 100-200 þúsund krónum á dæminu hversvegna eru spilin þá ekki lögð á borðið?  Hvað er að fela?   Ég skal alveg taka undir það að ef þetta er munurinn í verði að þá sé þetta nú varla gagnrýni vert.  En hversvegna gefa ráðuneytin þá ekki kostnaðinn og leggja dæmið fyrir þjóðina og fjölmiðlamenn til að sannreyna að þetta sé ekki gagnrýnivert.   Á meðan aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að gefa upp hvað leigan á þotunni kostaði er verið að fela eitthvað.  Þjóðin á rétt á að vita kostnaðinn og ég skora á fjölmiðlamenn að krefja ráðuneytin svara og beita fyrir sig upplýsingalögunum.  Það varðar ekki þjóðarhag að halda leyndu hvað kostaði að taka þotuna á leigu, það er eitthvað óhreint sem er verið að fela.
mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Geir að ná þessu?

Eitt af höfuðmarkmiði Evrópusamrunans er einmitt að koma í veg fyrir ófrið og blokkarmyndanir í álfunni.   Það er vonum framar að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að átta sig á þessu.  Helstu talsmenn flokksins í utanríkismálum hafa talað með þeim hætti undanfarið að það mætti halda að kalda stríðið væri enn í fullum gangi.   Það hefur orðið til ný heimsmynd með alþjóðavæðingunni, heimsmynd þar sem gömlu hugtökin um fullveldi og sjálfstæði hafa fengið nýja merkingu.  Vonandi er Geir að átta sig þessu og lætur af þeirri einstrengilegu einangrunarstefnum sem hann og flokkurinn hafa fylgt.   Það er nóg að VG sé á móti framtíðinni þó íhaldið sé það ekki líka.
mbl.is Evrópu ekki skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nei ekki alveg

sjá hér
mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. apríl ?

Það er svolítið skrýtið að sitja hér á hóteli í henni Ameríku og lesa fréttir að heima á vefmiðlunum.  Hvað er satt og hvað er aprílgabb?   Ég var sannfærður þegar ég sá fréttir af einkaþotuflugi ráðherrana að þar væri um gabb að ræða en svo virðist nú ekki vera.   Ég sé líka að enn og aftur dettur Sjálfstæðisflokkurinn í þann gír að endurskrifa söguna og hagræða sannleikanum.  Mbl minnist ekki á einkaþotuflippið frekar en að það sé ekki til.  Forsætisráðherra segir að þetta sé hagkvæmara en að fljúga í áætlunarflugi og það þrátt fyrir að Visir.is sé búin að reikna út að verðmunurinn sé um 6 milljónir.   Rök Geirs eru að tími hans og Ingibjargar sé svo dýrmætur.  Gerum nú ráð fyrir að það taki þau 12 tíma að komast í áfangastað í áætlunarflugi en ekki 6 eins og með einkaþotunni.  Þá sparast um 12 tímar af þessum dýrmæta tíma og má þá gefa sér útfrá rökum forsætisráðherra að hann verðleggi sig og utanríkisráðherra á 500.000 krónur tímann.  Samt les maður um það að matsfyrirtæki úti í heimi eru að setja íslenska ríkið á athugunarlista vegna þess hvað þau tvö er framtakslaus og hugmyndasnauð í vinnunni.  Hvað væri nú tímakaupið ef þau gerðu eitthvað?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband