Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

aðjúnkt í stjórnmálafræði !!!!

Gerir kona sér ekki grein fyrir því hvernig skipað er í bankaráð Seðlabanka Íslands.   Hér er um hlutfallskosningu að ræða á Alþingi þar sem flokkarnir tilnefna einstaklinga á lista og síðan er kosið á milli lista meirihluta og minnihluta og þingstyrkur ræður fjöldanum.  Flokkarnir eru að tilnefna einn og kannski tvo menn á listann.   Hvernig á flokkur sem tilnefnir einn mann að gæta jafnréttissjónarmiða?   Tilnefna hálfan karl og hálfa konu?  

Er kennslan í HÍ öll á þessa bókina ?   Eða eru einhverjir þarna eftir sem eru jarðtengdir ?


mbl.is Bankaráð Seðlabanka ólöglega skipað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra að allir eru jafnir fyrir lögnum.

Hugmyndir fyrrverandi ríkisendurskoðanda um að það varði við lög að plata hann í viðskiptum voru auðvitað alveg út í hött.  Ef Karl Georg hefði verið dæmdur sekur hefðu allir sem töldu sig plataða til dæmi í bílaviðskiptum geta farið í mál á sömu forsendum.
mbl.is Karl Georg sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖSE og Samfylkingin og reyndar VG líka

Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki full þörf á erlendum eftirlitsmönnum til að fylgjast með tilburðum vinstri flokkana til að halda uppi lýðræði.   Allir muna eftir því þegar varaformaður Samfylkingarinnar fékk 900 atkvæði á 500 manna fundi og var þó ekki einn í framboði.  Fyrir helgi var sagt frá því í fréttum að í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík hvar hver og einn flett því upp á vefnum hverjir væru á kjörskrá og hverjir væru búnir að kjósa. 

Nú heyri ég svo að í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvestur kjördæmi hafi flokksmenn dottið út af kjörskrá án nokkurra skýringa.  Fólk sem mætt hefur í mörg ár á fundi í flokknum og tekið áður þátt í prófkjörum.   Flokknum er greinilega ekki treystandi fyrir kjörgögnum í eigin kosningum, þar virðast óprútnir framámenn í flokknum gera leikið sér með gögnin að vild til að hafa fyrirfram áhrif á væntanleg úrslit.

Rúsínan í pylsuendanum er svo VG og forvalið í Norðvestur kjördæmi.  Þar fær þingmaðurinn kjörskránna en aðrir frambjóðendur verða bara að giska á það hverjir eru á kjörskrá.  Það kemur því engum á óvart hvernig prófkjörið fór. 

Ég velti því fyrir mér hvort að flokkarnir sætta sig við þessi vinnubrögð eða hvort að þeir endurtaki kosningarnar.  Allavega virðist full þörf á því hjá Samfylkingu í Suðvestur kjördæmi og hjá VG í Norðvestur.  En kannski er lýðræðið bara til trafala og kosningarnar bara sýndarmennska.


Lýðræði í boði VG

Hvar annarstaðar en hjá VG væri boðið upp á kosningar þar sem frambjóðendur hafa ekki aðgang að kjörskrá og þekkja því ekki markhópinn.   Þingmaðurinn til fjölda ára hefur þvílíkt forskot á aðra frambjóðendur að það þarf kraftaverk til að einhver breyting verði á listanum.    Þetta minnir óneitanlega á aðferðir sem notaðar eru í sumum ríkjum austur Evrópu, á Kúbu, í Norður Kóreu og í Kína.   Það fer ekki á milli mála að þar liggur framtíðarlandið í hugum forráðamanna VG.
mbl.is Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður öflug.....

Hún er einn fulltrúi kvenna í nefnd um stjórnarskránna.  Þetta sýnir í hnotskurn hvað jafnréttið á langt í land í hinum flokkunum.   Þegar kemur að grundvallarlagasetningu raða kallarnir sér á jötuna.  Íhaldið í grímulausri hagsmunagæslu setur kanónurnar í nefndina til að þvælast fyrir vilja þjóðarinnar.

Áfram Valgerður.. áfram framsókn.


mbl.is Sérnefnd um stjórnarskrármál kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er íhaldið að verja ?

Þegar barist var um sjálfstæði Íslands í upphafi síðustu aldar snérist sú barátta um að flytja valdið og fjármagnið heim frá Kaupmannahöfn.   Þeir sem höfðu sigur í baráttunni sáu til þess að valdið var aldrei flutt alla leið til fólksins í landinu.

Stjórnkerfið sem hefur þróast hér á landi á rúmum 100 árum byggir á því að fámenn valdaklíka ræður mestu um öll mál.   Þessi klíka situr í Reykjavík og skiptir með sér góssinu eftir kosningar.  Ég undanskil enga stjórnmálaflokka, þeir eru allir sekir um þá stjórnskipan sem hér hefur þróast.

 Framsóknarmenn hafa af biturri reynslu séð að við þetta verður ekki búið lengur  Einfaldar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá t.d hvað varðar stöðu auðlinda í þjóðareigu hafa ekki náð fram að ganga vegna hagsmunagæslu stjórnmálaflokka og þar hefur íhaldið farið fremst í flokki og sveik samkomulag sem gert var þegar stjórnin 2003 var mynduð.

Nú er barist á mörgum vígstöðvum gegn öllum hugmyndum um róttækar breytingar á stjórnarskrá. Íhaldsmenn á þingi beita málþófi, menntaelítan í HÍ heldur málþing og raðar á háborðið fólki sem annaðhvort talar gegn hugmyndinni eða hafa talað fyrir því að kjósa til þingsins samhliða Alþingiskosningum til að gera almenningi erfiðara fyrir að bjóða sig fram.

Íhaldsmenn og hagsmunagæslumenn hafa sameinast gegn Framsóknarflokknum í málinu en Samfylking dinglar með vegna þess að þeir heyra að málið hafi hljómgrunn í skoðanakönnunum en virðast samt varla vita um hvað það snýst.


mbl.is Samkomulag um að ljúka stjórnlagaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eðlilegt

Ef menn telja að 5-10% séu tengd viðskiptum með vörur og þjónustu er þá eðlilegt að viðskiptin falli úr 550 milljörðum í 4 milljarða?   Ég hefði talið að 20-50 milljarðar væru þá eðlileg viðskipti.  

Nú er ég enginn sérfræðingur um millibankaviðskipti með gjaldeyri en samt finnst mér að það vanti þarna frekari skýringar á því hversvegna veltan á Íslandi er innan við 1% af því sem hún var.


mbl.is Minnsta velta í 14 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veislan er byrjuð

Nú þegar bankarnir eru á hliðinni og nánast ógerlegt að fá lánsfé á viðunandi kjörum er verið að ganga að einstaklingum og fyrirtækjum um allan bæ.

Skiptastjórar eru skipaðir í þrotabú og eignir seldar á brunaútsölum til vina og vandamanna án undangenginnar auglýsingar.   Skuldir eru afskrifaðar og enginn sem gætir þess að hámarka virði þeirra eigna sem liggja í búinu.

Það er til mýmörg dæmi um þrotabú þar sem eignir virðast hverfa eða verða að nánast engu á meðan þau eru í meðferð skiptastjóra.   Mönnum virðist liggja mikið á að ganga að fyrirtækjum og fólki þessa dagana.  

Morgunblaðið, eða á kannski að kalla það Fiskifréttiir  eftir eigendaskiptin er dæmi um fyrirtæki þar sem afskrifaðir eru milljarðar af skuldum og fyrirtækið afhent nýjum eigendum með nýja og bætta samkeppnisstöðu sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem eru á sama markaði.

Árvakur var seldur eftir auglýsingu og útboð sem er til fyrirmyndar, en það vakna samt upp spurningar um það hvað var afskrifað, hverjir afskrifuðu hvað og hvernig voru tilboðin sem bárust?

Þessar upplýsingar liggja ekki á lausu og borið er við bankaleynd.   Þetta er fyrirkomulagið eins og ríkisstjórnin vill hafa hlutina.   Það á að færa einstaklingum mikla fjármuni í formi afskrifta án þess almenningur hafi nokkurn möguleika á að kynna sér leikreglurnar.   Þessi feluleikur hentar engum nema fjármagnseigendum, þeim sem fá gjafirnar frá bönkunum. 

Örlög fyrirtækja og fjölskyldna verða ráðin í reykfylltum bakherbergjum í stað þess að grípa til almennra aðgerða sem tryggja fjölbreytni og samkeppni er lagt upp í vegferð sem safnar eignum á fáar hendur og færir til umtalsverð verðmæti frá þeim sem byggt hafa upp fyrirtækin til þeirra sem eru í náðinni hjá skiptastjórum, stjórnendum bankanna og ríkisstjórnarflokkunum.  

Fyrri ríkisstjórn bauð upp í þennan dans og það breyttist ekkert þó Samfylking skipti hægra íhaldinu út fyrir það vinstra.   Sama spillingin áfram.


Skýringin á aðgerðarleysi stjórnarinnar er fundin

Össur segir að frumvarpsdrögin séu meitluð í stein, og það skýrir jú hversvegna hlutirnir ganga svona hægt fyrir sig.   Annars er stjórnin á stöðugu undanhaldi frá loforðum sem gefin voru þegar hún var mynduð.  

Framsóknarmenn settu 4 skilyrði fyrir því að verja stjórnina vantrausti.  Eitt þessara skilyrða var að kosið verði til Alþingis 25 apríl nk.   Eftir að ráðherrarnir settust í stólana gerðust þeir værukærir og vildu fá að sitja áfram.  Það er óásættanlegt. 

Búsáhaldabyltingin snérist m.a. um það að fá að kjósa strax til Alþingis og undansláttur VG og Samfylkingar frá því er óviðunandi.

Það liggur því beinast við að ef ekki verður búið að ákveða kjördag að morgni 12 mars. nk falli Framsókn frá því að verja stjórnina vantrausti og flytji vantrausttillögu til að tryggja kosningar á tilsettum tíma. 

 


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"sló á frest umræðu um aðild að Evrópusambandinu"

Þingkona Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi slegið á frest umræðu um aðild að Evrópusambandinu.   Samfylking situr nú í ríkisstjórn með VG og þessum sömu umræðum er enn slegið á frest.   Stólarnir teknir fram fyrir hagsmuni almennings.

Boðað kosningabandalag Samfylkingar og VG mun enn slá þessum sömu viðræðum á frest og setja málið í uppnám.   Í desember sl. munaði formanni Samfylkingar ekkert um að lýsa því yfir að ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki aðildarviðræður við ESB fyrir janúarlok væri stjórnarsamstarfinu sjálfhætt.  

Núna eru stólarnir mikilvægari en aðildarviðræðurnar.  Nú má stefna að 4 ára samstarfi við VG án viðræðna við ESB vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að þannig eigi stefna flokksins að vera þessar vikurnar.  Vinsældakapphlaupið er ástundað af sama kappi og áður og stefnan komin ofan í skúffur og verður ekki dregin fram aftur fyrr en skoðanakannanir segja að nú eigi að stefna að aðild. 

Forysta Samfylkingarinnar ætlar að sitja sem fastast án þess að taka á sig nokkra ábyrgð, það eru alltaf einhverjir aðrir sem eiga að sæta ábyrgð.  Ekki þeir.  Stólarnir skipta svo miklu máli að þjóðin og hennar vilji er aukaatriði. 

Er þessu fólki sem myndar kosningabandalagið Samfylkingu treystandi ?


mbl.is Mörður: Ég átti að fylgjast betur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband