Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Tvennt í stöðunni

Breyta lögunum strax þannig að það sé hafið yfir allan vafa að greiða megi laun, eða setja þessa stjórn af og skipa nýja sem stendur ekki í lögfræðilegum hártogunum og stríði við fyrrverandi starfsmenn.
mbl.is Slitastjórn Spron heldur fast við sína túlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ Össur

Ert þú þá nokkuð fær um að taka afstöðu til samningsins?   Er ekki þá réttast að þú sért einu sinni til tilbreytingar sjálfum þér samkvæmur og sitjir bara hjá?
mbl.is Svarar ekki fræðilegum spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möllerinn gerir ekkert fyrir Borgfirðinga

Þeir eru ekki í réttu kjördæmi.
mbl.is Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið........

Ef lögfræðiálitið breytir engu, hversvegna stakk Össur því þá undir stól ?
mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að Gylfi svaraði eftirfarandi spurningum

Gjaldeyrisafgangur af viðskiptum við útlönd á einu ári hefur aldrei náð því að verða helmingur þess sem vænta má að þurfi að greiða í afborganir og vexti af IceSave á ári í 8 ár. 

Ríkisstjórnin þarf því að svara eftirfarandi: 

  • Hvernig á að ná nægum afgangi á viðskiptum við útlönd að 7 árum liðnum til að standa undir afborgununum og vöxtum?
  • Hvernig á að viðhalda þeim árangri í 8 ár til að tryggja að ekki verði greiðslufall?
  • Hvernig ætlar ríkið að ná í sinn hlut öllum tekjuafgangi af viðskiptum við útlönd til þess að hafa þann gjaldeyri sem þarf til að greiða af samningum?
  • Hvernig á að greiða af öðrum skuldbindingum ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja á sama tíma og greitt er af IceSave samningnum?
  • Hvert verður gengi krónunnar ef ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki berjast um allan gjaldeyri sem til fellur til þess að standa við sýnar skuldbindingar?

Þessar upplýsingar geta varla verið neitt leyndarmál.


mbl.is Verður þjóðinni ekki ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotfæralausir spunameistarar ?

Nú slær Vísir og fréttablaðið því upp að Framsóknarmenn neiti enn að fara úr græna þingflokksherberginu á Alþingi.  Eins og fram kemur í fréttinni segir Ásta Ragnheiður að málið sé ekki á dagskrá fyrr en í haust og því vandséð hversvegna fréttin dúkkar upp á síðum Vísis í dag.

Hvað fréttamanni gengur til að draga fram þessa ekki frétt núna veit ég ekki, en það bendir ýmislegt til þess að hér sé verið að nota fréttamanninn sem nytsaman sakleysingja.

Þegar menn eiga ekki svör við gagnrýni eiga þeir það til að eyða talinu og benda bara á eitthvað annað.  Hvort fréttin er að frumkvæði fréttamanns eða hvort fréttamaðurinn er notaður sem nytsamur sakleysingi veit ég ekki.  

Það er ýmislegt sem bendir til þess að spunameistarar Samfylkingar séu ráðþrota núna þegar flokkurinn er komin í frjálst fall í skoðanakönnunum og nú eigi að tjalda öllu til og reyna að ná vopnum sínum.  Og stóra herbergjamálið er það eina sem þeir fundu.


Steingrímur Joð

Steingrímur Jóhann Sigfússon fyrsti flutningsmaður á þingsályktun á Alþingi í 2002-2003:

Alþingi ályktar að fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla, þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum til Alþingis 10. maí nk. um hvort ráðist skuli í byggingu Kárahnjúkavirkjunar eða ekki.

Og áfram í sama máli:

Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það.

Steingrímur Jóhann Sigfússon á Alþingi í júlí 2004 um fjölmiðlalögin:

Spurði Steingrímur hvort forseti Alþingis hefði skoðað hvort það frumvarp ríkisstjórnarinnar væri þingtækt og hvort ekki fælist í því óþingleg ætlan um að fara á svig við stjórnarskrána og að hafa með brögðum af þjóðinni réttinn til að kjósa um málið í samræmi við ákvæði 26. grein stjórnarskrárinnar.

Steingrímur Jóhann Sigfússon, um ESB í leiðtogaumræðum í Sjónvarpinu 26. apríl 2009

 „Það verður örugglega gæfulegast fyrir okkur að virkja hér leiðir lýðræðisins og láta þjóðina sjálfa ákveða sín örlög í þessu stóra máli eins og öðrum.“

Steingrímur Jóhann Sigfússon, um þjóðaratvæð i um Icesave-samninginn í DV 7 júní 2009

„Jújú. En vel að merkja þá er það oftast þannig í löndum sem hafa lög um þjóðaratkvæðagreiðslur að það eru undanskilin viss mál sem framkvæmdavaldið verður að bera ábyrgð á eins og fjárlög, af því það er almennt ekki talið mögulegt fyrir stjórnvöld að bera slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf alltaf að huga að því hvers eðlis málin eru [...] Ég sé ekki annað en að ríkisstjórn og Alþingi verði að axla ábyrgð á því að klára þetta mál eins og til þess var stofnað og ákveðið var á Alþingi í vetur.“

Hann slær Ragnari Reykás við  - veit hann hvort hann er að koma eða fara ?


Það er ekki upp á þá logið

Peningamálastefnan á að taka mið af lyktum ESB málsins.  Segjum nú að lyktirnar verði að við sækjum um.  ESB segist ekki geta talað við okkur fyrr en að ári liðnu.  Samningaviðræður gætu tekið eitt ár svona til að vera bjartsýnn.  Þó svo að nýjustu fréttir um að fyrirvara Íslands í sjávarútvegsmálum muni þvælast fyrir gefi ekki tilefni til bjartsýni.  Nema þá að Samfylkingin ætli sér að fórna þeim hagsmunum.

Miðað við ýtrustu bjartsýni má því gera ráð fyrir að einhverskonar svar verði komið um ESB á árinu 2011.  Þá á eftir að breyta stjórnarskrá og kjósa um aðildarsamningin í þjóðaratkvæði og þá fyrst vitum við hvort og hvenær við erum að ganga í ESB.

Þangað til ætlar Samfylkingin ekki að hafa peningastefnu, sennilega til að svelta þjóðina til að segja Já við hvaða samningi sem kæmi frá Brussel.


mbl.is Peningamálin í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband