Hugsið ykkur bara

Ef við værum með evru væru engin vandamál á gjaldeyrismarkaði með krónu og menn gætu einbeitt sér að öðrum aðkallandi málum.
mbl.is Enn vandamál á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver treystir Birni Bjarnasyni ?

Á nú að skipa einhvern flokksgæðing til að hvítþvo Björgúlf, Kartan, Davíð og alla hina?
mbl.is Allt verður rannsakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið er orðið að martröð

Þessa dagana upplifum við skipbrot draumalandsins.   Hugmyndafræði draumalandsins gekk út á að við hefðum ekki þörf fyrir að nýta auðlindir landsins.   Allir þeir sem vildu byggja traustar undirstöður undir þjóðarbúið með skynsamlegri nýtingu auðlinda í þágu lands og þjóðar voru illa séðir í draumalandinu.  

Við framsóknarmenn upplifðum þetta í síðustu kosningum.  Við vildum skynsamlega nýtingu auðlindana, við vildum að stofnaður yrði auðlindasjóður sem færi með ráðstöfun sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar og skilaði þjóðinni arðinum.   Auðlindasjóðurinn átti að ráða yfir öllum sameiginlegum  auðlindum svo sem vatnsréttindi, hitaréttindi, olíu, í sjávarútvegi og nýtingu þjóðlenda í þágu þjóðarinnar.

Þessu höfnuðu aðrir flokkar á þingi í aðdraganda síðustu kosninga, og þessu hafnaði krúttkynslóðin í síðustu kosningum.  Nú standa allir á torgum og vildu Lilju kveðið hafa.   Nú er komið fram að ríkisstjórnin kaus að leyna þjóðina sannleikanum um stöðu bankana og stakk skýrslu þar um undir stól og lét sem ekkert væri að.  

Ég á mér draum, draum um að þjóðin komist frá því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu sterkari og samhentari en hún hefur verið lengi.   Ég á mér þann draum að við eignumst leiðtoga sem horfa fordómalaust á viðfangsefnin með hagsmuni almennings og fjöldans í huga, ekki hagsmuni fárra.

Framsóknarmenn hafa flutt tillögur um auðlindasjóðinn á Alþingi og nú er lag fyrir þjóðina að tryggja stöðu auðlinda sem þjóðareignar.    Mikilvægt að í stjórnarskrána komi ákvæði um auðlindirnar og væntanlegan auðlindasjóð og þannig verði staðið vörður um fjöreggið.   Þegar harðnar á dalnum eru það landsins gagn og gæði sem telja en ekki huglæg verðmæti á markaði.

Mikilvægt er að nýting á auðlindum þjóðarinnar sé stýrt í þann farveg að hugað sé að atvinnuuppbyggingu um allt land.  Stórkostleg verðmæti hafa farið forgörðum í fólksflutningum undanfarinna ára.  Fólk hefur flúið heimabyggð í leit að atvinnu og betra lífi og skilið eftir byggingar og sköðuð samfélög.  Á þessu hefur þjóðin ekki efni til lengdar, ný skipan atvinnumála verður að taka mið af þessari staðreynd.

Þessi vetur verður mörgum erfiður og mikilvægt er að leiðtogar þjóðarinnar stappi stálinu í þjóðina og láti einskis ófreistað við að leita lausna.   Þar verða hagsmunir fólksins að vera í fyrirrúmi.  Ekki er lengur hægt að slá erfiðum ákvörðunum á frest.   Nú verðum við að kanna í fullri alvöru með aðildarviðræðum við ESB hvað íslendingum stendur til boða.   Það er ljóst að efnahagsumhverfið í Evrópu er með allt öðrum hætti en hér og því líklegt að vinna megi upp að miklu leiti fyrirsjáanlegt kaupmáttartap almennings með lægri skattabirgði í ESB.  

Þetta gerist ekki á einni nóttu en það er mikilvægt í vetur þegar fjöldi fólks lendir í atvinnuleysi að fólk viti að allt sé gert til að búa því betri framtíð.  Framtíð þar sem íslendingar búa við sambærileg kjör og þjóðirnar í kringum okkur.    Okkur hefur ekki tekist að viðhalda nauðsynlegum stöðuleika með íslensku krónuna, það er öllum ljóst.   Stöðuleiki frá stríðslokum 1945 til dagsins í dag hefur lengst varað í um 30 mánuði seint á 10 áratug síðustu aldar.   Allar þekktar aðferðir í hagstjórn hafa verið reyndar á þessu tímabili og niðurstaðan er öllum ljós.   Almenningur þarf ekki á fleiri tilraunum að halda heldur raunhæfum lausnum sem þjóðin trúir á.  Annars er hætta á stórfelldum landflótta og við því megum við ekki. 

Íslendingar hafa ekki byggt upp öflugt menntakerfi og menntað heila kynslóð fyrir aðrar þjóðir.  við þurfum þetta fólk hér heima til að byggja upp öflugt og sanngjarnt samfélag.   Nú þarf nýja framtíðarsýn sem byggir á skynsamlegri nýtingu auðlindana og ég vona heitt og innilega að flokkurinn minn, framsóknarflokkurinn beri gæfu til að varða leiðina inn í nýja öld.

Til þess að svo megi vera verða allir að leggjast á eitt og kasta fyrir róða gömlum kreddum og leita fordómalaust að lausnum sem lýsa þjóðinni fram á veginn.


Hver eru svo skilaboðin frá Davíð?

Aðspurður sagði Davíð Oddsson fyrir viku síðan að ekki væri dregið á lán frá Seðlabönkum norðurlandanna vegna þess að það gæfi skilaboð um að Ísland stæði enn verr en efni stæðu til.

Nú hefur þessi sami Davíð tekið 200 milljón evrur frá Danmörku og annað eins frá Noregi.  Ekkert frá Svíþjóð enda altalað að hann þolir ekki Svía.  (Frumkvæði að gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna kom frá Svíum og þess vegna vorum við ekki með.)  Hvaða skilaboð eru þetta ef vikugömul yfirlýsing hans er skoðuð?   Ísland stendur enn verr en hann hélt fyrir viku!  Er þetta líklegt til að bæta samningsstöðu þeirra sem róa nú lífróður til að bjarga því sem bjargað verður?

Hvað á þessi brennuvargur að fá að vaða uppi lengi og skaða hagsmuni þjóðarinnar ?


Um 3,5% í staðin fyrir niður í 3,5% ?

Var þetta ekki bara prentvilla?  Hvað er það í íslensku efnahagslífi í dag sem réttlætir 12% stýrivexti?   Þessari spurningu verður Seðlabankinn að svara.    Það er talað um að störf hafi horfið, eftirspurn hnignað og væntingar séu með daufasta móti.  Búast má við verulegum samdrætti, var þetta ekki allt tilgangurinn með háu stýrivöxtunum og nú er þetta komið fram og samt eiga vextirnir að vera áfram með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli.

Svona ákvarðanir án nokkurs haldbærs rökstuðnings er aðalástæða þess að Seðlabankinn nýtur ekki trausts þjóðarinnar eða markaðarins.   Rökin fyrir hækkunum langt umfram tilefni á undanförnum árum voru að bankinn væri að horfa fram í tímann.   Almenningur var ekki í aðstöðu til að rengja bankann á þeim tíma.  Síðan kemur tímabil þar sem bankinn boðar samdrátt og að verðbólgumarkmiði verði náð á næstu 12-18 mánuðum og samt er haldið áfram að hækka.  Þar skyldi á milli og menn fengu ekki alveg botn í rök bankans og það á við bæði lærða og leikmenn.

Núna þegar bankinn viðurkennir að samdrátturinn sé staðreynd, nokkuð sem allir vita, þá er stýrivöxtum samt haldið áfram í hæstu hæðum og núna er ekki einu sinni gerð tilraun til að koma með vitrænan rökstuðning lengur.  


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að horfa fram á veginn

Nú eru margir sem tala um "nýja Ísland" og "gamla Ísland".  Almenningur kallar eftir breyttu samfélagi með nýjum leikreglum.    Í þeirri stöðu sem upp er komin í samfélaginu felast tækifæri, það er engin spurning.   Verkefnunum má skipta upp í nokkra áfanga.

Í fyrsta lagi bráðaaðgerðir til að lágmarka þann skaða sem samfélagið verður fyrir og þar er mikilvægast að skapa ró og koma á ástandi sem er ásættanlegt fyrir fyrirtækin og einstaklingana. Þar hlýtur fyrsta mál á dagskráð að vera að lækka vexti í samfélaginu og koma í veg fyrir að fyrirtækin og fjölskyldunnar tapi meiru enn orðið er.  Eigið fé fyrirtækja er að brenna upp í ríkisstýrðu vaxtaokri.  Annað aðkallandi mál er að koma gjaldeyrisviðskiptum í viðunandi horf til að tryggja að fyrirtækin fái þau aðföng sem þau þurfa á að halda til áframhaldandi reksturs og vonandi uppbyggingar í framhaldi af því.

Síðan kemur uppbygging sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar aftur og vinna upp það sem tapast hefur við það að erlendur hluti bankakerfisins er horfinn.  Þar er mikilvægt að horfa til nýtingar náttúruauðlinda og áframhaldandi uppbyggingar í orkufrekum iðnaði.   Íslendingar áttu í áralangri baráttu á síðustu öld við að sannfæra erlenda aðila um kosti þess að fjárfesta á Íslandi. Nú búum við svo vel að það eru til aðilar sem þekkja til og eru tilbúnir til þess að koma að uppbyggingu hér t.d. stækkun í Straumsvík, stærra álver í Helguvík og nýtt álver við Húsavík.

Nú er staða hagkerfisins þannig að þessar framkvæmdir myndu koma á samdráttartíma og hjálpuðu til við að fá hjólin til að snúast og skapa hér vinnu sem við þurfum örugglega á að halda næstu mánuði og ár.   Innviðirnir eru sterkir og mikil þekking til staðar vegna nauðsynlegrar orkuöflunar, það sem hellst stendur í veginum er andstaða þeirra sem telja að við getum aflað okkur gjaldeyris með einhverjum öðrum hætti.   Eflaust verður uppgangur í ferðamennsku hérna næsta misserið en vonandi ætla menn ekki að skrá krónuna varanlega við gengisvísitöluna 200 svo að sú gósentíð sem menn upplifa í ferðamennsku verður skammvinn.  

Síðan þegar hlutirnir eru komir fyrir vind og við sjáum fram á að fólkið hafi atvinnu og ríkið tekjur til að standa undir nauðsynlegri almannaþjónustu er nauðsynlegt að huga að uppstokkun og breytingum í samfélaginu.   Við eigum ekki að fara í grundvallarbreytingar á samfélagsgerðinni á þessum umrótstímum sem nú ráða ríkjum, um slíkar breytingar þarf að ríkja sem mest sátt.

Aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum við að ljúka fyrsta áfanga nauðsynlegra aðgerða þarf að koma til.  Staða fyrirtækjanna og fólksins í landinu er þannig að þar verða menn að kyngja stoltinu og þiggja þá hjálp sem er í boði.

Síðan tel ég rétt að þjóðin taki um það afstöðu í þjóðaratkvæði hvort við eigum að sækja um aðild að ESB eða ekki.   Þannig sest þjóðin í ökumannssætið á þessum viðsjárverðu tímum og meirihlutinn varðar veginn hvort við sækjum um aðild eða ekki.   Þetta þarf að gerast í vetur eða ekki síðar en næsta vor.    Margir munu segja að það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að taka afstöðu til þess hvort sækja eigi um aðild eða ekki.   Stjórnmálamenn á Íslandi hafa haft 15 ár til að ræða Evrópumálin og hafa margir hverjir grafið sér djúpar skotgrafir.    Allir flokkar hafa brugðist því hlutverki sínu að taka málefnalega umræðu um kosti og galla aðildar og móta síðan skýra afstöðu í framhaldinu og fylgja henni eftir.   Það er því fullreynt að fara þá leiðina.  

Ef reynslan af þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB verður góð er vel hægt að hugsa sér að beita þjóðaratkvæði um önnur mikilvæg framfaramál í samfélaginu.  Ég nefni bara í því samhengi breytingar á kosningalögum, Ísland eitt kjördæmi, eignarhald á auðlindum, staða sveitarstjórnarstigsins og eflaust má telja þar fleira til.

 

 


Nei ekki talsmenn... fortíðardraugar

Þeir sem ekki styðja inngöngu í Evrópusambandið og hafa setið við stjórnvölin án þess að koma með neinar haldbærar ráðstafanir sem dygðu til að verja krónuna og íslenskt hagkerfi eru fortíðardraugar.  Það eru stjórnmálamenn sem komast til valda vegna þess að þeim er stillt upp af Flokknum í sæti þar sem ekki næst til þeirra þó þúsundir striki þá út.

Það er ábyrgðarhluti að afgreiða umræðuna um Evrópusambandið án þess að koma þá með aðrar lausnir.   Svona hefur íhaldið hagað sér undanfarin 10 ár og þá á að vera liðin tíð.    Við sem bendum á aðild sem leið til þess að vinna okkur út úr vandanum eru þó að benda á leið, hinir benda bara út og suður og hafa engar hugmyndir.  

Sú staðreynd að Kristinn H Gunnarsson og Geir Haarde eru á sama báti segir meira en þúsund orð um sjálfheldu þeirra sem telja okkur best borgið ein og sér í ölduróti alþjóðlegs hagkerfis.  Þeir hafa beðið skipbrot en þora ekki að horfast í augu við það.


mbl.is Hvorki ESB né fortíðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það er ánægjulegt núna í öllu því umróti sem yfir okkur gengur að einhverjir halda haus.   Ef selja þarf eignir til að eiga fyrir skuldum eða til að styrkja þau fyrirtæki sem eftir standa er mikilvægt að halda ró sinni.   Það er engum akkur í að selt sé á einhverju undirverði og það er gott til þess að vita að fjárfestingar Björgúlfs virðast það traustar að hann getur selt á ásættanlegu verði á þessum tímum.   Vonandi verður unnið eins úr eignum bankana og annarra fyrirtækja að allra leiða verði leitað til þess að gæta hagsmuna eigenda og kröfuhafa.

Það væri svo óskandi ef íslenskir athafnamenn eiga borð fyrir báru þegar skuldir hafa verið greiddar að þeir komi með fjármagn inn í landið til að fá hér hjólin til að snúast og til þess að skapa eftirspurn eftir krónu.  En það mun flýta fyrir eðlilegri gengisskráningu.


mbl.is Ekki neyðarsala á Elisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert stefnum við?

Það er ljóst að slagurinn á næstunni stendur milli þeirra sem vilja hverfa til fortíðar og hinna sem vilja horfa fram á veginn.

Fyrirtækin í landinu verða ekki burðug þegar storminn lægir. Það blasir við að eiginfjárstaðan er að hverfa í vaxtaokri Seðlabankans og þá verður hver að hugsa um sig. Orka fyrirtækjanna fer í að reka sig frá degi til dags og það verður langt að bíða þess að hér verði einhver uppbygging.

Valið mun standa milli þess að byggja hér upp á mörgum árum upp atvinnulíf og á meðan verður hér viðvarandi atvinnuleysi eða að sækja um aðild að ESB og fá aðgang að styrkjum ESB til að byggja upp ný og öflug fyrirtæki.

Aðgangur einstaklinga og fyrirtækja að erlendu lánsfé verður tæpast til staðar. Það verður jafnframt erfitt fyrir væntanlega ríkisbanka að fjármagna sig erlendis frá, nú þegar ríkisstjórnin hefur haft forgöngu um að afskrifa erlendar skuldir bankanna.

Baráttan snýst um að tryggja að heimastjórnarflokkarnir íhald og VG með sýna fortíðarhyggju komist ekki til áhrifa á Íslandi í kjölfar þessa óveðurs sem nú gengur yfir okkur

Vilja menn Árangur áfram og ekkert stopp eða vilja menn 10-15 ára stöðnun og afturhvarf til fortíðar. Velferðarkerfið, menntakerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins byggja á því að hér sé öflugt atvinnulíf með nægri vinnu sem greiðir skatta og skyldur til sameiginlegra sjóða.


á að fórna peðinu

Árni er peð, Össur er líka peð, en Davíð er kóngur og þegar peðin eru búin að tala óábyrgt og óskýrt og svo kemur kóngurinn með sína dæmalausu ræðu í kastljósi fer allt í bál og brand.

Árni er að svara símtali, og það er hluti af vinnu hans.  Kannski hefur hann ekki talað nógu skýrt, allavega varð misskilningur.   Össur og Davíð blaðra af einskærri athyglisþörf og af fullkomnu ábyrgðarleysi og verða að svara fyrir það.


mbl.is „Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband