Þetta er svo niðurlægjandi !!!!!!!!!

Fyrirsögnin er blogg formanns ungra jafnaðarmanna um fréttina „Nýtt álver gæti aukið hagvöxt“

Það hlýtur að vera öllum sem fjalla um stöðu efnahagsmála og atvinnulífs áhyggjuefni þegar ungir stjórnmálamenn láta tilfinningarnar ráða en ekki rökin í stjórnmálaumræðu.  Í áratugi hafa menn barist við að auka fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar og hvernig nýta má þær auðlyndir sem einstök svæði hafa uppá að bjóða.   Þegar stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekkert málefnalegra til málanna að leggja en þetta er ekki nema von að illa gangi.  Staða efnahagsmála á Íslandi í dag er grafalvarlegt mál, það eru líkur á fjöldaatvinnuleysi sem kann að leiða til gjaldþrota fjölmargra heimila með þeim fjölskylduharmleikjum sem því fylgja.  Vonandi er þessi skoðun ekki almenn innan ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.  Þá er illa komið fyrir þjóðinni.


Umræðan er þeim erfið

Björn Bjarnason gerir það að umtalsefni í pistli sínum á blogginu í gær að fréttamenn haldi lífi í umræðunni um skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara.   Birni virðist þykja það miður að umræðan sé ekki þögnuð og allt fallið í ljúfa löð.   Hann gerir athugasemdir við fréttamat fjölmiðlamanna.   Það er greinilegt að umræðan er farin að hafa áhrif innan Sjálfstæðisflokksins, það er ljóst að þeim þykir erfitt að verja málstaðinn og eru komnir út í horn með öll sín rök.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við þegar umræðan hættir að snúast um aukaatriði og fer að snúast um aðalatriði málsins.   Þegar fram koma upplýsingar um hæfi þeirra sem framhjá var gengið og matsnefndin taldi hæfari en Þorsteinn.  Það er augljóst að það er allt gert nú til að svæfa málið áður en til þess kemur.   Álit umboðsmanns Alþingis hlýtur að byggja á samanburði á hæfi þeirra sem sóttu og röksemdum setts dómsmálaráðherra í málinu.  Hann fékk á þriðju viku til að semja greinargerð með rökum fyrir ráðningunni og því ljóst að hann hefur talað og nú er það umboðsmanns að vega og meta og fella dóm.

Össur Skarphéðinsson er ekki í mikið betri málum en Árni fjármálaráðherra.   Össur sagði að ef hann hefði gengið framhjá Guðna við ráðningu orkumálastjóra hefði hann verið að brjóta stjórnarskrá. Það væri stjórnarskrárbrot að velja ekki hæfasta umsækjandann.  Ef umboðsmaður Alþingis,  og eftir atvikum jafnréttisráð komast að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið valinn hæfasti umsækjandinn, hafandi röksemdir Össurar undir höndum,  hlýtur ráðherrann að segja af sér því ljóst er að þar til bær yfirvöld hafa farið yfir umsóknir og rök ráðherra vegið og metið og komist að því að brotið hafi verið gegn stjórnarskrá samkvæmt túlkun Össurar.   Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann ætlar að klóra sig frá því.

Vandlæting Samfylkingarinnar við ráðningar á undanförnum árum fór ekki framhjá þjóðinni.  Þögn hennar um ráðningu Þorsteins Davíðssonar og ráðningar Össurar á ferðamálastjóra og orkumálastjóra hrópar.  Siðapostularnir í Samfylkingu eru farnir í felur og það eina ljósa í málinu er að allt bendir þó til þess að þeir skammist sín fyrir sitt fólk í ríkisstjórn og á Alþingi sem segir eitt í dag og annað á morgun.   Hver er opinn í báða enda þessa dagana?  Ekki framsókn.


Vertu sæl Anna

Ég get ekki látið hjá líða að kveðja Önnu Kristinsdóttur með nokkrum orðum nú þegar hún gengur úr Framsóknarflokknum.   Anna gefur til kynna að brotthvarf hennar tengist því að ekki sé unnið neitt pólitískt starf í flokknum í dag.    Hún heldur því jafnframt fram að hún hafi beitt sér fyrir "betri vinnubrögðum" innan flokksins. 

Ég hef verið formaður málefnanefndar miðstjórnar Framsóknarflokksins undanfarin ár og hef aldrei orðið var við að Anna gagnrýndi þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málefnastarfi flokksins.   Ég hef beitt mér fyrir aukinni aðkomu almennra flokksmanna að málefnastarfinu.   Fyrir síðasta flokksþing störfuðu 12 málefnahópar að málefnavinnu og voru tilnefndir 4 í hvern hóp af málefnanefnd til að leiða starfið og að öðru leiti voru hóparnir opnir öllum flokksmönnum og þeir hvattir til að taka þátt.   Niðurstaðan var að það voru um 100 manns sem komu að málefnaundirbúningi fyrir flokksþingið.   Anna var tilnefnd til að leiða starfið í þeim hóp sem fjallaði um málefni sem heyrðu undir félagamálaráðuneytið og henni stóð til boða að starfa í öllum þeim hópum sem áhugi hennar stóð til.   Hún getur því ekki haldið því fram að framhjá henni hafi verið gengið.  

Í dag starfa 6 hópar að málefnastarfi, málaundirbúningi og aðstoð við þingmenn í einstökum málum.  Þessir hópar hafa verið öllum opnir og kallað eftir fólki til starfa í þeim á öllum kjördæmisþingum í haust.  Þeir hafa verið kynntir á tveimur fundum miðstjórnar þar sem Anna situr.  Hún hefur ekki kosið að starfa þar og hún hefur ekki kosið að koma athugasemdum um starfið á framfæri við mig.  Ég get því ekki tekið gagnrýni hennar á flokksstarfið til mín og get ekki komið auga á þá sem hún er að gagnrýna. 

Á miðstjórnarfundi á Akureyri fyrir tæpum tveimur vikum, þar sem Anna sat, kom ekki fram gagnrýni á það starf sem fram fer í málefnastarfi flokksins,  hvorki frá Önnu eða öðrum.  Anna kom heldur ekki fram með gagnrýni á stefnu flokksins í einstökum málum.   Þar kom aftur á móti fram tillaga um stuðningsyfirlýsingu við nýjan meirihluta í borgarstjórn og við borgarfulltrúa flokksins og var sú tillaga samþykkt.   Kannski sárnaði Önnu það að miðstjórn skyldi lýsa yfir stuðningi við fyrrum andstæðing sinn í prófkjöri vegna síðustu borgarstjórnarkosninga ?   Kannski var það samstaða borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa sem þar kom fram sem veldur því að Anna kýs nú að axla sín skinn og hverfa úr flokknum? 

Ég óska Önnu alls hins besta og vona að hún finni sýnum pólitíska áhuga farveg og hlakka til að eiga við hana skemmtileg skoðanaskipti á þeim vettvangi sem hún velur sér.


Mistök í hagstjórn

Hagfræðingur hjá Seðlabankanum skrifaði langa grein í Morgunblaðið nýlega til að verja hávaxtastefnu bankans.  Í þessari grein var ekki vikið orði að bindiskyldu bankanna en það er stjórntæki sem bankinn hefur yfir að ráða til að draga úr útlánagetu bankana og slá þannig á þensluna í samfélaginu.  Það hefur sýnt sig að háir vextir eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt í hagstjórninni.   Hagfræðingar Seðlabankans skulda þjóðinni skýringu á því hversvegna þeir nota ekki bindiskylduna til að slá á þenslu í stað endalausra vaxtahækkana sem draga mátt úr heilu atvinnugreinunum.   Hvernig væri nú að einhver fréttamaðurinn færi að vinna vinnuna sína og leita skýringa á því hversvegna ekki var gripið til bindiskyldunnar þegar bankarnir fóru inn á húsnæðismarkaðinn og hversvegna þetta stýritæki liggur ónotað í skúffum á Arnarhól?


mbl.is Stýrivextir Seðlabankans væntanlega komir niður undir 4% 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Seðlabankastjóri formaður bak við tjödlin

Það hvíslaði að mér lítil mús að það gæti verið að alkunn andúð Davíðs Oddsonar á einstaklingum í fjármálalífi landsins sé rótin á bak við sinnaskipti flokksins varðandi útrásina í Orkugeiranum.   Getur það verið að klöguskjóðurnar í borgarstjórnarhópi íhaldsins séu að ganga erinda seðlabankastjórans og Vilhjálmur sé fórnað til að Davíð geti komið höggi á einstaklinga sem honum er illa við.   Það vekur allavega athygli yfirklór hinna ýmsu íhaldsmanna þessa dagana.   Samþykktir undanfarinna ára eru gerðar ómerkar og talað um að þær samrýmist ekki grundvallarstefnunni.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki merkilegri flokkur en það að það virðist hægt að senda sms og breyta grundvallarstefnunni bara eftir því hvernig viðrar í pólitíkinni á hverjum tíma.   Nú er svo komið að innan flokksins ræður glundroðinn ríkjum, hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir og flokksmenn hlaupa út um víðan völl eins og hauslaus her.

Björn Ingi stendur með pálmann í höndunum enda fylgt markaðir stefnu framsóknarmanna til fjölda ára í málefnum OR.   Sjálfstæðismenn eru einangraðir í afstöðu sinni og þeir hljóta að taka til í sýnum ranni til að bjarga andlitinu og meirihlutanum.   Málefni OR eru mikilvægari en svo að  menntaskólafrjálshyggjan eigi að ráða þar ríkjum.  


Áhyggjuefni

Það hlýtur að valda þjóðinni áhyggjum þegar Dómsmálaráðherrann opinberar með þessum hætti skilningsleysi á frjálsu markaðshagkerfi.   Það segir sig sjálft að sameinaðir stöndum við miklu betur að vígi en sundraðir.   Styrkurinn liggur í stærðinni og þekkingunni.   Til þess að ná árangri á í útrásinni þarf að hafa aðgang að fjármagni og bestu mögulegu þekkingu.  Þetta allt fæst með því að leggja saman kraftana.  Þetta sjá börnin í leik sínum á róluvellinum, þau ná betri árangri saman en sitt í hvoru lagi, en þetta sér blessaður ráðherrann ekki.   Ég hef stundum velt fyrir mér einstökum ráðstöfunum Björns Bjarnasonar í hans ráðuneytum, en hafði aldrei látið mér detta það í hug að þær væri til komnar vegna þess að ráðherrann skyldi ekki gildi samvinnunnar og hvernig markaðurinn vinnur.    Þegar menn verða blindir á frelsi einstaklingsins með þessum hætti þá kann það ekki góðri lukku að stýra.
mbl.is Segist ekki skilja þörf á samruna útrásarfyrirtækja í jarðhitanýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enkavæðing bakdyrameginn

Með þessari ákvörðun eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að einkavæða útrás orkufyrirtækjanna í skjóli umræðurnar um kaupréttarsamningana.  Það á að færa einkaaðilum allan ávinninginn af útrásinni.  Hagsmunum borgarfulltrúa er fórnað fyrir friðinn í flokknum.  Það er ótrúlegt að Vilhjálmur skuli gangast inn á þessa einkavæðingu og fórna hagsmunum borgarana með þessum hætti.

Það er augljóst af allri málsmeðferðinni að einstakir borgarfulltrúar hafa annaðhvort gengið eigin erinda og reynt að nota þetta mál til að uppfylla eigin metnað á kostnað kjósenda, eða að þeir eru að ganga erinda fjárfesta, Hannesar Smárasonar, Jóns Ásgeirs og annarra sem þá kaupa hlut Reykvíkinga í útrásinni. 

Eftir situr Orkuveitan í sárum og kemur til með að tapa mörgum góðum manninum og þeirri þekkingu sem þar hefur byggst upp til einkageirans.

Valdabrölt íhaldsins gengur framar hagsmunum heildarinnar og það er almenningur sem blæðir.

þeir ættu að skammast sín.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bíta höfuðið af skömminni

Morgunblaðið kýs að fjalla um álit meiri og minnihluta í sitthvorri fréttinni í staðin fyrir að hægt sé að lesa fréttina af afgreiðslu nefndarinnar í samhengi á einum stað.  Og til að bíta nú höfuðið af skömminni er álit minnihlutans flokkað sem erlend frétt?   Eru fulltrúar minnihluta á alþingi útlendingar í augum moggans, eða eru það Grímseyingar sem eru útlendingar?
mbl.is Minnihluti fjárlaganefndar vill fresta afgreiðslu á greinargerð um Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Morgunblaðið fréttamiðill eða málgagn?

Ég veit að minnihluti fjárlaganefndar lagði fram bókun varðandi skýrslu meirihlutans.  Blaðamaður MBL hirðir ekkert um að segja frá áliti minnihlutans og hlýtur það að vekja eftirtekt og mann til umhugsunar hvort sé meira virði fyrir Morgunblaðið að segja fréttir eða vera málpípa íhaldsins í landinu?  Eða var fréttamaðurinn bara að svíkjast um í vinnunni?


mbl.is Reglur um flutning fjárheimilda verði skýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefndin er sæt

Nú er Guðlaugur Þór að nota aðstöðuna til að koma höggi á Alfreð Þorsteinsson, höggi sem hann leitaði að logandi ljósi á meðan þeir sátu saman í stjórn Orkuveitunar.   Loksins getur Gulli litli komið fram einhverjum hefndum, en hvað skyldi stoltið í stráknum kosta skattborgara þessa lands?  Hvað kostar það að leysa upp nefndina í launum og starfslokum?  Hvað kostar það að stoppa verkið og setja nýja aðila í það?  En það er allt í lagi, hann borgar það ekki úr sýnum vasa heldur mínum og þínum.  
mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband