Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hugsa sinn gang

Sjálfstæðisflokkurinn hefur barið höfðinu í steininn í stað þess að kanna gaumgæfilega hvort raunhæft og æskilegt sé að taka upp evru hér á landi, segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Nýverið tilkynnti Straumur Burðarrás að uppgjör félagsins og hlutabréf verði skráð í Evrum og kaupþing stefnir á að gera slíkt hið sama. Það hefur vakið upp umræður um hvort Ísland eigi að íhuga að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, umræður sem eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir tveimur árum setti Valgerður Sverrisdóttir fram sömu hugmynd sem þá var tekið nokkuð fjálglega, sérstaklega af sjálfstæðisflokknum.

Hún segir það hafa verið eitt af einkennum sjálfstæðisflokksins að berja höfðinu í steininn í stað þess að kafa ofan í málið. Hún sagði flokkinn standa frammi fyrir því að hafa fjárfesta mikið í þeirri skoðun að krónan sé góð og evran sé vond og þessari stefnu og því sé erfitt fyrir þá að skipta um skoðun.

Hún segir stjórnvöld ekki lengur geta setið hjá heldur verða að skoða málið betur enda myndu allar alvöru ríkisstjórnir gera það.

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra dregur merkilegar ályktanir út frá þessari frétt sem tekin er af Vísi.

Hann kemst að því að þarna sé ekki verið að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn heldur sé verið að gagnrýna Guðna Ágústsson.  Þetta er merkilega niðurstaða og kannski dæmigerð fyrir það hvernig sjálfstæðismenn nálgast Evrópuumræðuna.  Hún er þeim svo óþægilega að það eru fundin ýmis hálmstrá hér og þar til að komast hjá því að taka efnislega afstöðu til málsins.

Sveiflur í gengi, jöklabréf, erlend lántaka fyrirtækja og einstaklinga, útrás íslenskra fyrirtækja og að maður tali nú ekki um himinhátt vaxtastig verðtryggðar og óverðtryggðar krónu hefur verið tilefni til umræðu í þjóðfélaginu um stöðu krónunnar.   Seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins felur sig bak við skýrslu sem bankinn gerði áríð 1997 til þess að komast hjá óþægilegri umræðu.

Sjávarútvegsráðherra kýs bara útúrnúninga og heimatilbúna Kremlarlógík í stað þess að taka afstöðu í jafn stóru máli. 

Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um það að þeir atvinnuvegir sem í eina tíð voru undirstöðu atvinnuvegir þjóðarinnar líða fyrir setu íhaldsins í ríkisstjórn.   Atvinnuvegir sem standa undir atvinnu og búsetu í heilu landshlutunum sitja á hakanum í efnahagsstefnunni og skilaboðin til fólksins eru að koma sér í burtu og taka bara þátt í útrásinni.

Enn sannast hið fornkveðna - allt er betra en íhaldið


Að vera kaþólskari en páfinn

Hvernig getur atvinnulífið búið við svona gerræði?  Ef að fyrirtæki með starfsleyfi þarf að lúta því að endurnýjun starfsleyfis fari til umsagnar í hvert skipti sem tímabundið leyfi rennur út, er þá hægt að búast við að fjárfest sé í húsakynnum búnaði og tækjum?   Ef leyfið er til staðar og samþykkt á að endurnýja það, á meðan forsendur hafa ekki breyst.    Nýjir íbúar í húsum í kring eða þeir sem byggt hafa upp á meðan starfssemin var til staðar eiga ekki að geta rutt þeirri starfssemi er á svæðinu út.  Starfssemi á svæðinu er þekkt þegar nýir aðilar koma og þeir koma á þeim forsendum að þeir vilja vera með þeirri starfssemi sem fyrir er.    Við megum ekki verða kaþólskari en páfinn í regluverkinu.
mbl.is Endurnýjun starfsleyfis Laugafisks felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmargar ?

Ef að fjölmiðlafólk er starfi sýnu vaxið hlýtur það að spyrja Ingibjörgu Sólrúnu hvað fjölmargar þjóðir eru margar þjóðir og jafnframt að biðja hana um dæmi eins og 4 eða 5 NATO þjóðir sem kjósa að fara þá leið að greiða í sjóðina en eru ekki með mannskap í Írak.   Á meðan hún styður mál sitt engum dæmum eru þetta fullyrðingar út í loftið og ekki mark á takandi


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Meira mál að senda fólk til Írak en að boða það heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúalýðræði

Hversvegna vilja VG víkja sér undan því að taka ákvörðun um félagsform OR og skýla sér bak við íbúalýðræðið?   Menn eiga ekki að bjóða sig fram ef þeir eru ekki tilbúnir að standa og falla sínum ákvörðunum í almennum kosningum.   Ef taka á upp íbúakosningar í auknum mæli er mikilvægt að þeim sé skapaður viðeigandi rammi með löggjöf.  Allir vita að kratar í Hf eru uppteknir af því í dag að koma sér undan niðurstöðu um álversstækkun.   Áður en hægt er að viðhafa íbúakosningar í mikilvægum málum þarf að koma ýmsum málum á hreint t.d.  hvenær og hvernig svona kosning bindur kjörna fulltrúa, hver þátttakan þarf að vera, hvað þarf marga til að fara fram á svona kosningu  og hvað niðurstaðan bindur hendur meirihluta til langs tíma.  Þessi atriði verða að vera skýr áður en til svona kosninga kemur, annars koma menn sér undan því með einum eða öðrum hætti að fara að niðurstöðunni.

Eru Samtök iðnaðarins ekki hluti af íslensku atvinnulífi?

Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár haldið á lofti þeirri skoðun í krónan sé atvinnulífinu fjötur um fót.  Samtökin hafa talað fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og talið að þeim hluta atvinnulífsins sem er í þeirra samtökum muni farnast mun betur ef Ísland gengi í EB.   Það að hvorki Geir Haarde né Davíð Oddsson hafi orðið varir við þessa skoðun eða þrýsting frá samtökunum sýnir að þeir eru í fílabeinsturni og sjá bara það sem þeir vilja sjá og hentar Sjálfstæðisflokknum.  Íslenskt samfélag, íslenskar fjölskyldur og íslensk fyrirtæki geta étið það sem úti frýs.   Flokkurinn hefur talað og svona er þetta bara sama hvað tautar og raular.
mbl.is Sigurður: Krónan hentar ekki Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarskattur

Enn á að höggva í sama knérunn og láta landsbyggðina greiða fyrir vandamálin í þéttbýlinu.  Hátt vaxtastig er að sliga fyrirtækin í landinu, hvort sem þau er á landssvæðum þar sem þensla er vandamálið eða á landssvæðum þar sem er samdráttur.   Það virðist alltaf nærtækast að láta einhvern annan bera hitan og þungan af þeim lausnum sem eru fundnar til að leysa vandamál þéttbýlisins.   Væri ekki nær að skattleggja umferð inn á höfuðborgarsvæðið með gjaldhliðum til að draga úr umferð og auka hagkvæmni þess að nota almenningssamgöngur?   Hversvegna eiga íbúar á Patreksfirði að greiða skatt af akstri heima hjá sér til að draga úr svifkryki í höfuðborginni?
mbl.is Vilja innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprenghlægilegt og fáránlegt

Þetta eru orð sem bankastjóri Seðlabankans viðhefur um þá umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu um stöðu krónunnar sem myntar.  Ætli það séu ekki ansi margir hagfræðingar sem viðhafi sömu orð um þá staðreynd að 300 þúsund manna þjóðfélaga sé að burðast við halda úti eigin gjaldmiðli.  Ætli sömu orð eigi ekki líka við um vaxtastigið sem íslensk heimili og lítil fyrirtæki búa við í dag.  Það hefur nýlega komið fram að á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra hefur orðið samdráttur á undanförnum árum.  (Það heitir víst neikvæður hagvöxtur hjá blaðamönnum)  Þrátt fyrir þetta búa einstaklingar og fyrirtæki á þessum svæðum við hæstu stýrivexti í vestrænum heimi, til að slá á þenslu einhverstaðar annarstaðar.   Davíð Oddsson á það til að grípa til stórra orða til að komast hjá að taka málefnalega afstöðu í einstökum málum.  Vandamálið liggur innanbúðar í Sjálfstæðisflokknum, þar forðast menn að ræða viðkvæm erfið mál fram í rauðan dauðan, síðan er skipt um skoðun yfir nótt án undangenginnar umræðu eins og tilfellið var með EES samningin  á sýnum tíma.   Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fær um að taka á erfiðum málum vegna átakafælni forystumanna flokksins.   Atvinnulífið og fjölskyldurnar sem eru að sligast undan vaxtaokri seðlabankastjórans verða að skilja að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur í vegi fyrir allri vitrænni umræðu um stöðu krónunnar. 
mbl.is Fáránlegar hugmyndir að taka upp evru án þátttöku í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði Kvennalistans

Nú hefur formaður Samfylkingarinnar talað og látið í ljós skoðun á því hvernig bregðast á við yfirvofandi samdrætti í sjávarútvegi.   Þegar það sem eftir henni hefur verið haft standa eftir tvær tillögur.

a) Tökum aflamarkið af þeim sem minnst mega sín þ.e. byggðakvótann

b) Látum útgerðina borga brúsann af mótvægisaðgerðum vegna fyrirsjánanlegs niðurskurðar í aflamarki.

Snillingurinn Ingibjörg Sólrún vill taka af byggðakvótann og hún vill selja hann til hæstbjóðanda á markaði til fjármagna ríkisstyrktan atvinnurekstur í sjávarbyggðunum.  Heyr á endemi... hvernig datt fólki austan við Elliðaár að kjósa flokk með svona forystu.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

 XB


Jafnaðarmennska?

Nú er ríkisstjórnin að efna kosningaloforðin við aldraða og þar er aðeins horft til þess hverju Sjálfstæðismenn lofuðu og það er ekki mikil jafnaðarmennska á bak við þessa lagabreytingu.  Þeir sem eru frískir og á vinnumarkaða, eða hafa aðra þá aðstöðu að geta skammtað sér einhverjar tekjur eftir að 70 ára aldri er náð fá 560-700 milljón króna kjarabót úr ríkissjóði.  Hinir geta etið það sem úti frýs.  Þeir sem ekki hafa vinnu, eða heilsu til að stunda vinnu eftir sjötugt þeir fá ekkert.  Ekki heldur þeir sem hafa náð 67 ára aldri og hafa t.d. dregið úr atvinnuþátttöku, heilsu sinnar vegna eða til að njóta þess að aflokinni langri starfsæfi að eiga tíma til að sinna áhugamálunum meðan heilsan leyfir... þeir fá ekki neitt.   Þetta er jafnaðarmennska í verki.  Sumir eru nefnilega miklu jafnari en aðrir.
mbl.is Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera eitthvað eða telja sig vera að gera eitthvað

Kristján Möller samgönguráðherra hefur verið upptekinn við það undanfarna daga að éta ofan í sig yfirlýsingar sínar úr kosningabaráttunni og úr ræðu stól á Alþingi á síðasta kjörtímabili.   Hann kemur því samt í fréttir RÚV í dag að hann "TELUR SIG VERA AÐ VINNA AÐ VAÐLAHEIÐARGÖNGUM" hann er samt ekki alveg viss um að hverju hann er að vinna.   Er ekki betra að ráðherrann komist nú að því hvað hann er að gera áður en hann hleypur í fréttir til að slá ryki í augu kjósenda í norðaustur kjördæmi.  Hann segir það líka í anda jafnaðarmennsku að ekki verði greitt gjald í göngin frekar en fyrir aðrar framkvæmdir sem standa fyrir dyrum.  Væri ekki nær að jafnaðarmennirnir sem leiða lista Samfylkingarinnar í NV- og NE kjördæmi taki nú höndum saman og byrji á því að fella niður gjald í Hvalfjarðargöng.   Það er öll aðstaða til staðar til að telja bíla sem fara í gegnum Hvalfjarðargöng og flokka þá eftir stærð.  Þar ættu að vera nægar upplýsingar til þess að Spölur geti innheimt gjaldið beint úr ríkissjóði sem skuggagjald.  En það er sú leið kölluð ef ríkissjóður greiðir framkvæmdaraðila fyrir notkunina í stað þess að þeir sem fara um göngin greiði gjaldið.   Eru kjósendur Kristjáns Möller í NE-kjördæmi nokkuð jafnari en aðrir?  Ég skora á ráðherrann að bretta nú ermarnar og vinna að niðurfellingu gjalds í Hvalfjarðargöng....... og vinna nú, en ekki að telja sig vera að vinna... það gerir ekkert gagn

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband