Það er þörf á róttækum aðgerðum
13.6.2007 | 14:41
Hraðakstur á mótorhjólum
13.6.2007 | 14:40
Enn berast fréttir af hraðakstri á mótorhjólum. Það er ljóst af fréttum að það er mjög einbeittur brotavilji hjá hópum mótorhjólafólks og ljóst það verður að grípa til róttækra ráðstafana til að vernda okkur hin í umferðinni fyrir þessu fólki.
Ég legg til að við fyrsta eða annað brot verði settur gervihnattasendir í hjól á svipaðan hátt og er í lögreglubílum þannig að hægt sé að fylgjast með ferðum og hraða þeirra sem brjóta gegn lögum um hámarkshraða. Eftir brotalausan feril t.d. í 3 eða 5 ár eftir eðli og þyngd brots má fjarlægja sendinn.
Þetta snýst ekki um persónufrelsi þeirra sem eiga hjólin heldur um öryggi okkar hinna og það verður að grera eitthvað róttækt til að stöðva þessa þróun.
Eldfim hugmynd
13.6.2007 | 12:14
Útgerðir sem leigja frá sér kvóta gera það vegna þess að framlegð af leigum tekjum er meiri þannig, en ef þeir sækja fiskinn sjálfir. Sem segir mér að leigjandinn sækir fiskinn á hagkvæmari hátt - ekki satt?
(horfum framhjá meintu brottkasti leigutaka til að sækja aðeins verðmætasta fiskinn)
Er þá ekki eðlilegt að þær útgerðir sem ekki hafa veitt sýnar aflaheimildir taki á sig 75% væntanlegrar skerðingar og hinar sem sækja á hagkvæmari hátt fiskinn í sjóinn verði aðeins skertar um 25% og þannig flutt til aflahlutdeild varanlega til leiguliða?
Hver ýtir undir kvótasvindlið leiguliðinn eða eða sá sem leigir frá sér?
Manngildi ofar auðgildi
12.6.2007 | 11:06
Er mbl að förlast
5.6.2007 | 09:15
![]() |
Óhjákvæmilegt að bregðast við tilmælum fiskifræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Valdarán?
21.5.2007 | 16:02
Þegar ég var á leið til Ameríku á miðvikudag spurði einn ágætur maður sem var mér samferða út hvort hér yrði búið að fremja valdarán þegar við kæmum heim aftur. Nú er það staðreynd að það er búið að ýta Framsóknarflokknum út af stjórnarmyndunarborðinu og aðrir sitja þar og ráða ráðum sýnum. Það er samt ekki hægt að kalla það valdarán, það á enginn neitt í pólitík og því engu að stela. Það er mikilvægt fyrir framsóknarmenn að ráða ráðum sýnum og leggja línurnar fyrir komandi misseri í pólitík. Ég held að það sé mikilvægt fyrir flokkinn að skapa sátt og ró innan flokks og taka upp málefnalega og öfluga stjórnarandstöðu.
Flokkurinn stendur vel málefnalega og það er mikilvægt að skipuleggja starfið framundan vel og taka frumkvæðið í stjórnarandstöðunni. Tækifæri framsóknarmanna liggja í því að byggja á gömlum grunni og mikilli þekkingu innan flokks og tryggja að ný ríkisstjórn fái málefnalegt aðhald frá degi eitt. Við skulum ekki leggjast í sömu skotgrafir og einkenndu stjórnarandstöðuna sl. kjörtímabil heldur vinna vel og leggja grunninn að öflugum stórum Framsóknarflokki, flokki sem er og verður höfuð andstæðingur íhaldsins á Íslandi hvort sem það er til hægri eða vinstri.
Framsóknarflokkurinn hefur staðið vörð um hagsmuni hins vinnandi manns, haft atvinnu fyrir alla að leiðarljósi og að afla í kökuna áður en hún er bökuð. Kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar var einn stór loforðalisti og það verður spennandi að sjá hvað verður skorið niður á Þingvöllum og hvað fær að lifa. Ég trúi því seint að Sjálfstæðismenn séu tilbúnir að fórna góðri stöðu ríkissjóðs fyrir 4 ár í viðbót í stjórnarráðinu, það verða dýr ráðherrasæti.
Stóra spurningin
16.5.2007 | 10:34
Stjórnarandstaðan boðaði stjórnarskipti í kosningunum 12 maí. Stóra spurningin sem lögð var fyrir þjóðina var hvort hún vildi frekar meirihluta kaffibandalagsins eða meirihluta íhalds og framsóknar. Svar þjóðarinnar er komið og þá ætla bæði Samfylking og VG að breyta spurningunni eftir á, það kallast fölsun, svik við kjósendur eða bara tækifærissinnar.
Eitt í dag annað á morgun.
Stjórnarandstaðan viðraði aldrei þann möguleika við kjósendur þessa lands að þeir vildu skipta um sæti við framsóknarmenn í ríkisstjórn. En nú sækja bæði VG og Samfylking það fast. Eru það engin svik við kjósendur? Hafa vinstri menn keypt sér aflátsbréf í bunkum og leyfi til að svíkja kjósendur hægri vinstri á meðan þær hrakyrða framsóknarmenn fyrir að halda áfram í stjórnarsamstarfi. Þriðjungur kjósenda vilja þessa stjórn áfram, þriðjungur vill að framsóknarmenn standi upp og hleypi Samfylkingu að.
Dettur nokkrum í hug að framsóknarmenn eigi að hlusta frekar á þann þriðjung sem vill þá ekki, en þann sem vill þá í ríkisstjórn? Myndu einhverjir gera þá kröfu til annarra flokka að hlusta frekar á þá sem kusu þá ekki en þá sem kusu þá? Hvaða endaleysa er þetta. Vinstri menn er dæmdir í stjórnarandstöðu í önnur 4 ár og þeir verða bara að læra að lifa með því og haga sér eins og vitiborið fólk og láta af skítkasti, brigslyrðum og sorakjafti. Það færir þá ekkert nær því að sitja í ríkisstjórn.
Svo einfalt er nú það.
Lífið heldur áfram
15.5.2007 | 14:21
Álver við Helguvík verður varla stöðvað úr þessu, sem betur fer. Það er búið að leggja í mikla vinnu og mikla leit að atvinnutækifærum fyrir Suðurnesjamenn. Atvinnutækifærum sem skjóta frekari stoðum undir atvinnulífið og auka þar fjölbreytni. Nú glittir í árangur af þeirri vinnu og vonandi verður þjóðin það lánsöm að hér verði ríkisstjórn sem stiður við bakið á heimamönnum í þeirri uppbyggingu, en leggur ekki steina í götu þeirra.
Það er skylda framsóknarmanna að sitja sem fastast í ríkisstjórn og tryggja að hagspár Seðlabanka og fjármálaráðuneytis um 3.5% atvinnuleysi rætist ekki. Atvinnuleysi er mesta böl sem einstaklingar og fjölskyldur upplifa og íhaldið, ásamt Samfylkingu og VG eru greinilega tilbúin til að koma hér á tímabundnu atvinnuleysi til að leysa einhvern ímyndaðan hagstjórnarvanda.
![]() |
Skýrsla vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á hverja á að hlusta
15.5.2007 | 13:34
Á framsóknarflokkurinn að hlusta á það sem yfirgáfu flokkinn og kusu annan flokk í Alþinginskosningunum? Eða á flokkurinn að hlusta á 11.7% kjósenda sem treysta framsóknarmönnum best til að koma að stjórn landsins? Mér finnst það skrýtin pólitík ef líta á til kjósenda annara flokka þegar framsóknarmenn meta þá stöðu sem upp er komin.
Framsóknarmenn lögðu í þessa kosningabaráttu með sterka málefnalega stöðu, málefni sem flokkurinn og flokksfólk trúir á. Það ber að líta til þess hvaða málum við náum fram í stjórnamyndunarviðræðum. Okkar skylda er við þá sem kusu flokkin en ekki við þá sem yfirgáfu hann. Ég tel því mikilvægt að framsóknarmenn haldi málefnunum á lofti og geri kröfu um að þeir hafi þar meiri áhrif í nýrri ríkisstjórn, en í fráfarandi ríkisstjórn. Náist það ekki er sjálfhætt. En ég hafna því algjörlega að láta þá sem yfirgáfu flokkinn ráða mínu atkvæði komi til þess að greiða atkvæði um stjórnarþáttöku á miðstjórnarfundi.
![]() |
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ragnar Reykás hvað
14.5.2007 | 13:02
Steingrímur Joð talar um að núverandi ríkisstjórn sé lösku, lömuð að hún hafi ekki meirihluta atkvæða á bak við sig og þessvegna sé henni ekki sætt. Gott og vel, ef hann meinar nú eitthvað af því sem hann segir, hvernig dettur manninum þá í hug að bera minnihlutastjórn á borð fyrir þjóðina. Að sjálfsögðu á að mynda stjórn sem byggir á meirihluta þingmanna ef það er hægt. Hvers vegna ættu framsóknarmenn að verja stjórn með VG falli? Steingrímur sjálfur segir að það sé himin og haf milli þessra flokka. Er þá allt eins í myndinni að framsóknarmenn verji bara minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks falli?
![]() |
Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |