Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kynnti Ingbjörg Sólrún sér ekki lög og reglur

Ég held að lög um ráðherraábyrgð séu holl lesning fyrir ráðherra Samfylkingar sem ekki telja sig bera neina ábyrgð á því ástandi sem upp er komið í íslensku samfélagi.

Ég vil vekja sérstaka athygli á annarri og fjórðu grein laganna en þær hljóða svo:

2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.

4. gr. Séu embættisathafnir, sem atbeina forseta þarf til, vanræktar, hvílir ábyrgð vegna þeirrar vanrækslu á ráðherra þeim, sem málefnið heyrir undir. Enn fremur hvílir ábyrgð á hverjum þeim ráðherra, sem stuðlað hefur að þeirri vanrækslu.

Það er þetta sem þjóðin á við þegar hún kallar eftir ábyrgð.
 

 


Bjarni klumsa... vonandi ekki lengi

Á bloggsíðum og í kaffitímum fara menn nú mikinn og ræða um það að Framsókn sé að klofna og að það verði stofnaður nýr flokkur þeirra sem hafa barist gegn því að flokkurinn taki skýra afstöðu, sem felur í sér aðild að ESB,  í Evrópumálunum. 

Bjarni segir nú á bloggi sínu að hann sé í flokki og það sé ekki að breytast, allavega ekki fyrr en eftir að flokkurinn hefur breytt um stefnu.   Bjarni er og verður held ég alltaf framsóknarmaður, og jafnvel þó að Framsóknarflokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálunum vona ég að Bjarni verði þar áfram innanborðs og berjist fyrir sínum sjónarmiðum.

Aðhald og uppbyggileg skoðanaskipti eru nauðsynleg í hverjum stjórnmálaflokki og þar hefur Framsókn farið í broddi fylkingar á Íslandi og liggur langt framar öðrum flokkum.  Grasrótin hefur áhrif og tekst á um stefnuna.   Má þar nefna mál eins og sjávarútvegsmál, einkavæðingu bankana og einkavæðingu símans sem menn hafa tekist á um á umliðnum árum og koma til með að takast á um. 

Í þeirri umræðu er mikilvægt að allir sem hafa framsóknarstefnuna að leiðarljósi komi að borðinu og láti sín sjónarmið heyrast og taki þátt í lýðræðislegri ákvörðunartöku.  Í því fellst styrkur flokksins.

Ef til aðildarviðræðna við ESB kemur er enn mikilvægara að þeir sem hafa miklar efasemdir um það ágæta sambandi taki þátt í umræðunni með þeim sem eru fylgjandi.   Þess vegna vona ég að vinur minn Bjarni Harðarson komi tvíefldur til flokksþings og taki þátt í þeirri ákvörðun sem þar verður tekin og taki lýðræðislegri niðurstöðu.   Verði hún á þann veg að flokkurinn styðji aðild að ESB er af nógu að taka þegar kemur að því að ræða samningsmarkmið og síðar samningsniðurstöðu og útfærslu.  Þá er mikilvægt að rödd Bjarna og þeirra sem deila með honum skoðunum heyrist í stofnunum flokksins.


Stjórnarheimilið

Það hefur ýmislegt skýrst varðandi ástandið á stjórnarheimilinu í dag.   Þar er uppi sú staða núna að hluti ráðherrarana eru ekki hafðir með í ráðum.  Þeir fá ekki að lesa skýrslur og þeir fá ekki upplýsingar um stöðu mála í samfélaginu.   Menn geta velt fyrir sár ástæðunum fyrir því að ástandið er eins og það er.  Ég hef þrjár tilgátur:

1.  Geir og Ingibjörg treysta sumum ráðherrum ekki fyrir viðkvæmum upplýsingum vegna þess að þeim er lekið viðstöðulaust í fjölmiðla til að skora stig í innbyrðis átökum í Samfylkingunni.  Össur er þá greinilega í því liði sem Ingibjörg treystir ekki.

2.  Sjálfsstæðismenn eru orðnir svo frekir til valdsins að þeir telja enga ástæðu til þess að hafa samstarfsflokkinn með í ráðum, enda er hann í vasa íhaldsins.

 3.  Sjálfsstæðismenn telja Samfylkinguna ekki til ríkisstjórnarinnar enda hagar flokkurinn sér eins og hann sé enn í stjórnarandstöðu og tekur ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum.


Já já og nei nei

Hvað skyldi ráða því að morgni þegar Össur Skarphéðinsson fer á fætur hvort hann er í stjórn eða stórnarandstöðu þann daginn?
mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af loddurm Samfylkingarinnar

Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar tekur að sér fyrir flokkinn að spyrja spurningar á Alþingi sem hann veit að hann fær ekkert svar við.  Til hvers?   Loddaraskapur !

Hér er að ferðinni leikrit Samfylkingarinnar til að breiða yfir tengsl sýn við Baug og Jón Ásgeir.  Spurningin þjónar engum öðrum tilgangi en að slá ryki í augu þjóðarinnar og þeirra fjölmiðlamanna sem ekki eru þegar á mála hjá Jóni Ásgeir og Samfylkingunni.   Rauðsól er jú bein tilvísun í merki Samfylkingarinnar sem er rauð sól.

Össur Skarphéðinsson sem hefur verið inn og út úr utanríkisráðuneytinu sem sitjandi ráðherra undanfarna daga og vikur fer mikinn um væntanlega komu Breta á Keflavíkurflugvöll.   Ef ráðherrann meinti eitt einasta orð í stóryrtum yfirlýsingum undanfarinna daga um komu Bretana hefði hann gripið til viðeigandi ráðstafana meðan hann var í aðstöðu til.   Það gerði hann ekki og hér er bara eitt dæmið enn um að vinsældir í skoðanakönnunum skora hærra í huga ráðherra en að vinna þjóðinni gagn.   Við eigum í deilum við Breta á einum vígstöðum og okkar rök eru að menn eigi að halda sig við alþjóðrétt og gerða samninga og við erum óhrædd við að fara með málið í gerðadóm. En á sama tíma er ráðherra í ríkistjórn að hvetja til samningsrofs og illinda á fleiri vígstöðum í stað þess að leysa úr ágreiningsmálum sem eru til staðar.  Loddaraskapur !!

Kratar hafa ekki getað haldið trúnað í samstarfi við aðra flokka síðan á dögum Viðreisnar á sjöunda áratug síðustu aldar.  Nú beinast spjótin að þingflokksformanni Samfylkingarinnar og uppi er grunur um að hann blaðri til hægri og vinstri öllu sem hann telur að verði til að þess að hann geti fullnægt óseðjandi metnaði sínum.   Metnaði sem gengur frekar út á að fá að setjast í ráðherrastól en að vinna þjóð sinni gagn á erfiðum tímum.  Enn einn loddarinn.


Verkalýðsforingi á villigötum.

Manni bregður við að sjá svona hugmyndir frá formanni í verkalýðsfélagi.   Lífeyrissjóðir landsmanna eru tryggingarfélög þar sem menn greiða iðgjöld í samræmi við tekjur.   Lífeyrissjóðirnir tryggja m.a. örorkulífeyri, makalífeyri og ellilífeyri.

Allar hugmyndir um að gera allar lífeyrisgreiðslur að séreign hljóta að hafa í för með sér að samtrygging sjóðanna líður undir lok.   Þá þarf ríkið að taka á sig auknar byrgðar í staðinn. 

Það væri fróðlegt að heyra frá fleirum í verkalýðshreyfingunni hvort að það sé tilfellið að þar séu ræddar hugmyndir að hverfa frá samtryggingu og í staðinn hugsi hver um sig.  Vonandi er hér um vanhugsað einangrað útspil manns sem hefur ekki hugsað til enda þær hugmyndir sem hann leggur hér á borðið.


mbl.is Allur lífeyrir verði séreign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögurstund

Fyrir um 1.000 árum mælti vitur maður "Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn"   Nú er svo komið að það er raunveruleg hætta á því að friðsöm þjóð eins og Íslendingar slíti sundur friðinn.  Ekki vegna utan að komandi ógnar heldur vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar eru hættir að tala við þjóðina.

Þjóðin er í vanda stödd og þá er aldrei mikilvægara en að ráðamenn haldi ró sinni og tali einni röddu og haldi þjóð sinni upplýstri um gang mála.   Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist þessu hlutverki, það er ekki talað einni röddu heldur mörgum.  Stundum virðist markmiðið með yfirlýsingum ráðamanna vera það helst að afvegaleiða umræðuna og þjóðina. 

Þegar mikið liggur við eins og á Þingvöllum forðum þegar kristinn siður var lögleiddur á Íslandi þurfa ráðamenn að finna málamiðlun sem heldur friðinn.   Nú er svo komið að það á að vera forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að finna þessa málamiðlun með aðkomu sem flestra og tala síðan við þjóðina.

Þessu verkefni verður ekki slegið lengur á frest, og ef stjórnvöld taka ekki frumkvæði í þessa veru er veruleg hætta á því að hér verði ófriður í landinu, mótmæli, verkföll og jafnvel skærur.  Er það vilji ráðamanna eða ætla þeir að girða sig í brók og vinna vinnuna sína ?


Össur bloggari vaknaði

Össur iðnaðarráðherra vaknaði og mundi eftir því að hann heldur úti bloggsíðu þegar fréttir bárust af frumhlaupi Bjarna Harðarsonar.   Þá hafði Össur loksins eftir hálfsmánaðar þögn eitthvað að segja við kjósendur og Samfylkingarfólk.   Þá var loks fundið verkefni sem kallinn ræður við, það er að kasta skít og hella olíu á bál.   En að leysa mál, hann er ekki jafn laginn við það.   Þjóðin situr í súpunni og Össur hefur meiri áhyggjur af innanbúðarmálum í Framsókn en af ástandi þjóðmála.

Nú er komið að ögurstund varðandi heræfingar Breta á Íslandi, í dag þarf starfandi utanríkisráðherra að taka ákvörðun um það hvort Bretarnir koma eða koma ekki.   Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Össur mætir í vinnunna og tekur ákvörðun eða hvort hann situr heima og lætur Geir ráða þessu.   Ákvörðunin varðar utanríkismál og er alfarið Össurar samkvæmt stjórnskipan, nú reynir á kappann... er hann maður eða mús?


Gerum gagn.

sjá nánar hér.
mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla að gagni

Er ekki rétt að mótmælendur þessa lands beini nú mótmælum sínum að Bretum.  Mótmæli við sendiráð Breta myndu vekja athygli á málstað Íslands og framkomu Breta við okkur þessa dagana.  Þjóðverjar sem eru til húsa á sama stað kæmust ekki hjá því að verða varir við óánægju Íslendinga og það mætti spyrja þá í leiðinni hvort það sé í þeirra umboði og þeim að skapi að ESB sé misnotað til þess að beita þjóð í vanda ofbeldi.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband