Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Þarna eru þeir í réttu ljósi

Hagsmunir neytenda skipta bara engu máli og heldur ekki hagsmunir þeirra sem eiga í fyrirtækinu með þeim.  Hringurinn (lesist Baugur) kemur í fyrsta sæti og aðrir hagsmunir þar á eftir.

hafi þeir skömm fyrir.


mbl.is Sagt upp og samningi rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt niðrum sig

Það er augljóst að ritstjórinn, eigandinn og blaðamennirnir eru núna með allt niðrum sig og sennilega verður trúverðugleiki DV aldrei samur aftur.   Hversvegna voru yfirlýsingar dagsins gefnar?  Átti að slá ryki í augu lesenda og segja ósatt?   Nú hlýtur maður að spyrja sig: Hversu oft hafa ritstjórar og blaðamenn hallað réttu máli ?
mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinsvaf á vaktinni

Og nú á að kenna bara einhverjum öðrum um.   Hversvegna var bankamálaráðherra ekki hafður með á fundum með Seðlabankastjóra?   Var honum ekki treystandi Ingibjörg?   Hversvegna var pukrast með ástand mála í heilt ár án þess að segja þjóðinni frá?  Var verið að leita að sökudólg í stað þess að ráðast á vandan?

Það er aumt að kenna öðrum um og þú ættir að skammast þín.


mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin gefur tóninn

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið einhliða að standa ekki við samninga við bændur og vísitölubæta ekki búvörusamninga eins og ráð var fyrir gert.   Þetta er einhliða ákvörðun stjórnarflokkana og mun hafa víðtæk áhrif á afkomu margra sem starfa í landbúnaði í dag.   Hér er um beina kjaraskerðingu til bænda að ræða á sama tíma og tilkostnaður við rekstur í landbúnaði hækkar mikið.   Og þar liggja stjórnvöld ekki á liði sínu og hækka olíukostnað ofan á þetta samningsrof.

Almenningur í þessu landi sem er að sligast undin verðtryggðum lánum hlýtur að hugsa sitt þegar stjórnvöld gefa tóninn.   Hversvegna ættu skuldsett heimili að standa við sýnar skuldbindingar ? 

Er ekki einbúið að einhverjir taki sig til að hætti að greiða verðtryggingu á lán og miði bara við upphæðir síðan í október síðast liðnum og noti til þess sömu rök og stjórnvöld?


mbl.is Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir engin lengur að taka ábyrgð?

Það eru allir uppteknir við það þessa dagana að vísa á aðra eða þykjast ekkert vita.
mbl.is Kröfuhafar hafa síðasta orðið um málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skerða ekki vaxtabætur !!!!!

Utanríkisráðherra gefur til kynna að til umræðu hafi verið í ríkisstjórn að skerða vaxtabætur.   Þetta sýnir svo ekki verður um villst að ríkisstjórnin er í engu sambandi við fólkið í landinu.   Það berast fréttir af því að sífellt fleiri leiti sér aðstoðar vegna bágrar stöðu.   Þetta á við um bæði þá sem misst hafa vinnu og svo hina sem eru í vinnu en á lágum launum.

Fólk á í erfiðleikum með að  standa í skilum og halda húsnæði.   Þá kemur jafnvel upp sú staða að ekki er til fyrir mat og þá eru tekin þung skref til að leita sér aðstoðar.   Á sama tíma og fréttir berast af bágri stöðu einstaklinga og fjölskyldna, sem má annaðhvort rekja til atvinnumissis eða stórhækkaðra afborganna á lánum,  ræðir ríkisstjórnin í alvöru að lækka vaxtabætur.

Vakin hefur verið athygli á því að Norðurlöndin telji að stærstu mistökin sem þau gerðu í bankakreppunni fyrir 15 árum voru að láta allt of mörg heimili fara í gjaldþrot.   Þrátt fyrir þessar viðvaranir gerir ríkisstjórnin nákvæmlega ekkert til að styðja heimilin og leggur frekar á auknar álögur sem koma sér illa fyrir atvinnulífið og skila sér beint í buddu launafólks.  Ekki mátti það nú við fleiri áföllum.

Boðaður er niðurskurður á mörgum stöðum í velferðarkerfinu en blessaður utanríkisráðherrann hann sker ekkert niður, heldur sínu og dregur aðeins úr vextinum en sker ekkert niður.  

Eru þetta trúverðug skilaboð og svo er hún hissa á forseta ASÍ.  

Er ekki komin tími til að tengja ?


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga og meiri verðbólga

Nú eru heimilin að sligast undan aukinni skuldabirgði vegna verðbólgu.   Þegar einhver von var til þess að verðbólga færi niður kemur ríkið og leggur á aukna skatta sem mælast beint í verðbólgunni.  Einu tillögurnar til bjargar heimilum er að lækka dráttavexti og innheimtukostnað og fresta uppboðum en það er ekki boðið upp á neinar raunhæfar lausnir.  

Það verða engir þjóðfélagsþegnar hér eftir til að borga þessa háu skatta ef halda á áfram á þessari braut.   Stjórnarstefnan gengur ekki upp, og það eina sem er boðið uppá eru gamaldags sosialista aðferðir með hærri sköttum.

sveiattann.


mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráðherra er úti að aka

Nú segir viðskiptaráðherra í viðskiptablaðinu að umsókn Íslands að ESB sé kjarninn í endurreisn íslensks athafnarlífs.   Ráðherrann vakti athygli um daginn með yfirlýsingu um að hann vildi kosningar og þar með að hann vildi ekki sitja áfram í ríkisstjórn.   En eins og fyrri daginn var það innantóm yfirlýsing sem aldrei stóð til að standa við.   Eins er með þessa yfirlýsingu, hún er ekki í samræmi við stjórnarsáttmálan og því alveg jafn innantóm og allt annað sem frá manninum kemur þessa daganna. 

Ráðherrar Samfylkingar tala út og suður að róa í allar áttir í stað þess að leggjast allir á árarnar og róa í eina átt að betra Íslandi.    Það hugsar hver um sig og enginn um hagsmuni þjóðarinnar. 

Er ekki komið nóg?


Ráðherra á endalausum flótta

sjá hér og hér já og hér er líka ágæt upptalning mála sem flest eru á borði Björgvins
mbl.is Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling í boði Samfylkingarinnar.

Enn er Samfylkingin við sama heygarðshornið bæði með og á móti í sömu málunum.   Bankamálaráðherra lofar að velta við öllum steinum í rannsókn á meintri spillingu í íslenska bankakerfinu en á sama tíma er fulltrúi bankamálaráðherra og stjórnarforðmaður fjármálaeftirlitsins á fullu við að sópa málum undir stól, láta þau hverfa eða gefa út vafasöm heilbrigðisvottorð.

Síðastliðið sumar kom upp mál þar sem upplýsingaleki úr ríkisstjórninni varð til þess að Landsbanki Íslands hagnaðist á viðskiptum á markaði.   Þetta mál fór í rannsókn til fjármálaeftirlitsins og síðan hefur ekki af því heyrst.  Það er ansi algengt með mál sem fara þá leiðinni þessa dagana.

Fyrir örfáum dögum gaf fjármálaeftirlitið út heilbrigðisvottorð á bankastjóra Nýja Glitnis sem hafði með vafasömum hætti komist hjá að greiða um 190 milljónir fyrir hlutafé sem hún var skráð fyrir.   það getur vel verið að ekki hafi eftir strangasta lagabókstaf verið brotin lög í þessu tilfelli en traust er varla til staðar á bankastjóranum lengur og það skaðar bankann en skiptir fjármálaeftirlitið greinilega engu máli.   Þjóðin á bankann, ekki Samfylkingin, og þjóðin þarf að treysta þeim sem þar stjórnar.

Vafasöm viðskipti ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins með hlutafé í Landsbankanum sáluga hafa líka verið til skoðunar og ekkert bólar á afgreiðslu þess máls.   Á sama tíma og maðurinn liggur undir grun um innherjaviðskipi er hann yfirmaður ráðuneytis starfsmannamála.   Hann ætti að vera öðrum ríkisstarfsmönnum fyrirmyndi og víkja að sjálfssögðu á meðan hann hefur ekki verið hreinsaður af áburði um svindl á markaði.   En fjármálaeftirlitið það sér um sína og silast áfram.

Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefndir yfir gömlu bankanna þegar þeir hrundu.   Þessar skilanefndir hafa m.a. ráði endurskoðendur til að skoða bankanna og leita þar að einhverju misjöfnu.  Í skjóli fjármáleftirlitsins hefur skilanefnd Glitnis gefið KPMG færi á að rannsaka sjálft sig núna í bráðum tvo mánuði.   Bankamálaráðherra datt ekki í hug að kanna hvernig væri staðið að því að rannsaka bankanna, þó svo að hann hafi nú lofað því að velta við hverjum steini.   Það var bara loforð og þess vegna greinilega ástæðulaust að fylgja því eftir og setja sig inn í það hvort og hvernig loforðið væri efnt.  

Nú getur blessaður ráðherrann komið og sagt ... "Ég bara vissi þetta ekki"     Hvað er strákurinn að gera í hálfu ráðuneyti sem vaxið hefur mest allra ráðuneyta frá því að stjórnin var mynduð?   Er hann bara í tölvuleikjum?

Skilanefndirnar sem sitja í skjóli Fjármálaeftirlitsins og sitja því í umboði stjórnarformanns eftirlitsins og bankamálaráðherra hafa ákveðið að ganga í lið gegn skattstjóranum yfir Íslandi sem vill kanna hvort sannanir finnist fyrir meintri spillingu í útibúum bankanna í Lúxemborg.    Nú hefur bankamálaráðherrann þrjá kosti:

a - Skikka skilanefndirnar til að láta umbeðnar upplýsingar í té.

b- Setja skilanefndirnar af og skipa nýjar sem skilja hlutverk sitt og láta umbeðnar upplýsingar í té.

c - Gera ekkert og halda áfram að bjóða upp á spillingu á Íslandi í boði Samfylkingarinnar.

Nú reynir á er bankamálaráðherra maður eða mús.... þorir hann ?

Nú eftir að hafa skrifað þennan pistil sé ég að ráðherrann fann leið d út úr vandanum.   Hann varpar ábyrgðinni á stjórnvöld í Lúxemborg til að koma sér hjá því að taka á vandanum hér heima og til þess að styggja nú ekki bakhjarla Samfylkingarinnar.    Vonandi týnist bréfið ekki á leiðinni eins og erindi Íslands til IMF sem enginn vissi hvar var í tvær vikur á meðan fyrirtækjum og heimilum í landinu blæddi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband