Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Er á stefnuskrá Framsóknar

Eftirfarandi er úr stefnu Framsóknarflokksins og íhald soppaði á þingi sl. ár og stjórnarandstaðan var ekki til í game. 

Auðlindasjóður verði stofnaður og til hans renni þær greiðslur sem greiddar eru fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar.

Að í stjórnarskrá standi: „Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.

Alþingi setji lög um auðlindasjóð. Auðlindagjald renni í auðlindasjóð. Greiðslur fyrir afnot af auðlindum í eigu eða forsjá ríkisins renni í auðlindasjóð.


mbl.is Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar leiðir !!!

Hugmynd til að draga úr vægi verðtryggingar:  http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/511170


mbl.is Hugsanleg vaxtalækkun á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt lítið skref ?

Núna á tímum mikillar verðbólgu fór ég að velta fyrir mér vísitöluútreikningum og hvaða áhrif það hefur á verðbólgu ef raunverð á íbúðarhúsnæði lækkar eins og bæði Seðlabanki og fjármálaráðuneyti hafa spáð.   Það er ljóst að verðbólgunni var haldið uppi af hækkandi húsnæðisverði svo mánuðum skipti á undanliðnum árum. 

Húsnæðisliðurinn vegur þyngra í neysluverðsvísitölunni hér á landi en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við og því gæti aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum bent til þess að hún ætli að láta lækkandi húsnæðisverð draga úr verðbólgu.  Það gæti verið meðvituð stefna, sem ég tel reyndar hreina uppgjöf í því að taka á vandanum.

Ég vil varpa þeirri hugmynd hér fram hvort ekki væri skoðandi að bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður tækju sig saman um að bjóða nýja tegund af verðtryggðum lánum.  Lán sem fylgdu samræmdri neysluvísitölu EES en ekki íslenskum vísitölum sem eru í vítahring víxlhækkana þar sem hækkandi lántökukostnaður vegna hærri verðbólgu leiðir til hærri vísitölumælinga í næsta mánuði og svo koll af kolli. 

Ef nýr lánaflokkur yrði almennur, sem myndi nú ekki gerast mjög hratt miðað við núverandi framboð af ljásfjármagni, gæti það rofið þennan vítahring víxlhækkana og orðið til þess að það dregur fyrr úr verðbólgu.   Þarna gæti verkalýðshreyfingin tekið frumkvæði í krafti stjórnarsetu í lífeyrissjóðum og þá er líklegt að bankar og aðrir myndu svara nýrri samkeppni á markaði.

Það væri fróðlegt að fá viðbrögð við þessum pælingum.


Er það nema furða

Það hafa allir beðið eftir ríkisstjórninni og aðgerðum hennar til að bregðast við ástandinu í efnahagsmálum.  Það blasir við að ráðamenn eru meira uppteknir af því að ferðast og skoða heiminn en að takast á við ástandið hér heima.   Ef ríkisstjórnin var að bíða eftir lægra skuldatryggingarálagi áður en farið væri í erlenda lántöku til auka við gjaldeyrisvarasjóðinn, var þá ekki rétt að grípa til annarra ráðstafana á meðan?

Það er ljóst að Seðlabankinn ræður ekki einn við vandann.  Enginn veit hvort síðasta vaxtahækkun hafði áhrif á gengið eða ekki.  Það er hægt að spá og spekúlera og fabúlera um það ef vextir hefðu ekki verið hækkaðir væri gengið enn verr á vegi statt.  Það er samt staðreynd að það verða bara spekúlasjónir og byggir ekki á neinum haldbærum staðreyndum.

Neró horfði á Róm brenna en íslenskir ráðamenn kjósa að vera erlendis til að komast undan óþægilegum spurningum.  Þannig koma þeir sér hjá því að horfast í augu við ástandið og grípa til ráðstafana.  Almenningur fær hvort sem er reikninginn og langt í kosningar.

Ég held að Bjarni Harðarson hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kallaði ríkisstjórnina útlagastjórn.


mbl.is Lánshæfiseinkunnir lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum þar sem það kemur við þá

Hvernig væri nú að neytendur tækju sig saman og mótmæltu þar sem það kemur við fulltrúa á löggjafarsamkomunni sem hafa neitað hingað til að hlusta á kröfur vörubílstjóra og annarra um lægri álögur á eldsneyti.   Einn af forkólfum ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins er stjórnarformaður í olíufélagi og ef allir taka sig nú saman um að skipta ekki við það félag á meðan ekki er komið til móts við neytendur er ég nokkuð viss um að ekki mun standa á viðbrögðum.  Hættum allir sem einn að skipta við N1.

Þá er bara að láta verkin tala

Fjármálaráðuneytið lætur vonandi verkin tala nú þegar það hefur komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað þurfi að gera.    Aðgerðarleysi hefur leitt til þess að hátt vaxtastig er hætt að duga til þess að halda uppi gengi krónunnar.   Það þarf meira til.   Greining ráðuneytisins er rétt að því leiti að það þarf að bæta stöðu bankana, það þarf að auka aðgengi bankana að erlendu lánsfé og það þarf að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.  

Vonandi gerir ráðuneytið sér grein fyrir því að það hefur þarna hlutverki að gegna.   Bæði hvað varðar það að auka gjaldeyrisvarasjóðinn, það gerist varla án aðkomu ráðuneytisins og einnig getur fjármálaráðuneytið spilað lykilhlutverk í því að bæta stöðu bankana t.d. með því að beita sér fyrir uppkaupum Íbúðalánasjóðs á hluta af fasteignalánum bankanna.  En fyrst þarf ráðuneytið að láta af áralangri baráttu gegn Íbúðalánasjóði.  baráttu sem er að mestu leidd af embættismönnum innan ráðuneytisins og að litlu leiti af pólitísku frumkvæði fjármálaráðherra.

Persónulegar herferðir embættismanna í fjármálaráðuneytinu gegn Íbúðalánasjóði hafa engu skilað.  Íbúðalánasjóður hefur tekið fullan þátt í því að halda aftur af þenslu m.a. með hámarkslánum sem eru í engu samræmi við verð íbúðarhúsnæðis og með tengingu lána við brunabótamat sem hefur ekki fylgt markaðsvirði.

Nú verða menn að brjóta odd af oflæti sínu og láta verkin tala og tryggja að hrakspár Seðlabankans um verðfall íbúðarhúsnæðis nái ekki fram að ganga.   Spá ráðuneytisins er í miklu meira samræmi við það sem vænta má, en hún nær ekki fram að ganga ef ekkert er gert.


mbl.is Brýnt að bæta aðgengi banka að erlendu lánsfé á viðunandi kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforð um háa vexti

Peningastefna Seðlabankans gengur út á það að skapa eftirspurn eftir íslenskum krónum til að halda hér uppi gengi og niðri verðlagi á innfluttum vörum.  Þannig er ætlunin að draga úr eða koma í veg fyrir verðbólgu.  Aðferðin er sú að með því að halda uppi háum vöxtum sé það eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að ávaxta fármuni í íslenskum krónum.  Þarna virðist tilgangurinn helga meðalið.   Ég sem leikmaður hef aftur á móti af því verulegar áhyggjur hvernig við ætlum að greiða þessa vexti.

Loforð um ávöxtum langt umfram það sem gengur og gerist eru gylliboð sem erfitt er að standa við og ljóst að einhver þarf að borga reikninginn.  Ég hef aldrei heyrt frá Seðlabankamönnum skýringar á því hvernig íslendingar ætla að greiða vextina.  Hverjum verður sendur reikningurinn? 

Það getur verið skiljanlegt að hækka vexti aðeins umfram það sem þekkist til að draga úr sveiflum en þegar vaxtastigið er orðið tvöfalt eða jafnvel þrefalt á við það sem þekkist annarstaðar á byggðu bóli, eru þá ekki afleiðingar vaxtastefnunnar orðnar verri en verðbólgunnar?  Er ekki með þessari hávaxtastefnu verið að efna í eina stóra þenslu enn til að standa undir vaxtagreiðslum?

Ég held að öfgafull notkun á þeim hagstærðum sem við getum haft áhrif á ýti undir stórar sveiflur í hagkerfinu sem erfitt er að ráða við.  Þess vegna tel ég að misráðið hafi verið að hækka stýrivexti en og aftur.   Það er augljóst að verkefni dagsins er að auka trú á krónunni og styrkja gengið frá því sem nú er.  En það getur varla verið markmið að fara með gengisvísitöluna á þær slóðir sem hún var á sl. ári.  Til þess að auka trú á krónunni er mikilvægt að nýta sterka stöðu hagkerfisins og grípa til ráðstafana sem auka tiltrú, skapa traust og styrkir bankana í þeirri lánsfjárkreppu sem gengur yfir.

Margoft hefur verið bent á leiðir s.s. að gera samninga við erlenda Seðlabanka, hvers vegna er það ekki gert?  Er það of seint, hafa erlendir Seðlabankar misst trúna í þann Íslenska? 

Önnur leið sem kannski ein og sér dugar ekki en er samt mikilvæg er að viðurkenna að bankarnir fóru offari á húsnæðismarkaðnum.  Fjármögnuðu ódýr lán með hagstæðum skammtímalánum sem nú þarf að standa skil á.  Jafnframt var öllum reglum um varkárni og ráðdeild hent fyrir borð og fólki gert mögulegt að endurfjármagna lánin og bæta við og nota mismuninn til neyslu.   Aðförin að Íbúðalánasjóði mistókst.  Nú er rétt að hann taki yfir lánin og sinni sínu hlutverki.

Enn er hægt að fara þá leið að gefa út ríkisskuldabréf, eða auka lífeyrissparnað með skattaívilnun sem síðan verði notaður til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þannig auka trú á krónunni.  Einhver þessara leiða eða sambland af þeim öllum myndi styrkja krónuna og draga úr verðbólgu.

Aðgerðarleysi er ein leið sem hægt er að fara, bara bíta á jaxlinn og láta þetta yfir sig ganga en það mun leiða til atvinnuleysis og gjaldþrota.  Þeir sem kannski síst mega við því verða þá látnir greiða reikninginn.  Það virðist vera sú leið sem ríkisstjórnin ætlar.  Það er ekki mikil jafnaðarmennska í þeirri leið.


Hausinn í sandinum

Hvernig væri nú að ráðherrann segði satt og rétt frá.  Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og sett stöðu ríkissjóðs á lánamörkuðum í uppnám.   Á meðan aðrar þjóðir horfa fram á kreppu vegna stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum og bregðast við með aðgerðum sem miða að því að draga úr áhrifum kreppunnar er enn hert á hér og séð til þess að kreppan verði nógu kröpp.  Það á að beita atvinnuleysinu sem hagstjórnartæki.
mbl.is Stjórnvöld styðja bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að senda fiskin óseldan úr landi

Er ekki komin tími til að setja það í lög að allur fiskur veiddur á íslandsmiðum skuli annað hvort vera unninn eða selda á Íslandi.  Þannig gefum við íslenskri fiskvinnslu kost á að bjóða í fiskinn áður en hann er sendur úr landi.   Það er illt við það að búa að reka fiskvinnslu þar sem hætta er á hráefnisskorti í hverri viku vegna lítils framboðs á mörkuðum.   Á sama tíma fer fiskur út í gámum sem íslensk fiskvinnsla hefur engin tök á að bjóða í. 

Breytum þessu og setjum atvinnu á Íslandi í forgang og aukum rekstraröryggi íslenskrar fiskverkunar.  Ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is Óska skýringa frá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðið svar svo ekki sé nú meira sagt

"Sviptir heimild til að sinna ákveðinni ráðgjöf" ?  " Sala á ákveðnum afmörkuðum afurðum"  !!

"yfirvöld í Noregi ætluðu sér að stöðva sölu á slíkum fjármálaafurðum á norska markaðnum almennt" !!

Þegar maður sér svona tilsvör þá er ekki nema furða að menn treysti bönkunum ekki fyrir horn.

Ég spyr bara á hvaða gráa svæði voru menn komnir??


mbl.is Glitnir Privatøkonomi svipt réttindum af norska fjármálaeftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband