Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Samkeppniskilyrði á húsnæðismarkaði jöfnuð.
16.5.2008 | 12:54
Jahá, þetta þýðir væntanlega að formaður Samfylkingar telur að Íbúðalánasjóður hafi forskot á bankana í húsnæðismarkaði og það sé mikilvægt hlutverk jafnaðarmanna í stjórn landsins að binda hendur Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hann bjóði nú ekki fólkinu betri kjör en bankarnir.
Það á að jafna aðstöðu hinna ríku til að arðræna húsnæðiskaupendur í skjóli okurvaxta. Það á að taka Íbúðalánasjóð af markaði eða takmarka möguleika hans til að lána til almennings og setja þannig landsbyggðina út á guð og gaddinn.
Jafnaðarmennskan hjá formanni Samfylkingarinnar er fyrir hina ríku og kostnað hinna efnaminni. Samfylkingin er komin í einhverskonar keppni við Sjálfstæðisflokkinn í því hver getur gengið lengra í áttina til hægri í efnahagsstjórn. Það á að styrkja félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs, en það á að fórna Jóni og henni Gunnu. Þau geta farið í bankann og undir merkjum jafnaðarmennskunnar greitt okurvexti af lánsfé til að koma sér upp þaki yfir höfuðið.
Bankarnir hafa sýnt það og sannað að innkoma þeirra á húsnæðismarkaðinn var eingöngu til þess að koma Íbúðalánasjóði af markaði, losna við óæskilega samkeppni til að geta haldið arðráninu áfram og nú eftir 11 mánuði í stjórn hefur Samfylkingin ákveðið að ganga í lið með fjármagnseigendum og íhaldinu og "jafna samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði"
Hvar er Jóhanna núna? Íbúðalánasjóður er á forræði Samfylkingarinnar og það er hennar hlutverk að standa vaktina núna þegar formaðurinn er genginn í björg með íhaldinu.
Samningur eflir traust og tryggir fjármálastöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er ég sammála
16.5.2008 | 11:28
Við getum ekki afgreitt alla útlendinga sem eintóma asna þegar kemur að umræðunni um efnahagsmál á Íslandi. Þessar aðgerðir leysa engan vanda, mín skoðun er hér
Lengt í hengingaról Íslendinga" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krónan liggur fyrir dauðanum
16.5.2008 | 11:15
Seðlabankinn hefur gert samninga við félaga sína á norðurlöndunum um að þeir geymi krónur og láti af hendi evrur í staðinn. Þetta er sagt gert til þess að tryggja lausafjárstöðu Seðlabankans.
Hversvegna bankinn þarf allar þessar evrur er spurning sem eftir stendur, kannski til að verja krónuna þegar Jöklabréf falla á gjalddaga næst? Það er ljóst að ef keyptar eru krónur fyrir evrurnar eru þær ekki lengur gjaldeyrisvarasjóður og varla fara bankarnir að taka þær að láni . Síðar kemur svo að skuldadögum og bankinn þarf að kaupa evrur til að skila til Skandinavíu og fá krónurnar heim þar sem þær eru jú engum til gangs í Skandinavíu.
Hér er verið að slá sig til riddara með því að pissa í skóinn og fresta vandanum, hann fer ekkert þrátt fyrir þessa samninga. Sálræn áhrif þess að loksins var eitthvað gert vara eflaust í viku eða tíu daga og svo fellur allt í sama farið.
Eftir stendur að Seðlabankinn, með þá Halldór Blöndal, Hannes Hólmstein og Ragnar Arnalds í stjórn og Davíð Oddsson sem aðalbankastjóra ýta vandanum á undan sér og vonast til að einn daginn hverfi hann af sjálfu sér. Evru og Evrópuumræðan er svo skrambi óþægileg og vond fyrir Flokkinn.
Hvenær ætla mennirnir að skilja það að Styrmir Gunnarsson skrifar ekki vandann út af borðinu í leiðurum, Reykjavíkurbréfum eða Staksteinum. Morgunblaðið er ekki lengur gerandi í íslensku efnahagslífi, þeir dagar eru liðnir og koma sem betur fer aldrei aftur.
Skiptasamningar gilda út árið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er nú meiri aðstoðin
14.5.2008 | 13:07
Magnús er aðstoðarmaður formanns frjálslyndra og með einstrengilegum skoðunum og greinilega fullkomnum skorti á samráði hefur hann hrakið eina bæjarfulltrúa flokksins úr flokknum.
Ef að ég væri formaður í flokki með svona aðstoð myndi ég nú hugsa minn gang og losa mig hið snarasta við aðstoðarmanninn áður en hann gengur að flokknum dauðum á fleiri stöðum en á Akranesi.
Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrýtið fréttamat
9.5.2008 | 12:35
Á sama tíma og allir vefmiðlar eru uppfullir af fréttum af ummælum aðalhagfræðings Seðlabankans í viðtali við Þýskt blað þegir mbl þunnu hljóði. Ef fréttin samrýmist ekki skoðunum ritstjórans er hún ekki frétt og kemur þar af leiðandi lesendum mbl ekkert við.
Þetta gerist á sama tíma og allir eru sammála um þörfina fyrir dýpri og málefnalegri umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þá þegir mbl. Það er ekki skrýtið að lesturinn fari niður, þjóðin hefur aðgang að upplýstri umræðu og lætur ekki lengur mata sig á fréttum og fréttaskýringum sem henta skoðunum afdankaðra ritstjóra.
fréttir af umælum Arnórs Sighvatssonar má sjá hér og hér og hér svo dæmi séu tekin.
Krónan veikist um 2,21% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldþrot frjálshyggjunar
9.5.2008 | 10:40
Þessar hugmyndir frá ungum þingmanni Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en gjaldþrot frjálshyggjunnar. Frjálshyggjan boðar að markaðurinn leiti hagkvæmustu lausna á hverjum tíma. Aðilar í flutningastarfssemi sem ég hef átt samtöl við fullyrða að strandflutningar séu stundaðar í miklum mæli og meira mæli en á meðan ríkið stóð í því að reka skipafélag. Markaðurinn er nefnilega að virka og ef það er hagkvæmt að senda vöru á sjó er hún send á sjó. En ungur þingmaður á atkvæðaveiðum ætlar sér að taka upp ríkisrekna flutningastarfssemi og neyða flutningana með einum eða öðrum hætti út á sjó. Það mun ekki verða gert nema að til komi umtalsverðar niðurgreiðslur á sjóflutningum, eða að skattheimta á landflutninga verði aukin umtalsvert til að gera sjóflutningana hagkvæmari.
Þegar skoðað er hvaða vörur eru fluttar um þjóðvegi landsins kemur í ljós að þar er kennir ýmissa grasa. Dagvara í verslanir fer tæplega á sjó þar sem óhagkvæmt verður að koma við í hverri höfn og fyrir verslunina að liggja með stóra lagera á milli ferða, og að ræsa út mannskap til að taka við sendingum þegar skipin koma.
Fiskur sem fluttur er í stórum stíl fram og aftur þjóðvegina verður tæplega fluttur á sjó. Forsenda fyrir háu fiskverði er ferskt hráefni og sjóflutningar geta bara ekki keppt við landflutninga þegar kemur að því að flytja fisk á milli markaða og vinnslu eða til útflutnings í flugi.
Olíur og bensín eru að stærstum hluta flutt á sjó í dag og síðan frá höfnum og að afgreiðslustöðvum og það breytist ekkert.
Eftir standa einstaka tilfallandi þungaflutningar, áburður, byggingarvara, hráefni og framleiðsla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni. Ég held að allir þessir aðilar hafi fyrir langalöngu reiknað út hagkvæmustu leið við flutninga og nýti sér hana.
Álögur á landflutninga til að neyða menn af vegunum er bein skattheimta á fyrirtæki og fólk á landsbyggðinni og væri mikil afturför, mönnum væri nær að viðurkenna orðin hlut og bregðast við með átaki í vegagerð og láta markaðinn ráða, hann á við þar sem samkeppni er til staðar og hún er til staðar í flutningum.
Strandsiglingar kall nútímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |