Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Ósvífni sem verður að svara
8.8.2008 | 17:59
Á sama tíma og olíuverð lækkar og gengi styrkist hækkar N1 verð á olíu og bensíni. Stjórnarformaður þessa félags hefur skrifað greinar um að allir verði nú að leggjast á eitt til að rétta af þjóðarskútuna. Það á greinilega ekki við þetta ósvífna olíufélag. Hvað ætla neytendur að láta bjóða sér svona vinnubrögð lengi? Er ekki komin tími til að sýna í verki að hækkanir eins og þær sem við sáum hjá N1 í dag var kornið sem fyllti mælinn. Ég mæli með að öllum viðskiptum sé hætt þar til skipt hefur verið um eigendur þessa félags. Þetta eru arðræningjar sem ráðast á viðskiptavini sína í skjóli fákeppni.
Hingað og ekki lengra... Segjum STOPP hættum að skipta við N1
Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
komast frá umræðustiginu yfir á aðgerðastigið ?
8.8.2008 | 16:56
Fagnar frumkvæði ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Embættismenn draga pólitíkusa að landi
8.8.2008 | 15:04
Fyrirhyggja framsóknarmann á meðan þeir sátu við stjórn og áttu stjórnarformann Landsvirkjunar er núna að verða til þess að skapa viðspyrnu í efnahagslífinu. Samfylkingin og Íhaldið eru ófær um að ná saman um nokkrar aðgerðir og því verða embættismenn að dusta rykið af Búðarhálsvirkjun og taka frumkvæðið af pólitíkusum.
Gott hjá þeim.
Álversrekstur tryggður til 2037 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirhyggja framsóknarmanna
8.8.2008 | 14:52
Það sýnir sig þarna hvað það er nú gott að hafa haft framsóknarmenn við völd sem tryggðu að það var til ein ónotuð virkjun sem hilluvara inn á kontór hjá Landsvirkjun. Framsóknarmenn hafa alltaf lagt á það áherslu að afla áður en eytt er og til þess þarf öflugt atvinnulíf. Núna þegar við stjórn eru flokkar sem ekki koma sér saman um neitt nema það að vera ósamála er nú gott að vita til þess að á tímum fyrri ríkisstjórnar var hugsað fram í tímann.
Nú vakna eflaust upp allskyns draugar sem telja að póstkortasala og yfirfullir átroðnir ferðamannastaðir séu vænlegri til atvinnuuppbyggingar, en vonandi er þjóðin farin að átta sig á loddaraskapnum.
Byrjað á Búðarhálsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er hægt að láta bjóða sér þetta?
8.8.2008 | 14:24
Olíuverðið er búið að vera að lækka og lækka og þeir dragast á eftir hálfa leið með sýndarlækkun og svo korter eftir að gengið breytist er hækkað. Olíufélögin ætla ekki að taka neitt á sig í þeim þrengingum sem núna ganga yfir í efnahagslífinu. Þau eru með belti og axlabönd og hafa engan áhuga á að deila kjörum með viðskiptavinum sínum.
Við viðskiptavinirnir skuldum þeim ekkert, hundsum N1, hættum að versla þar allir sem einn þangað til þessari ósvífni lýkur. Ég keyri frekar bensínlaus en að skipta aftur við þá og voru þeir þó mitt olíufélag þar til fyrir 4 vikum.
Eldsneyti hækkar í verði hjá N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fúll á móti
7.8.2008 | 14:41
Enn missa Vinstri grænir sig í að vera bara fúlir á móti. Hér er lagt til að fara í framkvæmd á tímum atvinnuleysis. Framkvæmd sem er umhverfisvæn þar sem sjónmengun og hávaðamengun af umferð hverfur af yfirborði þegar umferðin er komin í stokk.
VG vill sennilega frekar en að þessum fjármunum sé varið í að gera miðbæinn vistlegri og meira aðlaðandi verði beðið með framkvæmdir og aurarnir síðan notaðir í félagslega aðstoð til atvinnulausra einhvertíma á næsta ári.
Þetta er skýrt dæmi um flokk sem sést ekki fyrir í því að vera fúll á móti við hvert tækifæri án þess að koma með nokkra vitræna hugmynd í staðinn.
Vilja Geirsgötu og Mýrargötu ekki í stokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stoltur af aðgerðarleysinu
5.8.2008 | 15:02
Nú stígur forsætisráðherra fram og er stoltur af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hann telur að efnahagslífið sé að aðlagast nýju umhverfi og komið hafi ljós hvað íslenskt efnahagslíf er sveigjanlegt að fljótt að aðlaga sig að nýjum raunveruleika.
Aðlögun efnahagslífsins fer þannig fram þessa dagana að lítil fyrirtæki, sprotafyrirtækin sem stjórnmálamenn tala um á tyllidögum berjast fyrir lífi sínu og spáð er að allt að 1.000 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu.
Aðlögunin fer líka þannig fram að ungum fjölskyldum, fólki nýkomnu úr námi með börn á framfæri eru sendir himinháir reikningar vegna húsnæðis. Með aðgerðarleysi sínu er ríkisstjórnin að staðfesta að þetta fólk eigi að greiða fyrir niðursveiflu efnahagslífsins. Ríkisstjórn íhalds og jafnaðarmanna ætlar ekki að gera neitt til þess að jafna byrðarnar. Afmörkuðum þjóðfélagshópum er sendur himinn hár reikningur á meðan aðrir fitna.
Þetta er íhaldssemi, en það er alveg nýtt fyrir mér að þetta sé jafnaðarmennska. Enda gleymdi jafnaðarmannaflokkurinn öllum sínum hugsjónum um leið og hann settist í stólanna.