Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Svikin vara ?

Kjósendur bundu miklar vonir við kosningarnar í vor.  Vonirnar fólust fyrst og fremst  í því að flokkarnir myndu endurnýja sig og taka upp ný og betri vinnubrögð eftir kosningar.    Núverandi stjórnarflokkar virðast ekki hafa skilið kall tímans. 

Endurnýjunin er sáralítil.  Hjá VG bættust við þingmenn og einn datt út, endurnýjunin fólst í því að  borgarfulltrúi kom inn í stað dæmalaus umhverfisráðherra.  Hjá Samfylkingu er nánast boðið upp á sama gamla tóbakið.  Þar hafa núna spunameistarar flokksins undanfarinn ár leist af hólmi nokkra litlausa þingmenn.

Vinnubrögðin virðast eiga að vera þau sömu og þróast hafa hér undanfarin ár og menn voru almennt sammála um í vetur að væru gengin sér til húðar.   Það er enginn vilji til að styrkja Alþingi og taka upp alvöru þrískiptingu valdsins.  Það var bara notað í stefnuskrárnar en er gleymt og grafið nú þegar stríðið geisar í þingflokkunum um það hverjir fá ráðherrastóla og hverjir ekki.

Utanþingsráðherrann Gylfi Magnússon tekur virkan þátt í þessu stríði og ástundar vinnubrögð valdhroka og yfirgangs til að ganga sem mest í augun á forystu stjórnarflokkana.  Hann talar niður til fólks og sakar það nánast um heimsku og að núverandi forsendubrestur lána sé þeim rétt mátulegur og lántakendur geti sjálfum sér um kennt.  

Annað form af valdhroka frá viðskiptaráðherra er boðun hans á stofnun embættis talsmanns skuldara.   Nú hefur talsmaður neytenda sem heyrir undir ráðherrann sinnt því hlutverki af stakri prýði. Þá boðar ráðherrann að nú þurfi að skipta honum út fyrir talsmann skuldara.  Væri ekki nær að styrkja embætti talsmanns neytenda með aukinni fjárveitingu ?

Þetta minnir óneitanlega óþyrmilega á það þegar Davíð Oddsson lagði niður þjóðahagsstofnum.  Það á að skjóta sendiboðann vegna þess að skilaboðin eru óþægileg.

Fjölmiðlum er nú kennt um að hafa kynnt öll snilldar úrræðin sem komin eru fram til að aðstoða skuldsett heimili þessa lands.  Það er ekkert að hjá okkur, þetta er fjölmiðlunum að kenna.  Ég held að ég hafi nánast heyrt sömu rök hjá Davíð Oddssyni fyrir örfáum árum.

Annað dæmi um vinnubrögðin er að stjórnarflokkarnir boðuðu báðir í aðdraganda kosninga breytingar á sjávarútvegsstefnunni og gerðu út á þá stefnu í atkvæðaveiðum.  Nú á engu að breyta enda vissu allir með opin augu að það er óráðlegt að ráðast í umfangsmiklar breytingar á umhverfi undirstöðuatvinnuvegar í því árferði sem nú ríkir í efnahagsmálunum.

Ómerkilegasta kosningabragð síðustu kosningabaráttu var svo tilkynning Sjávarútvegsráðherra um handfæraveiðar.  Tilkynning sem nú hefur verið afturkölluð og sögð aðeins hafa verið send út til að kynna málið en að engu verði breytt.

Er þetta Nýja Ísland í dag ?


Uppgjöf Samfylkingar...

Það er nánast hægt að fullyrða að þessi lausn þýðir að ekki verði sótt um aðild að ESB á næsta kjörtímabili.   Þó svo að Framsóknarmenn hafi samþykkt að standa að aðild að ESB kæmust þeir í þá aðstöðu jafngildir það ekki að þeir séu tilbúnir að veita opið umboð til flokks eins og Samfylkingarinnar til að leiða málið til lykta.   

Viðbrögð Samfylkingarinnar við samþykkt Framsóknarflokksins í vetur voru á þann veg að það er ekki hægt að treysta þeim til að ná þeim samningsmarkmiðum fram sem flokkurinn setti sér.

Það væri því mikill ábyrgðarhluti að veita Samfylkingunni umboð til að ganga frá aðildarsamningi.

Þetta er hrein uppgjöf hjá Jóhönnu ef satt er.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþol íhaldsins

Það er skondið að fylgjast með óþoli íhaldsmanna þessa dagana.  Bloggarar sem enn halda tryggð við íhaldið halda ekki vatni yfir stjórnarmyndunarviðræðum. 

Flokkarnir tveir hafa báðir stefnu og nú þarf að sjóða saman úr henni eina sameiginlega stefnu sem á að halda í 4 ár.   Það er ekki auðvelt og hver dagur sem líður sýnir svo ekki verði um villst að það var þörf fyrir VG í pólitíska litrófinu.  Ef ekki væri það auðvelt mál að setja saman stjórnarsáttmála.

Flokkarnir Samfylking og VG eru greinilega ekki eins líkir og sumir hafa haldið fram, sérstaklega á vinstri vængnum.  Það hlýtur að vera haf og himinn á milli og mikil vinna í undirnefndum við að koma sér saman um trúverðuga stefnu. 

Ólafur Ragnar forseti hefur greinilega markað nýja stefnu við stjórnarmyndun þar sem menn fá þann tíma sem þarf til að ná saman.  Vandvirkni og trúverðug stefna er sett í forgang.  Það er því ofur eðlilegt að formaður annars stjórnarflokksins hafi valið að eyða helginni á blakmóti og ráðherrar taka sér langþráð helgarleyfi.   Þjóðin og vandamál hennar fara ekkert,  nú skal vandað til verka.

Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni, hvaða stefna verður ofan á?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband