Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Biðleikur !!

Í Kópavogi var leikinn biðleikur í kvöld til að gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.  Þeir verða að leggja öll spilin á borðið varðandi viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans.

Það þarf að koma fram hver heildarkostnaður bæjarins við útgáfu og kynningarmál er á ári.  Jafnframt yfirlit yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið greidda reikninga sem falla undir útgáfa og kynningarmál. 

Síðan þarf að gera samanburð á kostnaði Kópavogsbæjar af útgáfu og kynningarmálum annarsvegar og hinsvegar sambærilegum sveitarfélögum eins og t.d. Akureyri og Hafnarfirði. Æskilegt væri að þessi samanburði væri skipt upp eftir sviðum bæjarins til að hægt sé að átta sig á mismun ef einhver er.

Að lokum þarf að koma fram hlutfall viðskipta við Kópavogsbæ af heildarveltu fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar.

Allar þessar upplýsingar ættu að vera auðfáanlegar ef ekkert verið að fela.  Ég bíð því spenntur eftir því að íhaldið leggi spilin á borðið.  Verði það ekki gert er ljóst að það er óhreint mjöl í pokahorninu.


Hvar er heimavinna Samfylkinarinnar

Þessi tillaga og sú beinagrind að greinargerð sem henni fylgir er gagnslaust plagg nema þá sem allra fyrstu drög í samráð stjórnar og stjórnarandstöðu.   Það að áskila sér rétt til að vera á móti samningi sem samninganefnd ríkisstjórnarinnar fyrir Íslands hönd hefur undirritað er bara þvæla.

Ef ríkisstjórninni er alvara með að sækja um aðild að ESB verður að vanda til verka og leita eftir víðtækri samstöðu þeirra sem eru tilbúnir að láta reyna á aðildarviðræður.  Össur er greinilega ólæs á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins. Ég boðinn og búinn að hitta hann og fara yfir einstaka fyrirvara.  Hversvegna þeir eru settir,  hvernig ætla má að þeir verði uppfylltir og hvaða rök eru fyrir því að gera má ráð fyrir að þeir náist fram í aðildarviðræðum.

Aðild að ESB er svo stórt mál að ekki má kasta til þess höndunum og það er ekki til neins að leggja í þá vegferð nema að hugur fylgi máli.  ESB verður að vera það fullljóst að ekki verður undirritaður neinn aðildarsamningur sem ekki er fullnægjandi og líklegur til að hljóta samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Við fáum eitt tækifæri til að ræða við ESB í þessari umferð og þá er eins gott að vandað sé til verka.


mbl.is Tillaga að fyrstu aðildarskrefunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit fjármálaráðherra af þessu ?

Þessar álversframkvæmdir þýða að virkja verður í neðri hluta Þjórsár, en ég sá ekki betur í stjórnarsáttmála en að það ætti ekki að gera það. 
mbl.is Spá hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígin grásleppa

Þegar ég hlusta á andstæðinga viðræðna við ESB minna svör þeirra mig óneitanlega á svörin sem ég fékk frá börnunum þegar ég lagði til að við hefðum signa grásleppu í kvöldmatinn.  Það kemur sko ekki til greina að þau borði þann fisk.  En þau hafa reyndar aldrei bragðað hann. 

Þetta kallast fordómar.


Komið til móts við nýja ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin hefur kynnt 15 úrræði fyrir skuldsett heimili.  Hún telur að þessi úrræði hafi ekki skilað sér í umræðuna og nóg sé að gert fyrir heimilin í landinu.  Ég ætla að aðstoða ríkisstjórnina og kynna hér þessi úrræði.  Ég mun þó setja mínar athugasemdir með og merki þær með rauðu svo að þær séu nú ekki að rugla fólk í ríminu.

1. Húsnæðislán - greiðslujöfnun verðtryggðra fasteignaveðlána

Greiðslujöfnun er ætlað að létta byrðar skuldar á erfiðum tímum. Þeir sem ákveða að greiðslujafna skuldum sínum geta lengt í lánum, lækkað afborganir og létt greiðslubyrði sína um 10 - 20%.

Hér er úrræði sem lengir lán, hægir á eignamyndun og á eftir að hafa áhrif á endursölu eignanna í áratugi.   Eignaverð er almenn að lækka en úrræðið þýðir að hluti afborganna leggst við höfuðstól og eykur skuldsetningu eigna.  Leysir því miður engan vanda, en frestar honum óneitanlega. 

 

2. Myntkörfulán - greiðslujöfnun fasteignaveðlána í erlendri mynt

Frysting og í framhaldi greiðslujöfnun gengisbundinna lána – 40 til 50% lægri greiðslubyrði.

Hér er úrræði sem lengir lán, hægir á eignamyndun og á eftir að hafa áhrif á endursölu eignanna í áratugi.   Eignaverð er almenn að lækka en úrræðið þýðir að hluti afborganna leggst við höfuðstól og eykur skuldsetningu eigna.  Leysir því miður engan vanda, en frestar honum óneitanlega. 

 

3. Hækkun vaxtabóta 

37% hækkun vaxtabóta – hjón með allt að 8 milljóna árstekjur hækka í allt að 408.374 þúsund á ári.

Hækkun vaxtabóta er gott skref til að auðvelda fólki að láta enda ná saman.  Staða margra heimla í dag er þannig að upp safnast dráttarvextir eða yfirdráttarvextir vegna þess að fólk getur ekki staðið í skilum.  Upphæð vaxtabóta mun ekki vega upp tekjutap og kaupmáttarrýrnun og fólk verður því áfram í erfiðleikum með að láta enda ná saman.  En samt spor í rétta átt.

 

4. Tímabundin útgreiðsla séreignarsparnaðar 

Rétthafar sem eiga frjálsan séreignarsparnað geta leyst út hluta hans fram til 1. október 2010. Gefst kostur á að leysa út allt að einni milljón kr. fyrir einstakling og geta hjón því leyst samtals út tvær milljónir af frjálsum séreignarsparnaði sínum.

Þessi aðgerð um eflaust gagnast mörgum til að komast í skil með lán sín eða hluta af þeim og gera þeim þá kleyft að sækja um greiðsluaðlögun þegar sparnaðurinn er að full greiddur út.  Þetta leysir engan vanda til frambúðar nema að fólk fái þá greiðsluaðlögun í framhaldinu.

    5. Tímabundin niðurfelling stimpil- og þinglýsingargjalda

    Stimpil- og þinglýsingargjöld vegna skilmálabreytinga og uppgreiðslu lána tímabundið felld niður, til 31. desember 2009.

    Það er nú vafasamt að telja þetta lausn á skuldavanda heimilanna, en auðveldar samt lántöku til uppgreiðslu skulda en það er bara ekkert freistandi að taka lán í dag til að greiða upp skuldir á meðan vextir eru út úr kortinu.

    6. Rýmri heimildir og aukinn sveigjanleiki

    Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.

    • Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður.
    • Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    • Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    • Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir.

    Hér eru upptalin atriði sem fresta vandanum en engar lausnir til frambúðar. 

     

    7. Skuldajöfnun barnabóta

    Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð.

    Engin lausn enda eru skattaskuldirnar ekki felldar niður og bera þá áfram dráttarvexti.

    8. Skuldajöfnun vaxtabóta

    Skuldfærsla vaxtabóta uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar.

    Engin lausn enda eru skuldirnar hjá ÍLS ekki felldar niður og bera þá áfram dráttarvexti.

       

    9. Tímabundin greiðsluaðlögun

    Nauðasamningar til greiðsluaðlögunar standa þeim til boða sem eiga í alvarlegum greiðsluvanda, komnir eru í vanskil með skuldbindingar sínar eða sjá ekki fram á að geta staðið undir þeim kröfum sem á þeim hvíla.

    Markmið greiðsluaðlögunar er að lántaki geti samið við lánastofnanir um afborganir svo hægt sé að komast hjá kostnaði, innheimtuaðgerðum eða í versta falli gjaldþroti.

    Lántakandi og lánastofnun semja um afborganir og miðast þær við að greiðslubyrði verði aðlöguð að greiðslugetu fólks.

    Greiðsluaðlögun er unnin með aðkomu aðstoðarmanns og getur greiðsluaðlögun falið í sér afskriftir eða lækkun á kröfu.

    Greiðsluaðlögun með tilsjónarmanni í 5 ár og opinberri auglýsingu þar að lútandi setur heimilishald í uppnám.  Það er óneitanlega lausn fyrir þá sem leita eftir því, en lögin gera ráð fyrir því að þetta gagnist 100 - 200 manns á ári en vandinn er bara miklu stærri en þetta.
     


    10. Lækkun dráttarvaxta

    Dráttarvextir miðast framvegis við 7% álag ofan á algengustu skammtímalán Seðlabankans til lánastofnana í stað 11%. Heimild Seðlabanka til að ákveða annað vanefndaálag ofan á viðmiðunarvexti var felld brott. Þá var kveðið á um að Seðlabankinn skyldi birta dráttarvexti 1. dag hvers mánaðar í stað tvisvar á ári.

    Lækkun dráttarvaxta leysir engan vanda.  Fólk sem komið er í vanskil er í vanskilum vegna þess að endar ná ekki saman.  Þeir ná ekkert frekar saman þó að dráttarvextirnir lækki.


    11. Þak sett á innheimtukostnað

    Hámark sett á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna.

    Séu kröfur gjaldfallnar er það vegna þess að skuldari getur ekki staðið í skilum.  Lækkun á innheimtukosntaði verður ekki til þess að hann geti frekar staðið í skilum.  Það þarf eitthvað meira að koma til.


    12. Tímabundin frestun á nauðungaruppboðum

    Frestun nauðungaruppboða fram yfir 31. október 2009, að ósk skuldara.

    Það er ekkert sem bendir til að skuldari geti greitt skuldir sínar eftir 1 nóvember 2009 geti hann það ekki í dag.  Hér var vandanum frestað fram yfir kosningar en ekki tekið á neinum málum.


    13. Tímabundin lenging aðfararfrests

    Frestur til að gera fjárnám í eignum skuldara eftir greiðsluáskorun lengdur úr 15 dögum í 40. Ákvæðið gildir til 1. janúar 2010.

    Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig þessi aðgerð á að leysa einhvern vanda.


    Aukinn stuðningur

    Auknar skyldur lagðar á dómara, við fyrirtöku gjaldþrotabeiðna, að upplýsa skuldara um greiðsluerfiðleikaúrræði sem honum kunna að standa til boða, svo komast megi hjá gjaldþroti.

    Séu menn komnir til dómara í gjaldþrotameðferð er hæpið að einhver úrræði séu óreynd.  En ef svo væri á hvað á dómarinn þá að benda sem líklegt er að leysi vandann?


    14. Tímabundinn möguleiki á áframhaldandi búsetu

    Fjölskyldum sem lent hafa í gjaldþroti og misst húseign sína verður gert kleift að búa í húsnæðinu í allt að 12 mánuði eftir gjaldþrotaskipti. Fyrir afnot af húsnæði skal greiða leigu sem nemur a.m.k. þeim kostnaði sem er af eigninni. Heimildin gildir til 1. mars 2010.

    Þetta leysir búsetuvanda fjölskyldna sem misst hafa allt sitt og væru annars á götunni.  Hér er ekki verið að leysa skuldavanda heimilanna heldur viðurkenna að hann er til staðar og að hann er alvarlegur. 

    Leiga á húsnæði sem boðið hefur verið upp

    Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum. 

    Þetta leysir búsetuvanda fjölskyldna sem misst hafa allt sitt og væru annars á götunni.  Hér er ekki verið að leysa skuldavanda heimilanna heldur viðurkenna að hann er til staðar og að hann er alvarlegur. 

    15. Breytingar á lögum um ábyrgðarmenn

    Bætir réttarstöðu ábyrgðarmanna þannig að mögulegt er að víkja til hliðar skuldbindingum sem falla á ábyrgðarmenn, enda megi rekja þær til greiðsluerfiðleika annarra vegna efnahagskreppunnar.

    Þetta getur leyst vanda þeirra sem eru í ábyrgðum sem hafa fallið á þá.  En vandamálið er þannig að það þarf að koma í veg fyrir að ábyrgðir falli á ábyrðgarmenn vegna þess að þegar svo er komið hefur einhver orðið gjaldþrota.


    áhugaverð greining en.....

    Þessi greining er áhugaverð en það vantar í hana allan samanburð.  Hvernig var staðan fyrir ári síðan eða tveimur árum?   Hvert var eiginfjárhlutfall heimilanna á þeim tíma?

    Það væri gott innlegg í umræðuna að fá þessar upplýsingar upp á borðið.  Hvað hafa þeir sem lögðu ævisparnaðinn sinn í íbúðarhúsnæði tapað miklu af sínum sparnaði á undanförnum mánuðum.  Síðan mætti alveg gera samanburð á stöðu þeirra sem leggja fyrir íbúðarhúsnæði og þeirra sem tóku áhættu og settu fé í peningamarkaðssjóði.

    Það er svo annar kapítuli að skoða mismunun þessara sparnaðarforma og viðbrögð stjórnvalda í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár.


    mbl.is IFS Greining: Skuldir heimilanna 1.995 milljarðar króna
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    ASÍ er ekki trúverðugt þegar það hvetur til mótmæla

    Verkalýðshreyfingin ver fjármagnseigendur með kjafti og klóm.  Hún hefur misst öll tengsl við fólkið í landinu og hugsar meira um að verja sjúkrasjóðina, orlofssjóðina og lífeyrissjóðina en að tryggja venjulegu fólki mannsæmandi kjör.

    Sú staðreynd að Gylfi Arnbjörnsson fór á taugum þegar baulað var á hann á 1 maí breytir þar engu um.  Verkalýðshreyfingin missti af lestinni í vetur og hefur síðan verið leppur Samfylkingarinnar og varið hennar stefnu gegn fólkinu í landinu.

    Hagsmunasamtök heimilanna eru miklu trúverðugri samtök sem standa vörð um kjör venjulegs fólks en forysta verkalýðsins ber kápuna á báðum öxlum.  Bæði sem fulltrúar fjármagnseigenda og eins hefur berlega komið í ljós að ASÍ er bara deild í Samfylkingunni en ekki samtök launafólks.


    mbl.is Kuldaboli bítur mótmælendur
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Kalla sendiherran heim... strax

    Samfylkingin verður að fara að sýna það að hagsmunir íslendinga hafi eitthvað að segja þegar þeir taka ákvarðanir og semja við aðrar þjóðir.   Þó að Brown sé í systurflokki Samfylkingarinnar duga engin vettlingatök núna.   Nú fá þeir tækifæri til að bæta örlítið fyrir allt klúðrið í ICESAVE málinu í vetur.

    Össur ertu maður eða mús ?


    mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Athyglisvert.. hvernig væri nú að blaðamenn reiknuðu svolítið.

    Ef heildarskuldir Íslenskra aðila eru 3100 milljarðar um næstu áramót ætti að vera hægt að finna út með nokkurri nákvæmni hvað Seðlabankinn gerir ráð fyrir að erlendir aðilar afskrifi af skuldum gömlu bankanna.

    Menn m.a. viðskiptaráðherra hafa talað um að gera megi ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði um 1000 milljarðar og þá eru eftir 2100 milljarðar.  Nú veit ég ekki hverjar erlendar skuldir sveitarfélaganna, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila eru.  En ég geri ráð fyrir því að þær hlaupi einhverjum hundruðum milljarða.  Gefum okkur að þær séu 600 milljarðar þá eru skuldir annarra m.a. bankanna um 1500 milljarðar. 

    Þær voru við hrunið ef ég man rétt 15000 milljarðar, hér er því um 90% afskrift að ræða en svo má ekki afskrifa kröfur á fólkið í landinu til að leiðrétta stöðu þess fyrir hruninu.

    Þessar tölur mínar eru án ábyrgðar, en ég skora á töluglögga menn að setjast nú yfir þetta og reikna dæmið til enda.


    mbl.is 3100 milljarða skuldir
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Aum er sú útgerð

    Ég skrapp í sveitina seinnipartinn í gær sem er kannski ekki í frásögur færandi.  En þar varð ég vitni að því hvernig komið er fyrir ríkissjóði í dag.

    Ég fylgdist með varðskipi dóla sér á milli skerjanna okkar og skreppa í land svona hér og þar.  Það er ansi aum útgerð sem ekki á fyrir kosti handa áhöfninni og sendir hana í stað þess milli skerja til að ræna hreiður bænda.

    Þetta er ljótur ósiður og margar frásagnir til af þessum siðum gæslunnar.  Ég batt vonir við að þetta væri liðin tíð, en svo virðist ekki vera.

    Þetta er kannski nýtt form af skattheimtu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ?

     


    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband