Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Þetta er siðlaust
30.6.2009 | 13:16
Nú þegar komið hefur fram að lögfræðingurinn sem gaf stjórn Kaupþings álit um lögmæti þess að láta niðurfellingu kúlulána til starfsmanna falla niður var sjálfur með kúlulán upp á heilar 450 milljónir fallast manni hendur.
Hvernig dettur stjórnarmönnum í hug að fara fram á álit frá þessum manni? Þetta lögfræðiálit hefur síðan móta alla umræðu um niðurfellinguna og menn talað um það eins og stóra dóm. Nú hlýtur stjórnin að fara frá og nýir aðilar að koma að málinu og kalla til óháða lögfræðinga hellst erlenda og verkefni þeirra á að sjálfsögðu að vera að leita leiða til að innheimta þessi lán.
Það ber líka að skoða tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skatta á eftirgjöf lána í nýju ljósi. Gerir ríkisstjórnin ekki ráð fyrir neinu þaki á þessa niðurfellingu? Viðvaranir um að hér myndi grassera spilling þar sem gert yrði upp á milli einstaklinga áttu greinilega fyllilega við tök að styðjast.
Þekkir einhver dæmi þess að Jón Jónsson hafi getað gengið inn í bankann sinn og fengið höfuðstól af láninu sínu færðan niður þó ekki væri nema kannski um 1 - 2 milljónir til að geta staðið skilum með afborganir?
Tillögur Framsóknarmanna um almenna niðurfærslu voru settar fram til þess að allir sætu við sama borð og til að komast hjá svona spillingu. Þetta er ekkert annað en spilling og tekur í raun öllu fram sem átti sér stað í góðærinu. Græðgi þess fólks sem tók hundruð milljóna að láni til þess að hagnast og lifði eins og enginn væri morgundagurinn ætlar engan enda að taka.
Okkur hinum er sendur reikningurinn. Nú er mál að linni.
Vanhæfi Helga breytir ekki lögmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðreyndir á borðið
29.6.2009 | 16:16
Gylfi talar í hálfkveðnum vísum. Hann segir ekki hvað hann gefi sér að fáist fyrir eignir Landsbankans, hann segir ekki hvað gerist ef mál vegna neyðarlaganna tapast, hann segir ekki frá því að við höfum aldrei haft þann afgang af viðskiptum við útlönd í heilt ár að nægi þó ekki væri nema til að greiða fyrir vextina.
Ef hann er að gefa sér sömu forsendur og Þórólfur Matthíasson að þetta sé bara eins og að loka álverinu á Reyðarfirði í 8 ár og afskrifa allar tekjur af Kárahnjúkavirkjun í sama tíma þá spyr ég hvort ekki sé rétt að ráðast í orkufrekar framkvæmdir til að standa undir þessu.
Hann gefur sér að vöxtur í útflutningstekjum verið jafn mikill og í góðæri undanfarinna ára. Vöxtur sem m.a. var drifinn áfram vegna hagstæðs umhverfis til fjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Nú ætlar ríkisstjórnin að fórna íslenska ákvæðinu á ráðstefnu um loftlagsmál.
Hann segir ekki hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í staðinn, til þess að ná þeim vexti sem hann gefur sér. Röksemdin heldur ekki vatni.
Getum staðið við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð og Árni án umboðs
29.6.2009 | 12:54
Þó svo að Davíð Oddsson og Árni Matt hafi skrifað undir einhverja yfirlýsingu um skuldbindingar Íslendinga í IceSave voru þeir umboðslausir og höfðu ekki til þess heimild. Þetta veit AGS og þetta vita aðrar þjóðir.
Skuldbindingin var aldrei borin undir Alþingi og það er í raun fyrst núna sem kemur til kasta Alþingis að ákveða hvort Íslendingar samþykkja þessar skuldbindingar.
Allar yfirlýsingar gefnar á fyrri stigum er jafn marklausar og undirskrift Steingríms á samninginn ef Alþingi fellir ríkisábyrgðina.
Það er því sýndarleikur einn að vísa í einhverjar undirskriftir, má reyndar segja að Davíð, Árni og Steingrímur eigi það sameiginlegt að hafa skrifað undir skuldbindingar eins og væru þeir einræðisherrar og þyrftu ekki að spyrja þingið.
Það er fyrst núna sem reynir á það hvort þingmeirihluti sé fyrir hendi fyrir því að Íslendingar taki á sig skuldir sem nánast vonlaust er að borga. Nú reynir á þingmenn og menn leggja örugglega við hlustir og muna hvernig hver og einn greiðir atkvæði í þessu máli.
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hræðsluáróður
26.6.2009 | 14:36
Nú er hafinn mikill hræðsluáróður hjá ríkisstjórninni til að hræða menn til þess að samþykkja þá afarkosti sem Steingrímur J Sigfússon kallaði glæsilegan árangur fyrir örfáum vikum. Áróðurinn beinist ekki síst að stjórnarandstöðunni eins og að hún eigi að skera ríkisstjórnina úr snörunni sem hún kom sér í með því að semja af sér.
Það á að senda þjóðinni 300 - 500 milljarða króna reikning til að bjarga andliti fjármálaráðherra og samninganefndarmannanna sem hann gerði út. Þegar nefndarformaðurinn nennti þessu ekki lengur gekk hann að afakostum til að komast í sumarfrí.
Yfirlýsingar aðgerðarleysisstjórnar Samfylkingar og íhaldsins um ríkisábyrgð á IceSave skuldbindingunum hefur ekkert gildi. Svona yfirlýsing er marklaus ef hún styðst ekki við meirihluta á Alþingi og aldrei var látið á það reyna. Þeir komu því ekki í verk frekar en mörgu öðru.
Nú geysast flokksgæðingarnir fram með stórkallalegar yfirlýsingar algerlega órökstuddar og reyna að hræða þjóðina og þingmenn til fylgislags.
Ég skora á þingmenn að fylgja sannfæringu sinni í þessu máli og láta ekki hræða sig með marklausum yfirlýsingum.
Fellum frumvarpið um ríkisábyrgð.
Strandi Icesave, strandar allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
hvað segir Eiður Guðnason við þessu ?
23.6.2009 | 12:37
Skildi hann telja þetta enn eitt pólitíska útspilið ?
Icesave málið fari fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þöggun
16.6.2009 | 16:12
Einleikur forseta á bjöllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misnotar forsetinn vald sitt
16.6.2009 | 14:38
Bjölluspil í þingsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandasamt !!!!
16.6.2009 | 14:33
Hvernig dettur Steingrími J í hug að þingmenn greiði atkvæði um ríkisábyrgð á samning sem þeir hafa ekki fengið að sjá?
Þeir sverja eið að stjórnarskránni og það væri ekkert annað en eiðrof að samþykkja ríkisábyrgðina án þess að öll gögn málsins liggi fyrir. Þó Steingrímur sjálfur sé kannski til í að rjúfa eiðinn til að halda stólnum gera aðrir þingmenn vonandi meiri siðferðiskröfur til sjálfs sín en hann.
Enn leynd yfir Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljótt ef satt er
16.6.2009 | 13:17
Gatið sem brúa þarf er sagt vera 20 milljarðar og það er allt brúað með því að auka byrðarnar á fjölskyldurnar og fyrirtækin. Ekkert gert til að líta í eigin barm og draga úr ríkisútgjöldum.
Ríkisstjórnin fær fólkið í landinu ekki með í þessa vegferð ef hún tekur ekki almennilega til í rekstri ríkissjóðs. Það mætti byrja á að taka til baka fjölgun ráðherra sem varð þegar stjórnin varð meirihlutastjórn. Tilgangurinn með fjölguninni virðist aðeins hafa verið að friða tvo eða þrjá þingmenn.
Einfaldar aðgerðir í sparnaðarátt gætu verið að sameina sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti í eitt ráðuneyti og fækka þar um einn ráðherra og heila yfirstjórn í einu ráðuneyti.
Næsta aðgerð væri svo að sameina dóms og kirkjumál við samgöngu og sveitarstjórnarmál í einu innanríkisráðuneyti og þar væri búið að fækka um aðra heila yfirstjórn í ráðuneyti.
Svona aðgerðir eru líklegar til að fá fólkið með og sína í verki að ríkisstjórnin skilur vandan og er tilbúin til að taka til hendinni.
Önnur aðgerð væri svo að segja upp öllum spunameisturunum sem eru komnir á spena hjá ríkissjóði í þeim eina tilgangi að forsvarsmenn ráðuneyta og stofnanna þurfi ekki að horfast í augu við fjölmiðla og almenning og svara erfiðum spurningum.
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spillt íhaldið.......
15.6.2009 | 22:43
Sjálfstæðismenn enn á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |