Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Sektin greidd og hvað svo.........
26.2.2010 | 11:05
Fyrirtæki á Íslandi líta á sektir til Samkeppnisstofnunar sem ákveðin fórnarkostnað. Hagnaðurinn af einokun og fákeppni er miklu meiri en svo að ein og ein sekt fæli menn frá.
Hér eru sannanir á borðinu um bolabrögðin samanber eftirfarandi úr fréttum í dag
"Mér finnst hæpið að hann hafi úthald lengi miðað við þessar forsendur en helst myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá honum fara niður fyrir 30% þá er þetta örugglega búið. Hann tekur líklega á sig að vera launalaus eða launalítill einhverntíma en það gengur ekki til lengdar."
og
"Innan L&h var rætt um að vera fyrri til og opna annað apótek á Akranesi (lágvöruverðsapótek). Var sagt að þetta myndi girða alveg fyrir aðra samkeppni hér.
og
"L&h beittu sér gagnvart Högum, eiganda Bónuss sem er í sama húsnæði og AV hafði tryggt sér sölupláss, í því skyni að hindra innkomu hins nýja keppinautar."
Er sekt eina refsingin við svona bolabrögðum? Ef svo er þá tel ég rétt að auka refsiramman þannig að í honum sé einhver raunverulegur fælingarmáttur. Þessir menn beita öllum brögðum í bókinni til að tryggja sér einokun á markaði.
Alvarleg brot á lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gunnar setur undir lekann
23.2.2010 | 16:57
Átti ekki frumkvæði að upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tapsári Gunnar
23.2.2010 | 16:18
Gunnar Ingi Birgisson hefur verið í fréttum í vikunni vegna ásakanna frá honum um að leikreglum hafi ekki verið fylgt í prófkjöri Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi. Nú er komið í ljós að dætur hans, tengdasynir og vildarvinurinn Halldór Jónsson verkfræðingur eru gengi í Framsóknarflokkinn.
Ekki er það vegna þess að Gunnar ætlar í framboð í prófkjöri Framsóknarflokksins þar sem sú lest er farin og framboðsfrestur er liðinn. Ómar Stefánsson ræðir þessa nýliðun í flokknum í bloggi sínu í dag og ber þar upp á Einar Kristján Jónsson að hann sé að smala vinum Gunnars inn í flokkinn til að styðja sig í prófkjöri.
Þarna er fjölskylda Gunnars fallin í sama pyttinn og hann gagnrýnir aðra fyrir. Er það ekki svolítið að kasta steinum úr glerhúsi?
En ég spyr þá: Hvað fær Gunnar fyrir greiðann ?
Lækkar þá verðið á Íslandi ?
23.2.2010 | 13:12
Ekki láta ykkur dreyma um það.
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálfkák
17.2.2010 | 13:25
Það er bara talað og talað og ekkert gert. Allir eru sammála um að línur þurfi að vera skýrari? Liggur engin ábyrgð hjá stjórnvöldum og Alþingi á því að skýra málin?
Hversvegna er ekki lagt fram frumvarp sem heimilar flýtimeðferð á báðum dómsstigum vegna mála er varða gengislán?
Uppboðum frestað í frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neytendasamvinnufélag
17.2.2010 | 13:07
Undanfarna daga hafa menn rætt sín á milli um að stofna samvinnufélag til þess að kaupa Haga. Markmiðið félagsins yrði að stunda verslunarrekstur til hagsbóta fyrir félagsmenn og alla neytendur í landinu. Félagsmenn hefðu áhrif á reksturinn og stjórnarkjör færi fram í netkosningu þar sem allir félagsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt. Einn maður eitt atkvæði.
Í lögum félagsins verði svo sérstök ákvæði sem takmarka stjórnarsetu einstaklinga t.d. við þrjú 2 ára kjörtímabil ásamt ákvæðum um nýliðun til að tryggja að ný sjónarmið komist að við reksturinn og til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og blokkamyndun.
Til þess að svona félag geti haft burði til að kaupa svo mikinn rekstur sem Hagar eru þarf að safna þúsundum félagsmanna. Hagur af því að vera félagsmaður er svo tryggður í gegnum arðgreiðslu í hlutfalli við viðskipti hvers og eins. Félagsmenn fá þá félagskort eða tengja debet og kreditkort sín við félagsnúmer og þegar arður er af rekstrinum er hann greiddur til félagsmanna.
Félagið myndi einbeita sér að dagvöruverslun en láta af rekstri tuskubúða. Það myndi þá leiða til aukinnar samkeppni á því sviði ef nýir aðilar kæmu að þeim rekstri og þá hellst fleiri en einn eða tveir.
Arion banki sem fer með eignarhald á Högum í dag hefur sagt að hann vilji selja fyrirtækið í einu lagi þar sem verðmæti þess myndi rýrna við að skipta því upp. Hversvegna ætti verðmætið að rýrna? Eru Hagar kannski auðhringur sem hagnast á því að drepa niður alla samkeppni? Hagar hafa ekki skilað ársreikningum undanfarin 2 ár og því erfitt að gera sér grein fyrir því hvað eigið fé fyrirtækisins er og hvernig það er samansett.
Ég vona að upplýsingar um stöðu Haga verði gerðar aðgengilegar sem fyrst og áður en farið er í söluferli á hlutabréfamarkaði þannig að hægt sé að skoða hagkvæmni þess að stofna um félagið samvinnufélag og brjóta það upp til hagsbóta fyrir neytendur og almenning í stað þess að selja það í einu lagi og stórum bita sem aðeins útvaldir geta kyngt.
Lítið skref í átt að betra samfélagi
16.2.2010 | 12:49
Nýja Ísland
Síðustu mánuði hefur mönnum orðið tíðrætt um nýja Ísland og þá von að hægt verði að endurreisa á Íslandi nýtt og betra samfélag. Haldnir hafa verið margir fundir og mikið skrafað en ósköp fátt áþreifanlegt komið fram. Það hefur enginn lagt í þá vinnu að skilgreina nýja Ísland og hugmyndir manna um það virðast frekar óljósar.
Ég held að vandamálið liggi í því að enginn veit hvar á að byrja. Stjórnlagaþing og persónukjör virðast í dag órafjarri og lítill vilji til þess hjá ráðamönnum að breyta kerfinu. Breytt kerfi gæti verið ógn við atvinnuöryggi þeirra sem sitja að kjötkötlunum í dag.
Kakan verður ekki borðuð í einum bita og það er miklu vænlegra til árangurs að taka lítil skref en ákveðin í átt að betra samfélagi. Skref sem ekki kosta mikil fjárútlát en bæta samfélagið.
Byrjum smátt
Er þörf á því að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins mæti í vinnu á sama tíma? Má ekki skipuleggja vinnutíma fólks á vinnustöðum með þeim hætti að fólk sé að mæta t.d. á bilinu frá kl 7 til kl 10 á morgnanna.
Það sparar tíma, dregur úr umferð og álagi á gatnakerfi og fresta má dýrum framkvæmdum við uppbyggingu umferðarmannvirkja. Það mætti skipuleggja skólastarf t..d með þeim hætti að börnin séu að byrja daginn á bilinu 8 - 10 á morgnanna eða jafnvel 7 - 9?
Flestir skólar eru með fleiri bekki í hverjum árgangi og því ætti að vera hægt að bjóða upp á ákveðið val í þessum efnum. Það myndi bæta nýtingu húsnæðis þar sem skólastarfið lengist í báða enda.
Fjölskyldurnar hafa svo möguleika á að aðlaga heimilislífið að vinnutíma foreldra og auka þannig samverustundir með börnunum.
Ég er sannfærður um að breyting sem þessi myndi skapa betra samfélag.
Pöntuð skýrsla
16.2.2010 | 10:48
Niðurstaða skýrslunnar bendir til þess að hér sé um kosningaáróður frá mr. Brown að ræða en ekki vísindalega úttekt. Það virðist vera gert ráð fyrir því að vera Breta á Evrusvæði hefði ekki breytt neinu um hagstjórn og stýrivexti á svæðinu og þar finnst mér Bretar nú gera full lítið úr sjálfum sér.
Kratinn Brown og Íhaldið Davíð Oddsson eru þarna á sama báti og með sameiginlegan málsstað.
Það er því full ástæða til þess að taka niðurstöðu skýrslunnar og fréttinni með fyrirvara.
Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |