Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Skrifar Kaupþing efnahagsstefnu Samfylkingarinnar?
13.4.2007 | 13:26
Það er athyglisvert að skoða leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað er um rit Samfylkingarinnar um efnahagsmál.
Í leiðaranum stendur m.a. :Annað dæmi um svona undarlega sýn á veruleikann í íslenzku samfélagi er setning á borð við þessa: Þessar ákvarðanir ríkisins vöktu upp samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna með yfirboðum, sem aukið hafa spennuna í hagkerfinu. Hvaða vitleysa er þetta? Er höfundum þessa rits ekki ljóst að það voru bankarnir með Kaupþing banka í farabroddi sem fóru einfaldlega inn á húsnæðislánamarkaðinn og hófu stórfellda samkeppni við ríkið um húsnæðislán? Samkeppni þar sem lánað var 100% af íbúðarverði og ekkert þak, Samkeppni þar sem einstaklingar skuldbreyttu íbúðarlánum til að fjármagna aukna neyslu.
Þetta er rétt hjá Mogganum. Þetta er algjör vitleysa hjá Samfylkingunni.
En þessi vitleysa skyldi þó ekki vera tilkomin vegna þess að einn af höfundum skýrslunnar er starfsmaður Greiningardeildar Kaupþings?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvar á að skera niður
12.4.2007 | 14:41
Samfylkingin boðar stórátak í samgöngumálum, málefnum aldraðra, menntamálum, unga ísland, skattleysismörk og guðirnir vita hvað. En á sama tíma boðar mentor þeirra í efnahagsmálum að ríkið verði að draga úr umsvifum og ríkisútgjöldum til þess að koma böndum á hagkerfið. Heitir þetta ekki á góðri íslensku að vera opinn í báða enda? Á hverjum á að taka mark? Bjögvini Sigurðssyni og öðrum útgjaldapostulum, eða Jóni Sigurðssyni ... kjósendur hljóta að sjá í gegnum svona málflutning og kjósa rétt... setjum x við B
Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Alvara lífsins
11.4.2007 | 15:11
Kjósendur sem ganga að kjörborðinu í vor ættu að íhuga þessar tölur vandlega 9000 íslendingar eru 80 ára og eldri í dag, en þeir verða 45 þúsund árið 2050. Íbúar landsins 65 ára og eldri eru tæplega 34 þúsund og verða um 110 þúsund 2050. Það er ábyrgðarhluti að kjósa yfir sig ríkisstjórn sem safna skuldum fyrir komandi kynslóðir að greiða. 4 ár með skuldasöfnun ríkissjóðs er munaður sem við getum ekki leift okkur í dag. Allt tal um að skila samfélaginu til komandi kynslóða í sama horfi og við tókum við því er innantómt hjal, ef það verður gert á kosnað komandi kynslóða þeim látið eftir að borga reikninginn.
Sýnum ábyrgð og kjósum rétt setum X við B
Íslendingar telja að þeir verði hálf milljón árið 2050 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins
11.4.2007 | 14:58
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að velja og hafna.....
11.4.2007 | 13:29
Ísland nýtur virðingar á alþjóðavettvangi vegna þess árangur sem náðst hefur við nýtingu endurnýjanlegrar orku. Það eru í gangi verkefni, rannsóknir og þróun sem gengur út á nýtinu vetnis á bíla- og fiskiskipaflota landsmanna. Þjóðir heims horfa til þess að íslendingar hafa miklar endurnýjanlegar orkulindir, og veittu íslendingum þessvegna rýmri losunarheimildir í Kyoto - bókuninni vegna þess að þjónaði hagsmunum heildarinnar.
Málflutningur VG gengur út á að íslendingar eigi að vera sjálfum sér næstir og ekki að taka þátt í því gríðarlega verkefni sem framundar er við að takamarka losun gróðurhúsalofttegunda. En það er t.d. gert með því að auka notkun áls, sem er léttur málmur, í farartæki og kallar á stóraukna álframleiðslu um allan heim. En bara ekki hjá okkur segja Vistri Græn við erum stikk frí.
Vinstri grænir kynna Græna framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnuleysi sem hagstjórnartæki
10.4.2007 | 11:16
glæsilegt
4.4.2007 | 15:48
Breyttar reglur um afsláttarkort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðbólgumælingar.
4.4.2007 | 14:09
Blekking Frjálslyndra
4.4.2007 | 13:22
Formaður í stjórnmálaflokki fer með umboð til stjórnarmyndunar fyrir hönd sýns flokks og formaður frjálslyndra hefur ekki viljað taka undir málflutning varaformannsins og oddvitans og reyndar gert lítið úr honum. Það blasir því við að hér er aðeins verið að spila á kjósendur í tilraun til að tryggja tveimur mönnum þingsæti, en hugur fylgir ekki máli, kannski sem betur fer.
Vonandi falla kjósendur ekki fyrir svona ómerkilegri brellu.